Tónlistin - 01.06.1946, Page 20

Tónlistin - 01.06.1946, Page 20
18 TÓNLISTIN færi liafði það sér til ágætis, að það tók ekki langan tíma að læra að leika á það, og ekki þurfti að vera að stemma það á ársfresti eins og píanóin, og auk þess var það ekki dýrara en svo, að margir gátu veitt sér það. Það náði fljótt mikilli út- breiðslu bæði í kauptúnum og sveitum landsins og befir verið mest notaða hljoðfærið á heimilum landsins til skamms tíma, ef það þá er það ekki enn. Þetta bljóðfæri hefir veitt Íslendingum miklar á- nægjustundir, og minnist ég þess, er ég á æskuárum mínum beyrði föð- ur minn og félaga lians tala um hljóðfæraslátl, að þeir tóku stofu- orgelið langt fram yfir píanóið. Um það voru þeir algjörlega sammála, og var þeim sannarlega vorkunn, því að þá voru næsta fáir í Reykja- vík, sem kunnu nokkuð að gagni að spila á píanó, og munu þeir varla bafa heyrt leikið á það iiljóðfæri af mikilli kunnáttu. Píanó voru á fyrsta áratug aldarinnar óvíða til utan Reykjavíkur, og þar voru þau nær undantekningarlaust ekki til nema á heimilum nokkurra lieldri manna. Einstaka músíkfjölskyldur kannaðist ég við þar sem leikið var laglega á þetta bljóðfæri, þótt leiknin liafi reyndar verið minni en gerist bjá þeim, sem fá skipulega tilsögn í píanóleik. Á öðrum lieimil- um slóðu píanóin „foi’stemmd“ ár eftir ár, en sómdu sér alltaf vel sem fín mubla. Karlakórsöngur var iðkaður frá þvi löngu fyrir aldamótin og átti jafnan mikilli hylli að fagna. Það kom ekki ósjaldan fyrir á kyrrum vor- og sumarkvöldum, að karla- kórinn söng úti „gratis“ fyrir bæj ar- búa, annaðhvort i Tjarnarbrekk- unni eða annarsstaðar. Þá var byggðin að mestu bundin við Mið- bæinn, Þingholtin, Vesturgötuna og Bráðræðisholtið. Söngurinn barst í kvöldkyrrðinni um allan bæinn, og lólkið streymdi þá út úr húsunum og blustaði á sönginn og liafði af góða skemmtun. Á öðrum tug ald- arinnar, þegar karlakórinn „17. júni“ var i fullu fjöri, lielzt þessi siður enn, en síðan befir liann verið að mestu lagður niður, þvi útisöng- ur karlakóra þekkist nú ekki nema að eilthvert tilefni sé til bans ann- að en blíðviðrið. Er liða tók á annan áratuginn, fóru kaffihúsin í bænum að liafa liljóðfæraleikara til að laða að gesti. Minnast margir bræðranna Þórarins fiðluleikara Guðmunds- sonar og Eggerts Gilfei’s, er þeir léku á kaffihúsum, og ennfi’emur Bernbui’gs fiðluleikara. Oft voru bljóðfæraleikararnir sóttir til út- landa, því að fáir íslendingar kuxxnu á fiðlu að leika. Þó fór þeinx fjölgandi, er lærðu á fiðlu og önn- ur hljóðfæri, svo seixx blásturs- liljóðfæri, og mun lúðrasveitin i bænunx jafnan liafa haldið við á- buga nxanna á hornablæstri. Einstaka framgjarnir bæfileika- menn leituðu út fyi'ir pollinn til að svala menntaþrá sinni á tónlistar- sviðinu, og fór þeinx fjölgandi með árunum. Páll Isólfsson lærði orgel- leik bjá Straube i Leipzig, Iiai’ald- ur Sigurðsson lærði pianóleik lijá Rappoldi Kahrer í Dresden, og urðu

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.