Tónlistin - 01.06.1946, Síða 34

Tónlistin - 01.06.1946, Síða 34
32 TÓNLISTIN SJDTUGUR: Cjíóll CjlA^miAYldóóOn Margir munu kannast viÖ söngrödd Gísla GuÖmundssonar, þessa hreim- miklu og djúpu rödd, sem ómaÖ hefir innan borgarmúra Reykjavíkur óslitið í sex tugi ára. Fyrir nokkru átti Gísli sjötugsafmæli, og í tilefni af því birti Valtýr Stefánsson viðtal við söngmann- inn í Lesbók Morgunblaðsins. Fer hér á eftir útdráttur úr þeirri grein. Gísla seg- ist svo frá: „Séra Sæmundur í Hraungerði sagði, að það væri synd að hún Sigríður mamma mín væri ekki kostuð til náms. Hún söng svo vel. — Og aldrei hefi ég heyrt aðra cins kvenmannsrödd og henn- ar Sigríðar systur minnar. — Sjö ára man ég eftir mér vestur á Geirstúni, sem nú er allt byggt. í>ar söng ég „Fríð er himins festing blá“, svo að undir tók i öllum Vesturbænum. — Síðasta sumar- ið sen'i varðskipið „Heimdallur" var hérna, var þar „næstkommanderandi“ Abrahamsen. Þá hafði Helgi Helgason lúðrasveit, sem var jafngömul mér, stofn- uð 1874. Abrahamsen stjórnaði lúðra- sveit „Heimdalls". Helgi gekkst fyrir því, að lúðrasveit Abrahamsens og lúðra- sveit bæjarins héldu „konsert“ saman. Þetta gekk vel. Var feikna aðsókn. Skipsmaður einn átti að spila „sóló“ i Prestakórnum úr „Töfraflautunni" eft- ir Mozart. Ég kom alltaf á undan öllum á æfingarnar. Abrahamsen varð var við það, að ég spilaði einu sinni „sólóna“ að gamni mínu. Hann skipti þá um og lét mig spila hana á „konsertinum“. Þá fékk ég hrós hjá Einari Benediktssyni í Dag- skrá. Svo var haldin veizla fyrir „Heim- dallar“-menn í landi og okkur síðan boðið um borð. Þá spyr Abrahamsen mig, hvort ég vilji ekki sigla með þeim á „Heimdalli". Hann skuli sjá um mig til náms. En ég gat ekki farið. Ég var svo fatalaus þá, að ég átti ekki óbætta flik. Ég kunni ekki við að sigla í bættu görmunum mínum. Magnús landshöfð- ingjasonur talaði síðan við Abraham- sen og sagði mér. að Abrahamsen hefði sagt að hann hefði aldrei fyrir hitt mann með eins mikla músíkhæfileika og Gud- mundsson. En seinna meir fór ég að hugsa um það, að einkennilegt var að nokkrir reykvískir mektarmenn og mús- íkalskir góðkunningjar mínir, sem hlust- uðu á tilboðið um borð i „Heimdalli“, sögðu bara við mig: „Ætlarðu ekki að þiggja þetta? Ætlarðu ekki að fara?“ En þeim datt ekki svo mikið sem i hug að hjálpa mér um flík. Þá var ég átján ára. Ég veit ekki, hvernig ég komst út úr því. í lúðrasveit Helga Helgasonar voru Wickström klæðskeri með trommuna, Gillemann sjálfur, Eiríkur Bjarnason járnsmiður (bassa-bariton), Gísli Finns- son (tenór), Þorsteinn Jónsson járn- smiður (kornet), Hannes Halldórsson (r. tenór, hann var bróðir Gunnþórunn- ar leikkonu), Davíð Heilman prentari (millirödd), Ólafur Hjaltested kaupmað- ur (i.kornet) og Helgi Helgason stjórn- andinn. — Svo var það seinna, að er- lendur eigandi flóabátsins, er þá var hér, bauð mér að fara með sér um haustið til náms. Þá bað pabbi mig með tárin í aug- unum, ef ég væri sonur sinn, að vera kyrr. Kunningi rninn fór en ekki ég. Og glaður er ég og kátur að vera alþýðu- söngvari hér heima í staðinn fyrir að vera kannske galandi framan í heiminum, kunningi fínna stelpna og eiga nokkrar þúsundir. Ég á nóg. Þetta gerir ekkert til. Guð á allar eigur. Það einasta sem ég hefi siglt er til Vestmannaeyja. Var ég þar i einn mánuð og kenndi að spila á lúðra.

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.