blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 6
6 I IMNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaAÍ6
Metþátttaka í borg-
aralegri fermingu
Fjölmenningarlegt samfélag kallar á lífs-
skoðunarfélag eins og Siðmennt
,í ár hafa 130 börn verið skáð til
borgaralegrar fermingar, en það er
40% auking frá því í fyrra," segir
Hope Knútsson, formaður Sið-
menntar, félags siðrænna húman-
istaáIslandi. Vegnaþessarar miklu ivWv*lÍV/ M,
þátttöku hefur Siðmennt ákveðið að í I á
halda sérstakt undirbúningsnám- MjJf - J JK
skeið á Akureyri fyrir þá sem þar
búa. „Undanfarin ár hefur Siðmennt
haldið helgarnámskeið fyrir þátttak-
endur úti á landi en nú verður hetm-
ingur námskeiðsins haldinn á Akur-
eyri, en börnin koma til Reykjavíkur
í sjálfa athöfnina. Þetta sparar þátt-
takendum á landsbyggðinni ferðir.
Fyrsta borgaralega fermingin var
haldin hér á landi árið 1989 og hefur
fólk af landsbyggðinni tekið þátt í
þó nokkur ár. Reglan er sú að ef að
12 fermingarbörn eru skráð frá sama
svæði sendum við fólk þangað til að
fræða.“ Hope segir að vegna auk-
innar þátttöku verði tvær athafnir
haldnar í ár.
Frá borgaralegri fermingu í Háskólabíói
árið 2003
Aukinnar Qölbreytni er þörf
Hope segir að í fermingarfræðslu
Siðmenntar sé fjallað um mann-
leg samskipti og að taka ábyrgð á
skoðunum sínum og hegðun. „Það
getur verið erfitt að vera unglingur
í neyslusamfélagi og í fræðslunni er
farið inn á samskipti kynjanna og
forvarnir vímuefna. Þetta eru þeir
liðir sem okkur hefur fundist vanta
í skólakerfið."
Hope segir einnig erfitt fyrir börn
á fermingaaldri að strengja heit til
lífstíðar, líkt og gert er í fermingu
þjóðkirkjunnar. „Börn á þessum
aldri þurfa að fá meiri fræðslu,
þroska og þekkingu til að geta mótað
sér skoðanir til langs tíma, og í ferm-
ingu Siðmenntar þurfa ungmennin
ekki að staðfesta trú á eitthvað sem
þau eru ekki viss um.“
Hope segir að Siðmennt hafi
ekki sömu stöðu og trúfélög
hér á landi og geti því ekki
rukkað sóknargjöld sem
myndi efla þjónustu
félagsins. „í Noregi
hefur systurfélag
Siðmenntar þessi
réttindi, en það
hefur verið
starfrækt
síðan 1981
og hefur 70
þúsund fé-
lagsmenn í
yfir 100 bæj-
arfélögum. 1
heimalandi
Hope, Banda-
ríkjunum, eru
manndóms-
vígslur tíðkaðar
hjá húmanistafé-
lögum, líkt og
Siðmennt.
Hope segir að tsland
sé orðið fjölmenningarlegt
samfélag og að það kalli á fjöl-
breyttari lífskoðunarfélög á borð
við Siðmennt.
Laun alþingismanna lækka aftur í febrúar eftir tímabundna hækkun í janúar.
BlaliS/Frikki
Alþingi:
Úrskurður
kjaradóms afnuminn
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
afnám úrskurðs kjaradóms frá
því í desember, þar sem kveðið
var á um launahækkanir
þingmanna og æðstu
embættismanna þjóð-
arinnar, var sam-
þykkt á Alþingi í
gær. Stjórnarand-
staðan kaus að
sitja hjá eftir
að breytingar-
tillaga þeirra
hafði verið
felld.
26 greiddu
atkvæði með
frumvarpinu
Frumvarpið
var samþykkt
og afgreitt
sem lög með 26
atkvæðum þing-
manna stjórnarflokk-
anna, en 17 þingmenn
stjórnarandstöðunnar
kusu að sitja hjá. Með þessu
mun úrskurður kjaradóms frá
19. desember síðastliðnum, þar sem
m.a. var kveðið á um 8,16% hækkun
launa þingmanna og 6,15% hækkun
launa forseta Islands, ganga til baka.
Þess í stað munu laun hækka um
2,5% frá og með 1. febrúar næstkom-
andi. Stjórnarandstaðan lagði fyrr í
gær fram brey tingartillögu við frum-
varpið, þar sem lagt var til að öll
launahækkun gengi til baka, þ.á.m.
þau 2,5% sem taka gildi við næstu
mánaðamót. Sú tillaga var felld með
26 atkvæðum gegn 18.
Ekki á móti frumvarpinu
Ögmundur Jónasson, alþingismaður,
segir að með því að sitja hjá hafi
stjórnarandstaðan ekki verið að
lýsa því yfir að hún væri á móti frum-
varpinu sem slíku. „Við lögðum til
að ákvörðun kjaradóms komi ekki á
nokkurn hátt til framkvæmda. Við
lögðum jafnframt til að fyrir miðjan
marsmánuð yrði búið að ganga frá
nýju ákvörðunarferli um launakjör.
Það tókst ekki að skapa þverpólit-
íska samstöðu um þessa nálgun
og okkur þótti því rétt að stjórnin
tæki ein ábyrgð á sinni tillögu. Við
vildum samt ekki bregða fæti fyrir
að málið næði fram að ganga því
þegar á heildina er litið erum við að
reyna ná svipuðum markmiðum."
Viðskipti:
Avion Group á flug í Kauphöllinni
Bréf í fyrirtækinu Avion Group
hækkuðu um 18,3% á fyrsta degi
fyrirtækisins í Kauphöll íslands.
Mikil viðskipti voru með bréf í fyrir-
tækinu alveg frá opnun markaðar í
gærmorgun.
Mikfll áhugi Qárfesta
Það var ljóst alveg frá opnun mark-
aðar að mikill áhugi var meðal fjár-
festa og bara á fyrsta klukkutíma
áttu sér stað um 400 viðskipti með
bréf í fyrirtækinu fyrir tæplega 2,5
milljarða. I lok dags höfðu bréfin
hækkað um 18,3% frá útboðinu og
fór gengi þeirra frá 38,3 upp í 45.3
með heildarviðskipti upp á 3,3 millj-
arða króna. Markaðsvirði fyrirtækis-
ins er nú rúmir 80 milljarðar.
MagnúsStephensen.framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunarsviðs Avion
Group, var að vonum ánægður með
útboðið. „Við erum fljúgandi glaðir.
Við vissum að þetta fyrirtæki átti
mikið inni og á mikið inni. Þetta
sýnir það og sannar að við höfum
tiltrú fjárfesta sem deila þeirri sýn
með okkur og hafa trú á þessu.“
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Islands, bauð Avion Group formlega velkomið í
Kauphöllina á sérstökum blaðamannafundi I gær. 27 fyrirtæki eru nú skráð í Kauphöll-
ina og er Avion það áttunda stærsta.
JJinar vinsælu
barna-afmæliskökurnar
færðu bjá okkur
Spiderman, Barbie, Bratz,Harry Potter, ofurhetjurnar,
Bangsimon, Litla hafmeyjan, Svampur Sveinsson og
margarfleiri Disney fígúrur.
Þú getur séð fleiri myndir inn á:
www.kokubankinn.is
Opnunartíminn er sem hér segir:
Mánud.til föstud. Kl.7.30 - 18.00
Laugardag KI.8.00-16.00
Sunnudag kl.9.00 -16.00
g|Kökubanklnn
Iðnbúö 2 - Garðabæ - sfmi: 565 8070