Tónlistin - 01.06.1946, Page 31

Tónlistin - 01.06.1946, Page 31
TÓNLISTIN 29 danskrar flatneskju og fylla hlust- ir óharðnaðra ungmenna með há- værum holskeflum tónrænnar lausungar og upplausnar í skjóli í sjálfu sér réttmætrar og góðrar skemmtunar sem dansinn getur verið. Tónlistarmennirnir verða þá fyrst að fullu hlutgengir, er þeir sjálfir hafa treyst sinn eigin félags- skap svo, að utanaðkomandi félög ómenntaðra „amatöra“ geti ekki fengið þá til að vega að sínu eigin málefni að ófyrirsynju. Með þvi er félaginu í lieild sýnd lítils- virðing, og þeir sem þjóna and- stæðingum þessa timarits á þann liátt liafa heinlínis sitt eigið félag' að háði og spotti. Áhugamannafé- lögin eru mörg, og eiga þau fullan rétt á sér, séu þau rekin á löglegan hátt. Eitt þeirra er „Tónlistarfé- lagið“, sem svo nefnir sig, en ætti í rauninni að heita „Tónlistarvinafé- lagið“. En því miður er tala þess félagsskapar rígskorðuð við tölu hálftónanna i tónstiganum, og þar sem við ekki enn erum farnir að iðka þriðjungs- eða fjórðungstóna, þá fá vist ekki fleiri meðlimir inn- töku þótt margir séu reiðuhúnir til að auka við hina heilögu tölu þessa tólfmenningafélags. Á með- an verða þeir að vera utan gátta og votta hollustu sína þegar færi gefst. Þannig er líka athugasemd háttvirtrar ritnefndar til komin. Ritstjórinn. Smávegis í dúr og mofll Rússneskar nótur formyrkvast Eitt sinn löngu fyrir síÖustu aldamót hafÖi grunsamleg spákaupmennska meÖ rússnesk ríkisveðbréf valdið miklu verð- hruni við kauphöllina í Berlín. Næsta dag spilaði Theresa Carenno hinn fræga pianókonsert eftir rússneska tónskáldið Tschaikowsky, undir stjórn Hans von Búlow. Skyndilega brugðust Ijósin í philharmoniska salnum, og loftljósin ein vörpuðu síðustu daufri glætu niður yfir hinn feiknstóra sal. Ekki var viðlit að reyna að spila. Meðan á lagfæringu stóð bað von Búlow áheyrendur dvelja rólega í sætuin sínum: „Sjálfum þykir mér öðr- um fremur leitt, að þetta hlé skyldi á verða. En við þessar skuggalegu aðstæð- ur glata rússneskar nótur gildi sinu.“ Píanóleikur og skóviðgerð C h o p i n sat einhverju sinni boð hjá auðugum skósmíðameistara. Að loknum ábætisréttinum bað húsbóndinn hann að taka eitt lag. Chopin svaraði með af- sökunarorðum, en leðurþjálfarinn hvik- aði ekki frá bón sinni: „Æ, setjist þér nú við hljóðfærið og spilið þér eitthvað, svona rétt til þess að sýna, hvernig það er gert.“ — Að lokum lét Chopin undan. En hann gat ekki á sér setið að bjóða skósmíðameistaranum skömmu síðar heim til þess að launa honum lambið grá. Eftir snæddan verð rétti listamað- urinn gatslitinn skó að hinum agndofa gesti og bað hann að sauma bót á grip- inn, „svona rétt til þess að sýna, hvern- ig það er gert“. Ég lýsi yfir því, að viðlögðum dreng- skap mínum, að ég lít á son yðar sem hið mesta tónskáld, er ég nokkru sinni hefi heyrt. Haydn (við Leopold Mozart).

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.