Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 43

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 43
TÓNLISTIN 41 Thoroddsen). Mikla athygli vöktu einnig sænsku þjóÖlögin Hæ, tröllum og Á jánta, á ja í ágætum búningi eftir Svedblom og Hádell. Kórinn var undirbúinn svo sem föng voru á, en dálitið gætti þving- aðrar hálegu yfirtenóra og of hlédrægr- ar innsetningar yfirbassa, og gjarna hefði grunnbassinn mátt vera þyngri á bár- unni, svolítið minna „akademískur". En þrátt fyrir þessa annmarka, sem hljóta að koma í ljós hjá söngflokki með takmark- aðan æfingatíma, var söngur kórsins í heild með sléttum og samfelldum blæ lýtalausrar samsvörunar. Að vísu gátu Danir þess í gagnrýni sinni, að þjóðlög- in hefðu verið leiðinleg og bassarnir hefðu „rembzt", en slík hótfyndni fær tæplega staðizt miðað við frammistöðu flokksins hér. Ummæli Dana um tónlist okkar sýna ljóslega skort þeirra á vilja til að skilja okkur gegnum lög þjóðar- innar. Á sarna hátt gætum við sagt, að dönsk lög einsog Kornmodsglansen og "Ridder Ole og hans Datter væru ekki sérlega skemmtileg fyrirtæki fyrir eyra nútimans. — Hinsvegar má til sanns færa, að söngbræðraform á hljómleikum sé far- ið að skorta þær líftaugar, sem áður fyrr ullu vinsældum þess. Samt sem áður mun karlakórsöngur enn eiga framtið fyrir sér. ekki sízt í tengslum við hljóðfæri, strok- og blásturshljóðfæri. Hvenær fá íslenzkir konsertgestir að heyra karla- kórsverk fyrir hljómsveit og karlakór, svo sent Rinaldo eftir Brahrns, Uopruna eldsins eftir Sibelius eða Kyndilberann eftir Hermann Grabner? — Mörgum hefði fundizt fróðlegt að fá að siá á prenti utanfararsögu kórsins með öllum ummælum þeirra norrænria blaða og tímarita, sem létu söngsins getið. Slik skoðanakönnun mundi ékki verða ófróð- legri en sú sem Gallup-stofnunin efnir til út af skeggi páfans og öðrum álika hversdagslegum hlutum. Else Brems og Stefán Guðmundsson stóðu saman að ágætri skemmtun með tilbreytingaríku efnisvali. Hún kvað frönsk þjóðíög með gallískri glettni og svifléttri framsögn, norræn Ijóðlög eftir Grieg, Nielsen og Merikanto með fyrir- myndarframsetningu án óréttmætrar á- stríðu, allt varð skært og tært, laust við sveiflumun í tónmyndun, sem oft óprýðir margar söngkonur. Stefán bauð breiðan og hreinan söngtón hins silki- mjúka bel-canto-skóla i óperuaríum og ágætlega afmarkaðar áherzlur og þýða syngjandi í lögum eftir Björgvin Guð- mundsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Að lokum tók listaparið höndum saman í itölskum dúett og sýndi þar með klingj- andi velhljóman hinnar ákjósanlegustu skólunar. Fritz Weisshappel var hinn veg- visi leiðsagnari við hljóðfærið. Einar Sturluson lét til sín hevra í sum- arleyfi sínu frá Svíþjóðarnámsdvöl; hann hefir mjög geðfellda tenórrödd en skort- ir enn innsýn í hið tónræna verkefni, og öndunartækni sina á hann eftir að þjálfa mun betur. Páll Pálsson var söngvaran- um trvggur leiðsögumaður við slaghörp- una. Einar Kristjánsson hefir bætzt í hóp hinna mörgu söngvara, sem boðið hafa list sína, svo að Island virðist vera á góðum vegi með að verða söngvaraland. Einar hefir lagt geysimikla rækt við sönggáfu sina um fimmtán ára skeið, enda hefir hann náð óvenjulega miklum þroska. Hann hefir ekki einblint um of aðeins á skólun raddarinnar, heldur hef- ir hann einnig lagt sig fram um að skilja hið listræna gildi tónsmiðarinnar, sem svo mörgum söngvaranum sést hrapal- lega yfir. Einar fer engar slóðir þær sem troðnar eru; hann gerir sér far um að herða krafta sína á nýjum viðfangs- efnum, sem legið hafa í þagnargildi. Þannig hefir hann flutt Wienarbúum, eftir samborgara þeirra Schubert, lög, sem þeir alls ekki þekktu. Rödd Einars er lýriskur tenór, sem hann beitir af slíp- aðri kunnáttu og með framburði, er læt- ur hvert orð á fimm tungumálum falla sem skæra perlu af vörum hans. Ljóð- lagið er eftirlætisgrein þeirra, sem fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.