blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 26
26 I TILVERAN
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö
MHalldóra hugsar upphátt
Sukk og svínari sem selur...
Mér hefur lengi verið hugleikin markaðssetning á íslensku
raunveruleikasjónvarpi en slíkir þættir hafa birst á öldum
ljósvakans í síauknum mæli. Ég hef velt því fyrir mér hvers
lags samfélag við erum að verða hvað þetta varðar og get eig-
inlega ekki setið á mér varðandi athugasemdir um þetta.
Ekki nóg með að við séum búin að gefa mislukkuðum
pörunarþáttum eins og Djúpu lauginni, lslenska piparsvein-
inum og Ástarfleyinu byr undir báða vængi heldur erum við
nú farin að gefa grænt ljós á sukk-og djammþætti hvers konar.
Þetta er þróun sem ég hef miklar áhyggjur af og horfi með
hryllingi til. Það er ekki laust við að maður spyrji sig hvort
ekkert sé um að vera hjá ungu fólki í dag annað en slúðurblöð,
grátbroslegir kossaleikir og dillandi dúkkulísur. Ég meina,
er ekkert annað á takteinunum hjá þjóðfélagsþegnum í dag?
Þvílík og önnur eins úrkynjun... maður bara hváir yfir þessu
öllu saman og finnst í raun að sér vegið í alla staði. Þessi
óspennandi sukkpödduvæðing er farin að lita alla samfélags-
umræðu og senn fer að líta út eins við höfum öll
tapað áður áskotnuðum vitsmunum.
Hvernig er það, er með öllu bannað að fjalla um
aðra menningarlegri hluti eða markaðssetja sjón-
varpsefni sem hæfir eðlilegu fólki? Þið verðið að
fyrirgefa, en þá kýs ég nú heldur hana Sirrý vin-
konu okkar í Fólki. Hún kappkostaði þó ekki að
pússa saman fólki eða hella í sig nógu mörgum
brennivínsstaupum á börum bæjarins í beinni.
Án þess að ég vilji beina spjótum mínum
að ákveðnum þáttum sérstaklega eða draga í
drullupollinn einhverja einstaklinga, verð ég þó
að lýsa yfir óánægju minni með þetta. Þegar öllu
er á botninn hvolft erum við að gera lítið úr okkur
sjálfum og lýsa yfir skorti á heilbrigðri hugsun,
sem eflaust er til staðar. Ég persónulega kæri mig
í það minnsta ekki um að flugeldasýning
sem þessi nái á einhvern hátt að endur-
spegla þorra ungs fólks í dag - enda held
ég að það stígi mun fleiri í vitið en það
sem lítur nú út fyrir að vera. Það sem
einhvern tímann kann að vera fyndið
og forvitnilegt missir marks þegar
fram í sækir enda hefur allur vitleys-
isgangur sinn líftíma í litlu samfé-
lagi sem okkar - eða það ætti í það
minnsta að vera svo.
Sýnum sjálfum okkur tilhlýðilega
virðingu og gefum áframhaldandi
þróun sem þessari reisupassann.
Halldóra Þorsteinsdóttir
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Ertu skemmtanafíkill?
m % s % m » r * t * ■
Reiknaðu út stigin:
Skemmtanalífið er eitthvað sem
heillar marga og oft hefur því
verið haldið fram að þeir sem
það stunda séu mikið gefnar
fyrir sopann, en það þarf hins
vegar ekki að vera. Sumir eru
hreinlega mikið fyrir að vera
meðal fólks og skemmta sér,
burtséð frá því hvort vín er haft
um hönd eða ekki. Þetta fólk er
yfirleitt afar hresst og sækir í
samkomur þar sem margt er um
manninn og tilstand hvers konar.
Þreyttu prófið og þú getur kom-
ist að raun um hvort þú sért þessi
dæmigerði skemmtanafíkill, sem
hefur þörf fyrir að fara mikið út
á lífið, eða rólegheitamanneskja
sem kýs frekar sjónvarpið og
sófann.
1. Mætirðu yfirleitt í allt
sem þér er boðið í?
a) Já - alveg hikstalaust. Ég vil
helst ekki missa af neinu.
b) Nei, ég vel út það sem ég vil
sækja og læt annað lönd og leið.
c) Nei, mér er ekkert rosalega
vel við að fara á svona samkomur
einhverjar.
2. Hefurðu þörf fyrir að
vera mikið í kringum fólk?
a) Það er svosem fínt að hitta
skemmtilegt fólk endrum og eins
en ég get hins vegar alveg verið án
þess.
b) Nei, ég eiginlega þoli bara ekki
að vera innan um mikið af fólki.
c) Já, ég hef mjög gaman af
skemmtilegu fólki og kann vel við
mig í stórum hópi.
3. Ferðu út á lífið flestar helgar?
a) Nei, það gerist frekar sjaldan.
b) Eiginlega allar helgar, já.
c) Bara þegar eitthvað stendur til,
afmæli eða þess háttar.
4. Ertu vel með á nótunum
hverju sinni um hvað er
að gerast hér og þar?
a) Ég er yfirleitt með allt slíkt á
hreinu og missi auðvitað ekki af
neinu.
b) Nei, ég veit aldrei hvað er um
að vera...
c) Maður veit sitthvað um það, en
hins vegar er maður ekkert að leita
partíin uppi endalaust.
5. Líðurþérvel þegar rólegheitin
ráða ríkjum heilu helgarnar?
a) Nei, ég hreinilega þoli ekki
slíkar helgar - ég verð að hafa eitt-
hvað fyrir stafni.
b) Já, það er svosem ágætt, en
getur verið leiðingjarnt til lengdar.
c) Slíkar helgar eru æðislegar...
Ég vildi helst að þær væru allar
þannig.
6. Þurfa vinirnir yfirleitt að
draga þig út úr húsi þegar eitt-
hvað skemmtilegt er að gerast?
a) Já, það er oftast þannig. Ég á
sjaldan frumkvæði að einhverju
útstáelsi...
b) Nei nei, það er óþarft. Yfirleitt
er ég til í hvað sem er.
c) Ég er kannski ekki þekkt/ur
fyrir það, en það kemur fyrir stöku
sinnum.
7. Þarftu nauðsynlega að hafa
eitthvað til þess að hlakka til?
a) Já, annars er ég alveg
ómöguleg/ur.
b) Nei nei, það er allt í lagi að hafa
stundum ekkert á dagskránni.
c) Það er kannski ekki nauðsyn-
legt, en óneitanlega er skemmti-
legra að geta hlakkað til einhvers.
8. Hvort kýstu heldur dans-
leik á Broadway eða spólu,
popp og kók í stofunni?
a) Dansleik, án efa.
b) Spólan og poppið heillar eigin-
lega meira, ef satt skal segja.
c) Það fer bara eftir hvaða stuði ég
erí...
i. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig
2. a) 2 stig b) 1 stig c)4 stig
3. a) 1 stig b)4 stig c)2 stig
4. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
5. a)4stig b) 2 stig c) 1 stig
6. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig
7. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
8. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig
0-8 stig:
Það verður seint sagt um þig að þú sért
gefin/nn fyrir skemmtanalífið enda
kíkirðu afar sjaldan út á lífið. Rólegheit
f faðmi fjölskyldu eða einsamall/ein-
sömul trónir á toppnum yfir eftirlætis
laugardagskvöld hjá þér og eflaust er
þér illa við að vera f kringum mikið af
fólki á sama tíma. Þetta er svo sem gott
og gilt, en þú ættir kannski að leyfa þér
að fara aðeins meira út úr húsi þegar eitt
hvað skemmtilegt er í gangi og reyna
að njóta þess að skemmta þér f góðum
hópi.
9-20:
Þú ert eflaust eins og flestir; hefur gam-
an af að skemmta þér með góðu fóiki en
kannt Ifka vel við þig heima f stofu. Þú
kannt svo sannariega að skemmta þér
og átt vafalaust ófáa vini sem hafa upp
á ýmislegt að bjóða hvað veislur og ann-
að slíkt varðar. Þú ert á ffnu róli hvað
þetta varðar og kannt að velja og hafna
þegar kemur að boðum eða öðrum
herlegheitum.
21-32:
Þú ert eiginlega bara alltaf til f tuskiðl
Eflaust þekkirðu ógrynni af fólki og
um flestar helgar er eitthvað skemmti-
legt að gerast. Auðvitað er gaman að
skemmta sér og hafa gaman af lífinu en
flestum er nauðsynlegt að slaka stund-
um á og vera heima. Það er Ifka ekki
gaman að sækja öll partf sem f gangi eru
enda verða þau smátt og smátt leiðinleg
og ekkert stendur upp úr. Einnig er ekki
gott að leita uppi samkomurnar og
verða á endanum spennufíkill - það er
allt í lagi að hafa stundum ekkert fyrir
stafni og þú getur eflaust lært að vera
ein/n með sjálfri/sjálfum þér.
• Vaxtarmótarinn styrkir,fegrar og grennir líkamann
• Árangurinn verður skjótur og áhrifaríkur
• Vaxtarmótarinn mótarallan líkamann,arma,brjóst,
mitti, kviðvöðva mjaðmir,og fætur
Fresía ehf, pöntunarsími; 565 9755,Vef-pantanir: www.ubefit.is