Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 37

Tónlistin - 01.06.1946, Blaðsíða 37
TÓNLISTIN 35 ar viÖleitni til þess að standa á föst- um og djúpum grunni fornrar þjó'ð- fylgju. Kirkjuhljómleikarnir fœrðu ekki nógu góð rök fyrir grózku í tónlistar- lifi okkar. Voru verkin flest komin til ára sinna, þótt ekki hefðu þau heyrzt oft áður, en þau voru: Partíta eftir Björgvin Guðmundsson, Chaconna og í Babýlon við vötnin ströng (gamalt þjóð- lag) eftir Hallgrím Helgason, Kóralfor- spil og þrjú andleg sönglög eftir Jón Leifs, tvær prelúdíur og Chaconna eftir Pál ísólfsson og sönglag eftir Sigurð Þórðarson, Sjá, dagar koma. Var fátitt að heyra tónsmíðar Jóns Leifs, og verð- ur naumast varizt þeirri hugsun, hvað valdi því að verk þessa höfundar heyr- ist svo sjaldan sem raun er á. Ágætan org- elleik annaðist Páll Isólfsson, en Pétur Jónsson beitti hetjulegri rödd sinni í þágu höfundanna. — Vegna leiksýningar þingsins samdi Páll Isólfsson tónlist til undirleiks við „Myndabók Jónasar Hallgrímssonar", og vakti einkum at- hygli rennilegt göngulag í gegnfærðu endurtekningarformi léttrar hirðlistar. — Við setningu þingsins söng blandaður kór útsetningu Jóns Leifs á Island farsælda frón, þunga í hljómskipun, með naturalistískum helgiblæ. — Tón- listarþáttur þessa þings var ekki svo gildur sem á hinu fyrra. Vantaði hér tilfinnanlega verk, sem vitnuðu um stór- brotinn uppruna og jafnframt tónflutn- ingstæki til þess að túlka slík andans afkvæmi — orkestur. Það á að vera metnaðarmál allra hugsandi Islendinga, að við getum boðið íslenzkum tónskáld- um sæmilega skipaða symfóníuhljómsveit til umráða fyrir verk sín á næsta lista- mannaþingi. Með góðri hljómsveit get- um við byggt upp þá tónmenningu, sem sæmir listrænum hæfileikum mikillar bókmenntaþjóðar. Hljómsveitarlausir á sviði tónlistarinnar erum við líkastir fiskimannaþjóð, sem hvorki á togara né mótorskip til þess að auðga þjóðarbúið, en verður að berjast á fjarlægum mið- um við slæmar gæftir á árabátum ein- um. Strengjasveit „Tónlistarfélagsins!‘ kynnti enska tónlist með sýnishornum eftir Percy Grainger, Peter Warlock, Gibbs og Gustav Holst. (Strengjasveit er einkar óheppilegt heiti fyrir hljóð- færaflokk þann, er hér um ræðir. Strengjahljóðfæri er víðtækara hugtak en strokhljóðfæri og felur í sér m. a. bæði gitar og mandólín; Hjálpræðisher- inn hefir réttilega á að skipa strengja- sveit með gripluðum en ekki stroknum strengjahljóðfærum, þ. e. mandólín- og gítar-hljómsveit. Séu strengjahljóðfærin strokin með boga en ekki gripluð eða sleg- in, heitir regluleg samstæða þeirra strok- hljómsveit; strengjasveit rúmar auk gít- ars, mandólíns, banjos og lútu einnig að réttu lagi hörpu, cembaló og píanó. Væri eflaust rétt að leyfa hinum einkennis- klæddu boðberum kristinnar trúar óáreitt- um að þjálfa sína hljóðfærasveit án allr- ar samkeppni um réttmæta nafngift.) — Strokhljómsveitin flutti verkin hið bezta undir gaumgæfilegri handleiðslu Victors Urbantschitsch, sem auk þess lék ein- leikshlutann í concertino eða litlum kon- sert eftir Gibbs. „Kammermúsíkklúbburinn“ hefir geng- izt fyrir flutningi á „Kunst der Fuge“ (listin að skrifa fúgu) eftir Bach. Strok- kvartett og strokhljómsveit Tónlistar- skólans fluttu verkið ásamt Önnu Björns- dóttur undir ötulli stjórn Victors Ur- liantschitsch, en Páll Isólfsson skýrði verkið. Hafa tónlistarmenn deilt mjög um, hverskonar flutningsform hæfði verki þessu bezt, sumir hafa flutt það fjórhent á tveimur flygelum, en Bach samdi það sem sjálfgilda tónlist eingöngu án tillits til tónflutningsmiðils. Mandólínhljómsveit Reykjavíkur lét til sín heyra i annað sinn undir hugulli stjórn Haralds Guðmundssonar. Holla dægrastyttingu verður að telja starf þessa unga hljóðfæraflokks, sem velur sér við- fangsefni i samræmi við æfingu leikend- anna og þol hljóðfæranna — af léttara tagi. Engu væri samt hætt, þó að sveitin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.