blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 l 25 99............................................................ Ég hefaldrei skipt mér afneinu sem hefur verið skrifað um mig nema það sé hrein og klár lygi. Fréttin „Bubbi er fallinn" var lygi sem skaðaði mig, hefði getað haft áhrifá lífsafkomu mína og var mikið áfall fyrir aðstandendur." Er þetta yfirskilvitlegur hœfileiki? „Ég veit það ekki. Þetta gæti jafn- vel verið fötlun en þá er þetta kær- komin fötlun því hún auðgar líf mitt. Það er þvílíkt gaman að þessu.“ Þú hefurgengið miklaþroskaleið í líf- inu af ekkiýkja gömlum manni. Ertu í eðlinu sá sami eða ertu breyttur maður? „Ég er ekki sami maður og ég var fyrir ári. Þeir sem segja að þeir séu sami maður og fyrir tuttugu árum skynja ekki lífið og vita ekki hvað það er. Við erum á stöðugri hreyf- ingu, í stöðugri endurnýjun, bæði líkami og hugur, þannig að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég sé sá sami og ég var fyrir ári síðan. Þess vegna er ég svo óhræddur við að segja: }á, ég hafði þessa skoðun fyrir hálfu ári en núna hef ég allt aðra skoðun Sem ungur maður var ég harður anarkisti en ég dag er ég hægri krati. Smekkurinn hefur líka breyst. Oft þegar ég ætla mér að horfa á gamla bíómynd, sem mér fannst frábær fyrir tíu árum síðan, þá virkar hún ekki. Myndirnar sem virka ennþá eru gamlar svarthvítar myndir með Cary Grant sem ég horfði á sem krakki og elska ennþá. Mér finnst Marlene Dietrich líka alltaf jafn falleg." Á tímabili varstu í drykkju og dóp- neyslu. Varstu einhvern tíma kom- inn aðþvíað deyja. „Nei, ég held ég hafi ekki verið ná- lægt því að deyja. Ég er lífsþyrstur maður. Ég var í daglegri neyslu í 17 ár og komst út úr henni. Ég þarf ekki lengur að vera í þeirri skotgröf en það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti yfirgefið þann vígvöll. Ég er alkohólisti og með mein sem ég get ekki fengið frelsi frá nema vegna andlegrar vakningar. Eflaust er ég heppinn því frá 1980 hef ég ekki tölu á þeim vinum og kunningjum sem eru látnir.“ Rétttrúnaður of fyrirferðarmikill Nú kvartar fólk, sem vill hafa þig á ákveðinn hátt, undan því að þú sért búinn að láta af róttœkni ogsért orð- inn peningahyggjumaður. „Dr. Gunni var að kvarta undan því um daginn að ég keyrði um á jeppa og hefði fengið fyrirfram- greiðslu út á höfundarrétt minn hjá Sjóvá. Ef hann hefur hlustað á plöturnar mínar gegnum árin þá ætti hann að hafa tekið eftir því að ég er eini núlifandi tónlistarmaður- inn sem syngur um samfélagsleg vandamál og pólitík. Ekki er lengra en vika síðan ég samdi lag um fárið í kringum DV. Fyrir nokkrum vikum söng ég í Háskólabíó um Baugsmiðla- stríðið og græðgisvæðinguna. Ég held að menn sem væla svona viti ekki hvað þeir eru að tala um. Þetta er fólk sem hefur ekki hæfileika til að þroskast og breytast og þegar það uppgötvar að eitthvað er að en getur ekki skilgreint vandamál sitt þá gerir það mig að vandamáli." Þú ert óhrœddur við að segja skoð- anir þínar. Finnst þér of mikið um rétttrúnað íþjóðfélaginu? „Við búum í þjóðfélagi þar sem of mikið ber á rétttrúnaði. Tökum dæmi. Biskup sagði að kirkjan þyrfi aðlögunartíma gagnvart samkyn- hneigðum. Þýðir það að hann sé fullur af fordómum? Nei. Viðbrögð samkynhneigðra sýna hins vegar að þeir eru fullir af fordómum gagn- vart biskupi. Má biskup ekki vera á annarri skoðun en þeir? Ef ég væri mótfallinn því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband væri ég þá fordómafullur? Nei, ég væri bara á annarri skoðun en margir aðrir og hefði fullan rétt til þess. Við eigum að fara varlega í að útmála fólk sem er fullt af fordómum vegna þess að það hefur aðra skoðun en við. Orð biskups koma fordómum ekkert við. Þetta segir ég, sem hef fullan skiln- ing á baráttu samkynhneigðra og hef mikla samúð með þeim, sem og öllum þeim sem ekki búa við sömu kjör og aðrir i þjóðfélaginu. En rétt- trúnaður er orðinn ansi fyrirferðar- mikill, því miður.“ Lygi og umfjöllun Þú hefur mikið fjallað um einkalíf þitt í textum þínum. Ertu þá ekki um leið að gefa fjölmiðlum leyfi til að fjalla um sjálfan þig og einkalífþitt? „í tuttugu og fimm ár hef ég ekki skipt mér af umfjöllun um sjálfan mig. Ég hafði engin orð um það þegar birt var forsíðufrétt með fyrir- sögninni: „Eiginkona Bubba hélt framhjá honum". Ég hringdi ekki í DV og kvartaði undan því þegar forsíðan var lögð undir skilnað okkar hjóna. Ég hef aldrei skipt mér af neinu sem hefur verið skrifað um mig, nema það sé hrein og klár lygi. Fréttin „Bubbi er fallinn" var lygi sem skaðaði mig, hefði getað haft áhrif á lífsafkomu mína og var mikið áfall fyrir aðstandendur. Ég er opinn, heiðarlegur og óhræddur við að tjá mig. Blaða- menn vita að þeir hafa aldrei þurft að toga neitt út úr mér með glóandi töngum og ég breyti yfirleitt aldrei viðtölum. Viðtöl eru „performance". Það er algjör misskilingur að ég sé mótfallinn því að blöð fjalli um mig. Þegar ákveðinn blaðamaður var spurður að því í sjónvarpsviðtali hvernig hann réttlætti fyrirsögnina „Bubbi er fallinrí' og fyrirsögnina um fyrrverandi eiginkonu mína þá svaraði hann: „Bubbi hefur komist upp með það að misnota fjölmiðla í 25 ár“. Mér brá þegar ég heyrði þetta. Ef blaðamaður notar þetta sem rétt- lætingu til að ljúga upp á mig þá er eitthvað mikið að. En hann gróf sína eigin gröf.“ Nú veit égað margir viljafá að heyra þína hlið á skilnaði þínum. „Ég ræði hann ekki. Hann er ekki til umræðu. Þannig er það bara.“ Uppgjöfin og trúin Þú segist vera maður sem tekur sífelldum breytingum. Hvað með ástina? Elskarðu áfram þá sem þú elskaðir einu sinni eða hœttirðu að elska þá. „Eitt er að vera ástfanginn, annað er að elska. Maður tekur ákvörðun um að elska og maður tekur líka ákvörðun um að hætta að elska. En að verða ástfanginn er nokkuð sem maður ræður ekki við. Mér þykir vænt um flest fólk. Ef mér þykir ekki vænt um það bið ég fyrir því og bið um að mér muni þykja vænt um það. Ég hef margoft beðið fyrir ónefndum blaðamanni á DV og að ég muni öðlast það frelsi að geta þótt vænt um hann. Allir mínir sigrar fel- ast í uppgjöf.“ Hvað áttu við? „Þetta er mjög einfalt. Um leið og þú gefst upp sigrarðu og það getur fært þér gæfu. Því meira sem menn rembast við og neita að gefast upp því lengur framlengja þeir þjáningu sína og vanlíðan. Uppgjöf er stórlega vanmetið fyrirbæri. Ég held að besta og stórkostlegasta dæmið sé Jesús þegar hann kenndi mönnum að bjóða hinn vangann. Ef það er ekki uppgjöf veit ég ekki hvað uppgjöf er. í slíkri uppgjöf felst sigur. Uppgjöf fær þig oftar en ekki til að bregðast við og gera eitthvað í málum. Það er ákveðin skynsemi í uppgjöf.“ Þú hlýtur að vera trúaður maður, annars myndirðu ekki tala svona. En þú hefur ekki alltafverið trúaður? „Jú, ég hef alltaf verið það en um tíma eyddi ég miklum tíma í að sann- færa mig um að ég væri ekki trúaður. Það er tilgangslaust að rökræða trú. Það hefur heldur engan tilgang að skilgreina trú. Trú erpersónuleg upp- lifun og stórlega vanmetin, eins og uppgjöfin. Menn ráða því hvort þeir trúa eða trúa ekki. Trúlaus maður er að vissu leyti fátækur maður. Ég er trúaður, mér finnst það mjög gott og það veitir mér mikla lífsfyllingu.“ kolbrun@vbl.is Utsölulok Utsölunni lýkur um helgina! . Rýmingarsala, margar vörur á kostnaðarverði. byggt búið , , Kringlunni Smaralind 568 9400 554 7760 Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.