Tónlistin - 01.06.1946, Síða 40

Tónlistin - 01.06.1946, Síða 40
38 TÓNLISTIN en auka sífellt við krafta sína; ekki mun ÞjóðleikhsúiÖ geta starfað nema með virkri aðstoð góðrar hljómsveitar, svo að ekki virðist ótímabært að hafizt verði handa um fastan samleik bæjarhljóm- sveitar í Reykjavík. Varð þetta tilfinn- anlegt á fyrrgreindum hljómleikum, með fáliðaðri og vanskipaðri hljómsveit, sem alls ekki var fær um að birta þann arn- súg stórfelldra umbrota, sem þleðst upp við góða uppfærslu á snilliverkum Sibeli- usar. Hlutverk Victors Urbantschitsch sem stjórnanda var því vandasamt og vanþakklátt með svo takmörkuðum kröft- um. Wilhelm Lanzky-Otto er ágætur tón- listarmaður, fjölhæfur og duglegur svo að fátitt er. Píanisti er hann í bezta lagi, svo að Hándel-tilbrigði Brahms virðast ekki valda honum merkjanlegum örðug- leikum, heldur gefa þau honum tækifæri til að sýna klaveristískar aflraunir á háu stigi. Hornleikari er píanóleikarinn einn- ig með prýði, og hér er hann í fremstu röð. „Ansats" hans er mjúkur og leikni hans lýtalítil; hinar hröðustu tónaraðir glitra í samfelldum línum, svo að örsjald- an ber skugga á, og er þá vel borgið svo viðkvæmu og vandblásnu hljóðfæri sem skógarhornið er. Á píanóinu rétti hann einnig að Chopin fagra og forkunnar vel úti látna kveðju með víðþekktum verk- um hins pólska píanósnillings. Victor Ur- bantschitsch aðstoðaði við píanóið með vandaðri alúð. Guðmunda Elíasdóttir flutti ýmis sönglög og aríur með tryggri aðstoð Vict- ors Urbantschitsch. Söngkonan sýndi margar hliðar á góðri gáfu sinni með fjölbreyttri efnisskrá. Einna mesta eft- irtekt vakti nýtt lag eftir Pál Pálsson, Nú andar næturblær, sem Guðmunda söng af góðum trúleik og lofsverðri við- leitni til að anðga verkefnaval sitt með skammti frá samtíðinni, og ættu fleiri söngvarar okkar að taka fordæmi hennar til gagngerðrar athugunar, ef þeir ekki vilja hætta á þá tvísýnu, að fólk dauf- heyrist við söngflutningi þeirra af þeirri einföldu ástæðu, að forheimskun er ekki eftirsóknarverð, og allir hugsandi menn hljóta að sjá, hvílík hætta er fólgin í því að endurtaka fyrir hlustum landsmanna í sifellu sömu lögin. Slík upptugga hlýtur að glæða heimsku manna og valda stöðn- un. Lag Páls er alvarleg tilraun til þess að kafa dýpra en hér hefir tíðkazt hingað til í sönglagagerð á fyrsta fjórðungi ald- arinnar. Bygging þess er höfug og sver sig í ætt við finnska skógar-rómantík, hljómarnir eru litauðugir i krómatík sinni og spretta fram í eðlilegri rás rökrænnnar framvindu. Guðmunda flutti söng sinn af listrænni löngun og ágætum smekk, en rödd hennar á eftir að öðlast fyllra sam- ræmi í hljóðstafasetningu og frekara sjálfstæði. Söngfélagið Harpa með aðstoð hljóm- sveitar undir skilmerkilegri stjórn Ro- bert Abraham söng Örlagaljóð Brhams og 79. kantötu Bachs, en ein flutti hljóm- sveitin kveðjusymfóníu Haydns. Vegna óhentugs húsnæðis naut kórinn sín hvergi, og var það mjög slysalegt svo mikill feng- ur sem var að verkefnunum. Kórista-sóló höfðu mjög þokkalega á hendi Helga Magnúsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir. Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Halldórs- son. Hljóðfærasóló fóru þeir hið bezta með, Karl Runólfsson og Guðlaugur Magnússon (trompet), Oddgeir Hjart- arson (flauta) og Heinz Edelstein (celló). Kórinn var ekki allskostar nógu liðsterk- ur fyrir svo viðamikil verk með öflugum hljómsveitarundirleik. (Það er sitt þvað að syngja „a cappella" og svo með or- kestri.) Aftur á móti sýndi hljómsveit- in marga góða tilþri faspretti. Erling Blpndal Bengtson sannaði það með filjómleikum sínum, að i honum býr efni í óvenjulegan cellista. Tækni svo ungs hljóðfæraleikara er furðulega mikil. þótt enn eigi tónninn eftir að öðlast meiri ávala fyllingu, sem ekki er heldur til- tökumál. Var honum sýnt um að skila viðfangsefnunum með hreinni stílvitund.

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.