blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INWLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö Ferðaþjónustan: Metfjöldi ferðamanna Um 370 þúsund erlendir ferða- menn komu hingað til lands í fyrra samkvæmt samantekt Ferðamála- stofu. Þetta eru um 9 þúsund fleiri ferðamenn en árið þar á undan en þá komu um 360 þúsund ferðamenn til landsins. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma, eða um 57.800. Þar næst voru það Banda- ríkjamenn, sem voru 54.300 og síðan Þjóðverjar 37 þúsund. Þá kemur ff am f samantektinni að auk þessara 370 þúsund ferðamanna komu um 56 þúsund gestir með skemmti- skipum til landsins á sfðasta ári. Kauptilboða leitað í EJS Straumur-Buðarás Fjárfestinga- banki hefur tekið að sér að leita kauptilboða í upplýsingatæknifyrir- tækið EJS hf. samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu í gær. í fréttinni kemur fram að Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS, hafi staðfest að þetta ferli væri í gangi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um söluna sjálfa. Viðar segir að meirihluta- eigandi í félaginu sé tilbúinn til að halda áfram rekstri þess og er með áætlun um rekstur þess til framtíðar. Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að Fjárfestingabanki Straums-Burðaráss sé að kanna hug hugsanlegra kaupenda og er miðað við að þeirri vinnu ljúki í lok mánaðarins. Meirihlutaeig- andi í EJS er félagið Dseta ehf., sem Viðar er í forsvari fyrir, en í eigendahóp þar er Ker ehf.. Hagnaður EJS jókst um 65% á milli áranna 2003-2005 og sagði Viðar að afkoman árið 2005 hafi einnig verið góð. Á síðasta ári var hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) ríflega 7% af veltu eða 250-300 milljónir króna. Alþingi: Trúnaðarkvöð ekki aflétt Stjórnarandstaðan samþykkti að taka við ESA skjölunum með trúnaðarkvöð. Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins vilja sjá skjölin. Trúnaðarkvöð var ekki létt af bréfa- skriftum fjármála- og menntamála- ráðuneytis við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, um hlutafélagavæðingu RÚV, þrátt fyrir ítrekaðar óskir fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Stjórnar- andstaðan telur túlkun ráðuneyt- anna á upplýsingalögum fráleita. Hollvinasamtök Rfkisútvarpsins óskuðu þess í gær að fá aðgang að skjölunum og vilja sannreyna þær fullyrðingar ríkisstjórnarinnar að hlutafélagavæðing Ríkisútvarpsins sé eina færa leiðin. Trúnaðarkvöð illskiljanleg Þingmenn stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd féllust í gær á að taka við ESA skjölunum með trúnaðarkvöð, en ráðuneytin höfðu vísað í 6. grein upplýsinga- laga þar sem kveðið er á um að tak- marka megi aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir hagsmunir krefjist þess. í yfirlýsingu sem þing- mennirnir sendu frá sér í gær kom fram að þeir taki nauðugir viljugir við skjölunum með skilyrði ráð- herranna um almennan trúnað. Hins vegar áskilja þeir sér rétt til almennrar umfjöllunar um efnis- atriði skjalanna. Mörður Árnason, alþingismaður, segir trúnaðarkvöð ráðuneytanna illskiljanlega og seg- ist ekki sjá hvernig almanna heillum sé ógnað með birtingu þeirra en bætir við að þeir muni engu að síður virða trúnaðinn. Þá telur Mörður tregðu ríkisstjórnarflokkanna við birtingu skjalanna skýrast annars vegar af stífni ráðuneyta og hins vegar innbyrðis deilum innan Fram- sóknarflokksins. „Mig grunar að ýmsir í Framsóknarflokknum hafi Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í mennta málanefnd munu skoða hin umtöluðu ESA skjöl um helgina. verið barðir til fylgis við hlutafélaga- formið með þeim rökum að ESA leyfði ekki annað.“ Vilja fá aðgang að skjölunum Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins óskuðu þess formlega í bréfi sem sent var til fjármálaráðuneytisins í gær að fá að aðgang að ESÁ skjöl- unum. Margrét Sverrisdóttir, for- maður Hollvinasamtaka Ríkisút- varpsins, segir að félagið vilji skoða þær forsendur sem hlutafjárvæðing Ríkisútvarpsins byggir á. „Aðalrök ríkisstjórnarinnar fyrir því að Ríkis- útvarpið megi ekki vera séreigna- stofnun, og þurfi að hlutafélagavæð- ast, er vegna einhverra samskipta við ESA. Við viljum bara fá að vita nánar hvaða skilaboð það voru sem komu frá ESA. En það virðist vera erfitt að fá það fram í dagsljósið.“ BlaOiö/SteinarHugi Porrinn gengur í garð Þorrinn hófst í gær á bóndadegi. í Múlakaffi var mikill fjöldi samankominn til að bragða á þorramat og sumir í fyrsta skipti. Þessi erlenda kona hafði aldrei áður bragðað á þessu íslenska hnossgæti og þótti bara mikið til hákarlsins koma. Héraðsdómur: Metur tjón Damons Sérstakur matsmaður var dómkveð- inn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli tónlistarmannsins Damons Albarn gegn fyrirtækinu Hönnun hf.. Damon stefndi á sínum tíma Hönnun hf. fyrir að hafa farið langt fram úr fyrirliggjandi kostnaðar- áætlun við byggingu einbýlishúss sem hann lét smíða fyrir sig. Mats- maðurinn mun hafa það hlutverk að meta það hvort Damon hafi verið í aðstöðu til að takmarka tjón sitt að einhverju leyti. Að því loknu mun málið verða lagt fyrir Héraðsdóm. Héraðsdómur: Bubbi stefnir 365 Fyrirtaka í máli Bubba Morthens gegn 365prentmiðlum og Garð- ari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér og nú, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ákvað Bubbi að stefna útgefanda og ritstjóra blaðsins Hér og nú fyrir ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífsins eftir að blaðið birti forsíðumynd af honum undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn!“. Krefst Bubbi 20 milljóna í miska- bætur og að allur málskostnaður verði greiddur. Önnur fyrirtaka í málinu fer fram í febrúarmánuði en málið verður svo flutt í mars. Gæða sængur og heilsukoddar. 4 Opið vírka daga: 10-18, lau; 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 O Heiðskirt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjaö ✓ ✓ , Rigning, lítilsháttar ✓Rigning Súld Snjókoma ^7 Slydda Snjóél Skúr Amsterdam 07 Barcelona 12 Berlín 02 Chicago -01 Frankfurt 03 Hamborg 02 Helsinki -18 Kaupmannahöfn 0 London 09 Madrid 10 Mallorka 13 Montreal 0 New York 07 Orlando 16 Osló -04 París 07 Stokkhólmur -07 Þórshöfn 08 Vín 04 Algarve 15 Dublin 07 Glasgow 09 /// m / / / /// /// /// * Cf 5' * * ;0 /// "o 5* // / /// /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands // / /// /// * * * 1° ** 2° * 5° 3° A morgun 0 4°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.