blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 VIÐTALI 31 99............................................................. Ég gat aldrei horft á nútímadans án þess að líða eins og það væri verið að pynta mig. Dansaði sig í gegnum óþol fyrir nútímadansi og viðbeinsbrotnaði „Talandi um fornar hugmyndir þá heillaði Kaþarsis pælingin mig lengi vel og út frá henni vann ég eitt mynd- bandið í þessu verki og því síðasta. Aristóteles og Plató áttu að hafa talað um þetta fyrirbæri sem gekk út á að fara með líkamann í gegnum ferli til þess að hreinsa ákveðna spennu. Líkamanum átti að vera skipt niður í skynsemishluta, dýrahluta og græn- metishluta. Svo átti að vera himna á milli dýra og skynsemihlutans og ef það yrði óæskilega mikil spenna þarna á milli þá myndu menn gera eitthvað dýrslegt, sem er jú ekki gott. Til að ná aftur í skynsemina var æskilegt að fara á harmleik og með því myndi maður ná í Kaþarsis, eða hreinsun sem sótti skynsemishlut- ann aftur. Mig langaði til að útfæra þetta á minn hátt og þannig blandaðist það inn í nútímadans sem ég gat aldrei horft á án þess að líða eins og það væri verið að pynta mig. Mér fannst eins og ég þyrfti að skoða þetta betur og fá lækningu við því. Svo ég fór að prófa að dansa nútímadans til að komast yfir þetta en í miðju kafinu viðbeinsbrotnaði ég, er kannski ekki beint lipur... og þegar ég var í spenni- treyjunni fékk ég símtal frá gömlum skólafélaga, henni Ernu Ómars, sem ég hafði ekki hitt í mörg ár. Þá bjó hún í Brussel og var komin mjög framarlega á þessu danssviði í Evr- ópu. Ég fór á sýningu með henni og viti menn... hún hreyfði sig líkt og ég hafði sjálf viljað gera, en viðbeins- brotnaði við tilraunina. í kjölfarið dansaði Erna í verkunum Kaþarsis og Melankólía en í Kaþarsis er hún að reyna að komast úr holdinu sem er svona eins og deig.“ Tilviljanir eða ekki? f vinnuferlinu kringum Kaþarsis og Melankólíu leitaði Gabríela að tónlist sem myndi henta verkinu vel og fýrir tilviljun hittu þær Erna kontrabassa- leikarann Borgar Magnason sem slóst í hópinn og samdi tónlist fyrir verkið. Hún upplifir tilviljanaferli lífsins sem órjúfanlegan hluta frá list- inni. Eitt leiðir af öðru. Finnstþéreinsoglífiðséstundumfyrir- fram ákveðið? „Já, stundum finnst mér það. Stundum verða margítrekaðar tilvilj- anir til þess að mér finnst eins og þær hafi verið settar niður á blað og allt hefur „gerst“ án þess að maður hafi sjálfur haft þar nein áhrif á, nema kannski með því að hugsa um hlut- ina. Maður býr þetta samt til með spennu, von og löngun með áhuga sínum. Allt sem þú hittir er þitt sjálf. Þú sérð ekki það sem þú skilur ekki eða kannt ekki. Gott dæmi um þetta er þegar maður þolir ekki einhverja manneskju sem maður hefur varla hitt og þekkir því minna af eigin raun. Þá er það eitthvað sem þú gerir líka sem er nákvæmlega eins og það sem þessi manneskja gerir. Þetta er eklcert annað en endurhljómur og þess vegna getur maður sjálfum sér um kennt. Maður kyndir undir einhverju sem síðan hleður upp á sig þessum svonefndu tilviljunum og þannig verður til svona mögnuð súpa sem maður einhvern veginn „lendir“ í. Enga sjálfsvorkun! Ertu þá ekki frekar trúuð? „Jú, ég er mjög trúuð á það að maður þurfi að læra að vorkenna ekki sjálfum sér. Maður þarf að læra að hætta að kenna öðrum um. Ég held að þetta sé spurning um að vera ábyrgur fyrir því sem maður gerir. Held að það sé lausnin þó að það að viðurkenna þetta sé vissulega það erfiðasta sem maður gerir. Það er ekki gott að viðurkenna að maður hafi valið rangt og þess vegna hafi þetta farið svona. Það er svo auðvelt að reyna að finna aðra sökudólga, en svo verður það óþægilegra af því það breikkar bilið í þroskann sem maður á að vera að sækjast eftir. Maður verður líka að skoða það sem fer i taug- arnar á manni mjög vel. Stundum á ég samt rosalega erfitt með þetta og það getur tekið mjög langan tíma að viðurkenna hvað er að gerast, en mér finnst það eitt af mest spennandi verk- efnum lífsins... líka að þora að skipta um skoðun! Stundum getur ein ákvörðun sem menn taka verið fyrir þeim í öllum samskiptum. Þegar stoltið er svo mikið að þeir neita að láta af henni eða gefast upp. Þá getur verið nauðsynlegt að kasta af sér vopnunum. Líkt og stofnun sem er búin að finna út einhvern sannleika, en svo þarf hún bara að hrynja til að nýr sannleikur geti tekið við og þrosk- inn haldið áfram“. Fólk er ekki tælt til að horfa á myndlist Nú dettur mér líka í hug fólk sem þykist ekki þola myndlist. Finnst hún óþœgileg, dónaleg og jafnvel eins og hálfgert klám. „Já, það er vissulega til ótrúlega mikið af lélegum málverkum og það er líka til mikið af lélegum myndum. En það er líka til fullt af lélegum bíómyndum og það finnst engum neitt að því að horfa á vonda bíómynd af því menn eru svo vanir að skella sér í bíó. En um leið og þetta er myndbandsverk verður það skrítnara og óþægilegra. Fólki finnst eins og það sé verið að trufla sig og gera grín að sér með þessu. Það er heldur ekkert gert til að tæla áhorfandann heldur er myndlistaverkið bara hugmynd sem listamaðurinn framkvæmir. Tælingin gengur ekki út á að neyt- andinn sé minntur á myndlistar- sýninguna með stórum auglýs- ingaskiltum eða hitaður upp með útvarpsauglýsingum þar sem bassa- þung rödd minnir á að eftir fimm vikur byrji sýning með Gabríelu Friðriksdóttur í Listasafni Reykja- víkur. Tilgangur myndlistar er ekki alveg viðurkenndur hjá öllu samfé- laginu ennþá en viðhorfið er alltaf að breytast og nú er maður farinn að heyra raddir sem telja listir sem eina af sneiðum þjóðartertunnar, sem var ekki gert áður. Fólk er að byrja að átta sig á að þetta er fag sem á sér sinn stað í samfélaginu, líkt og til dæmis íþróttir. Hrein- lega það sem ákveðinn hópur fólks vinnur við og lifir á og fórnar sér í og þjáist fyrir en hefur oft gaman að. Jafnvel er myndlistin það eina sem sumir geta hugsað sér að gera líkt og að vilja bara verða læknir eða lög- fræðingur,“ segir Gabríela að lokum, stendur upp, setur á sig loðhattinn og brosir svo að glittir í gullið. Þess má geta að á morgun, sunnu- daginn 22. janúar, klukkan 15:00 verður Gabríela með leiðsögn um sýninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.