Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 20

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 20
18 TÓNLISTIN færi hafði það sér til ágætis, að það tók ekki langan tíma að læra að leika á það, og ekki þurfti að vera að stemma það á ársfresti eins og píanóin, og auk þess var það ekki dýrara en svo, að margir gátu veitt sér það. Það náði fljótt mikilli út- breiðslu bæði í kauptúnum og sveitum landsins og hefir verið mest notaða hljóðfærið á heimilum landsins til skamms tíma, ef það þá er það ekki enn. Þetta hljóðfæri hefir veitt Islendingum miklar á- nægjustundir, og minnist ég þess, er ég á æskuárum mínum heyrði föð- ur minn og félaga hans tala unv hljóðfæraslátt, að þeir tóku stofu- orgelið langt fram yfir píanóið. Um það voru þeir algjörlega sammála, og var þeim sannarlega vorkunn, þvi að þá voru næsta fáir í Reykja- vík, sem kunnu nokkuð að gagni að spila á píanó, og munu þeir varla hafa heyrt leikið á það hljóðfæri af mikilli kunnáttu. Píanó voru á fyrsta áratug aldarinnar óvíða til utan Reykjavíkur, og þar voru þau nær undantekningarlaust ekki til nema á heimilum nokkurra heldri manna. Einstaka músíkfjölskyldur kannaðist ég við þar sem leikið var laglega á þetta hljóðfæri, þótt leiknin hafi reyndar verið minni en gerist hjá þeim, sem fá skipulega tilsögn í píanóleik. Á öðrum heimil- um stóðu píanóin „forstemmd" ár eftir ár, en sómdu sér alltaf vel sem fín mubla. Karlakórsöngur var iðkaður frá þvi löngu fyrir aldamótin og átti jafnan mikilli hylli að fagna. Það kom ekki ósjaldan fj'rir á kyrrum vor- og sumarkvöldum, að karla- kórinn söng úti „gratis" fyrir bæjar- búa, annaðhvort í Tjarnarbrekk- unni eða annarsstaðar. Þá var byggðin að mestu bundin við Mið- bæinn, Þingholtin, Vesturgötuna og Bráðræðisholtið. Söngurinn barst í kvöldkyrrðinni um allan bæinn, og fólkið streymdi þá út úr húsunum og hlustaði á sönginn og hafði af góða skemmtun. Á öðrum tug ald- arinnar, þegar karlakórinn „17. júní" var í fullu fjöri, helzt þessi siður enn, en síðan hefir hann verið að mestu lagður niður, þvi útisöng- ur karlakóra þekkist nú ekki nema að eitthvert tilefni sé til hans ann- að en bliðviðrið. Er liða tók á annan áratuginn, fóru kaffihúsin i bænum að hafa hljóðfæraleikara til að laða að gesti. Minnast margir bræðranna Þórarins fiðluleikara Guðmunds- sonar og Eggerts Gilfers, er þeir léku á kaffihúsum, og ennfremur Bernburgs fiðluleikara. Oft voru hljóðfæraleikararnir sóttir til út- landa, því að fáir íslendingar kunnu á fiðlu að leika. Þó fór þeim fjölgandi, er lærðu á fiðlu og önn- ur hljóðfæri, svo sem blásturs- hljóðfæri, og mun lúðrasveitin í bænum jafnan hafa haldið við á- huga manna á hornablæstri. Einstaka framgjarnir hæfileika- menn leituðu út fyrir pollinn til að svala menntaþrá sinni á tónlistar- sviðinu, og fór þeim fjölgandi með árunum. Páll ísólfsson lærði orgel- leik hjá Straube i Leipzig, Harald- ur Sigurðsson lærði pianóleik hjá Rappoldi Kahrer í Dresden, og urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.