blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 28
28 I HEXMXLI
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö
Blóðrautt sólarlag á vegginn
Tískan fer í hringi eins og allir
vita. Fyrir nokkrum árum hefði
varla nokkrum manni dottið i
hug að setja upp veggfóður heima
hjá sér en í dag er þetta orðin álit-
legur valkostur við híbýlaprýði.
I dag má fá ágætis úrval af flottum
veggfóðrum í málningarverslunum
(sérstaklega spennandi möppur er
að finna hjá Slippfélaginu) en á Net-
inu er úrvalið enn meira. Vefsíðan
www.wallpaperstore.com býður
upp á ógrynninn öll af alls konar
veggfóðrum en þar má einnig finna
annars konar veggfóður sem heita á
ensku „murals“, eða veggmyndir.
Vaknaðu inni í skógi
Veggmyndirnar eru af ýmsum toga
og ættu flestir að finna eitthvað við
sitt hæfi, nóg er úrvalið. Á wallpa-
perstore.com finnur þú m.a. himna-
myndir, heimskort, frelsarann og
lærisveina hans, fiska, fjallasýn,
skóga, fossa, New York um nótt,
hvítar strendur, sólarupprás, sólar-
lag og jafnvel málverk eftir Gustav
Klimt sem dekka heilan vegg.
Svona veggmyndir geta lífgað
mikið upp á stóra, tómlega veggi. benda á lausnir eins og til dæmis
að líma það fyrst á þunna MDF
plötu sem síðan er negld upp. Það
fer samt eftir stærð veggjarins, því
svona lausn myndi tæpast reynast
vel á mjög stórum vegg. Best er að
sýna bara djörfung og hug og smella
þessu beint á steypuna.
Mældu vegginn
Áður en þú kaupir þér drauma
veggmyndina skaltu mæla vegginn
þinn og bera stærð veggmyndar-
innar við plássið sem þú hefur til að
www.wallpaperstore.com
er líka með góðar leiðbein-
ingar um undirbúning og
uppsetningu. Sumir hræð-
ast að setja upp veggfóður
eftir að hafa einu sinni
kroppað það af með
rúðusköfu, blóði,
svita og tárum.
En þetta er
ástæðulaus
ótti þar sem
veggfóður-
slím hafa
þróast mikið
frá sjötta ára-
tugnum, eða
þegar síðasta
veggfóðurs-
tískubylgja reið
yfir.
Sýndu kjark
Fyrir þá sem treysta sér
samt alls ekki til að líma
veggfóðrið beint á vegginn má
Hvern langar til dæmis ekki til að
vakna inni í dimmgrænum skógi
við niðinn frá tærum fossi? Hvaða
skiptinema, sem hefur einu sinni
búið í New York, langar ekki til að
rifja upp góðar minningar á meðan
hann horfir á gríðarstóra, fallega
mynd af heimsborginni?
Hvernig hengir maður
veggfóðrið upp?
Að hengja upp veggfóður er ekki eins
erfitt og það lítur út fyrir að vera.
Leiðbeiningar um það má finna
víða, til dæmis á bókasafninu
eða á Netinu Heimasíðan
hengja hana upp. Gerðu
líka ráð fyrir hurðum eða
öðru sem gæti verið á
veggnum (þó að vegg-
mynd sé alltaf flott-
ust á hreinum vegg).
Til þess að komast
að því hvort vegg-
myndin passi er
upplagt að fara á
vefsíðuna www.
onlineconversion.
com. Þar getur þú
fengið allar stærðir
í metrum og senti-
metrum, en þar
sem wallpaperstore
er amerísk netverslun
eru stærðirnar í fetum og
tommum.
margret@bladid.net
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík
Þorrablót
Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu
laugardaginn 28. janúar 2006.
Blótið hefst kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.00.
Blótstjórn verður í höndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
leiðtoga borgarstjórnarflokksins og heiðursgestur verður
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars stórsómarnir Eyjólfur
Kristjánsson og Stefán Hilmarsson, fjöldasöngur, minni
karla og kvenna, happdrætti o.fl. o.fl. Blótinu lýkur með
dansleik þar sem hljómsveitin Snillingarnir halda uppi
stuðinu.
Miðasala í Valhöll, sími 515 1700. Miðaverð kr. 4000
Hittumst hress í góðra vina hópi.
Þorrablótsnenfdin
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavik
sími 515 1700 www.xd.is
6. - 20. apríl
13. - 27. apríl
7. -21. september
Maraþon á Kínamúrnum
16. - 28. maí
Silkileiöin í Kína
14. júní - 2. júlí
Verð 262.000 kr. á mann ítvíbýli .aiitinnifaiið!
Nánari upplýsingar í síma 5?0 2790 eða á www.baendaferdir.is
KYNNTU Pfli SIÍRFtRUlR FERÐAPJÓNUSTU BÆNDA
Mk
^www.baendaferdir.is S: 570 2790 ferðaþjónusta bænda BÆNDAFERÐIR ^