blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 42
42 i barnaefni LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö ■ Heimur dýranna Dýr vikunnar Krummi krunkar úti Hrafninn er skrítinn og skemmtilegur fugl Krummi er skemmtilegur fugl. Hann er líka mjög gáf- aður. I gamla daga voru margir sem héldu að hrafnar byggju yfir forspárgáfu, og þannig væri hægt að lesa í flug þeirra og hegðun og túlka út frá því hvað myndi gerast í framtíð- inni. Sagan segir að Hrafna-Flóki hafi tekið með sér þrjá hrafna þegar hann sigldi fyrst til íslands og hafi þeir vísað honum leið. Einnig er sagt að hrafnarnir Hug- inn og Muninn hafi setið hvor á sinni öxl Óðins og flutt honum fregnir hvað- anæva að úr heim- inum. Huginn þýðir hugur og Muninn hönd. drepist. y i maki kemur því aðeins til ef sá fyrri hefur Krummi leitar oft eftir æti í borgum og á bæjum og sumir segja að guð launi fyrir hrafninn sem þýðir að það borgi sig að gefa honum að borða. Hann gerir sér oft- ast hreiður í klettum eða þar sem erf- itt er að komast að og safnar sér alls kyns rusli til hreiðurgerðarinnar: Þangi og hrísi eða jafnvel járnarusli, en svo setur hann eitthvað mýkra undir eggin eins og til dæmis ull eða mosa. Hrafninn er oft fyrstur fugla að verpa en það er venjulega í byrjun apríl. Hann verpir 4-7 eggjum, blá- grænum eða grænleitum með brún- leitum yrjum. Einungis kvenfuglinn liggur á en bæði ala önn fyrir ung- unum. Hrafninn er algjör staðfugl. Hann er mjög trygglyndur og parar sigyfirleitt aðeins einu sinni á ævinni. Rödd hrafnsins er breytileg þótt krunkið sé kunnast. Lengd hrafnsins er um 62-66 cm og þyngd 1,2 -1,7 kg. Vænglengd er um 44 cm. Hann er spörfugl þó margir telji hann frekar ránfugl, enda er hann stærstur allra spörfugla og vígalegur að auki. Einn elsti hrafn sem vitað er um bjó hjá mönnum og varð 69 ára. Ef hrafnar eru teknir sem ungar úr hreiðri má temja þá og eiga sem gæludýr og það tíðkaðist oft hér í gamla daga og úti á landi. Þá þekkir Krummi eiganda sinn og gegnir honum eins og um hund væri að ræða. Þá má líka temja til að gera alls konar kúnstir eins og til dæmis drekka úr flöskum, tala nokkur orð ogleysaskóreimar. Krummi svaf í klettagjá kaldri vetrarnóttu á, verður margt að meini. Fyrr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini. Allt er frosið úti gor, ekkert fæst við ströndu mor svengd er metti mína. Ef að húsum heim ég fer heimafrakkur bannar mér seppi' úr sorp að tína. Á sér krummi ýfði stél, einnig brýndi gogginn vel, flaug úr fjalla gjótum. Lítur yfir byggð og bú, á bæjum fyrr en vakna hjú; veifar vængjum skjótum. Sálaður á síðu lá sauður feitur garði hjá fyrrum frár á velli. Krunk, krunk! nafnar, komið hér, krunk, krunk! því oss búin er krás á köldu svelli. Jórt Thoroddsen Skemmtileg vísa Þessar vísur voru amma þín og afi látin læra utan bókar þegar þau voru krakkar og það er alveg pottþétt að mamma og pabbi kunna að minnsta kosti eina eða tvær setningar úr henni. Plataðu nú foreldra þína til að taka lagið með þér, já... eða ömmu og afa. Heilræðavísur Ungum er það allra best að óttast Guð, sinn herra, þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym velæruþína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita, varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst. sem ekkert gott vill læra. Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur,sem þrjóskast við að læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur, leikþéreiúrmáta; varast spjátur, hæðni, hlátur, héimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja; umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja Hallgrímur Pétursson 1614-1674 Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns ... og næsta sunnudag, 22. janúar kl. 15, verður myndbandið Bangsímon og Fríllinn sýnt í barnadeildinni á 2. hæð. Ef þú vilt ekki horfa á myndband getur þú lesið nýju bækurnar eða þær gömlu, spilað eða bara látið fara vel um þig. hb BORGARBÓKASAFN REYKJAVlKUR Tryggvagötu 15, Reykjavík Sími 563 1717 - www.borgarbokasafn.is Falleg prínsessa Litaðu þessa fallegu prinsessu og notaðu litina sem þér finnast flottastir! Hafðu samband: krakkar@vbl.is eða Krakkaumljöllun, Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Dragðu lfnu á milli punktanna og athugaðu hvað kemur í ljós!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.