blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 30
30 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaðiö
Það er sérstök tilfinning að ganga inn í sýningarsal fyrstu hœðar Listasafns Reykjavíkurþar sem
Gabríela Friðriksdóttir hefur komiðfyrir innsetningarverki sínu -Versations/Tetralógía.
Orðabók Gabríelu
Slík örvun mætir skilningarvitunum að ekki verður hjá
því komist að verðafyrir sterkum áhrifum. Heysáta gefur
af sér sæta angan, upphleyptar myndirnar á veggjunum
virka þannig að mann langar að snerta þœr, hljóðin eru
forvitnileg og þegar gengið er eftir moldarganginum er
það eins og að þramma aftur í tímann. Ekki nóg með það
heldur kallast það sem fyrir augu ber á dularfullan hátt
á við innstu sálarfylgni áhorfandans, líkt og um öflugan
draum væri að ræða. Það er vissulega óhætt að mæla með
þessari skemmtun.
Við settumst við borð úti
við stóran glugga kaffi-
stofulistasafnsins. Gabrí-
ela pantaði sér expresso
en blaðamaður þrýsti
uppáhellingu í hvítan bolla úr hárri
silfurlitaðri kaffikönnu. Svo var ýtt á
upptökutakkann.
Fyrst af öllu langar mig að forvitn-
ast um titil sýningarinnar, Versati-
ons/Tetralógía. Hvaðan kemur til
dæmis nafnið „Versations“?
„Ég hef lengi pælt mikið í því
hvernig hugurinn virkar. Hvaða
leiðir við förum þegar við erum
að hugsa um hlutina, hvernig við
tjáum okkur og hvernig tjáskipti
ganga fyrir sig á meðal manna. Fyrir
svona fimm árum síðan fór að bera
á umræðu sem snerist um að ís-
lendingar væru sérstaklega lélegir í
einhverju sem heitir „con-versation“
eða samræðum. Þegar menn ætluðu
sér að tala saman þá væru þetta bara
hópar, sem hver úr sínu horni færi
með ræðu og svo væru bara enda-
lausar ræður, ræður, ræður, en engar
samræður. Fólk fór bara með sitt er-
indi en skiptist ekki á skoðunum.
Eins og til dæmis í venjulegu kvöld-
verðarboði þá ganga samskiptin oft
þannig fyrir sig að hver og einn er
stöðugt að reyna að ná til sín orðinu.
Tala hæst og vera fyndnastur. Þetta er
ólíkt því sem ég þekki frá meginland-
inu en þar hefur mér stundum verið
boðið í kvöldverði ásamt öðru fólki
þar sem gestgjafinn hefur séð það
fyrir að hópurinn muni eiga auðvelt
með að stilla samræðustrengina og
tala kannski sérstaklega um eitthvað
eitt málefni. Þetta hef ég hins vegar
lítið upplifað með íslendingum.“
Islenski listheimurinn er nýfermdur
Gabríela segir íslenska myndlista-
sögu unga og telur að við höfum
verið að fermast fyrir um fimm
árum síðan en nú, árið 2006, séum
við orðin samræðuhæf við alþjóð-
lega myndlistarheiminn.
Meinarðu þá að litli listheimurinn
á Islandi sé búinn að lcera að eiga
samrœður við stóra myndlistarheim-
inn þarna úti?
„Já og þessi stóri hefur um leið
opnað fyrir þessum htla þannig að
núna er meiri „con-versation“ á milli
þessara heima. Það sem íslenskir
myndlistarmenn þurftu alltaf að
vera að glíma við hér áður var að
sannfæra umhverfið um að list væri
einhvers virði - að það væri hrein-
lega einhver tilgangur með því að
gera myndlist. Allt okkar púður fór
í að sannfæra fólk um þetta og reyna
að smíða einhverja umgjörð í kring.
Það er til dæmis bara eitt faggallerí á
íslandi í dag..., þó að þau séu nokkur
að koma upp núna og eiga eflaust
eftir að fara langt, en 18 er eina galler-
íið sem fer á erlendar „messur" með
sína myndlist."
Daníela í MH
Gabríela og eiginmaður hennar,
Daníel Ágúst, fluttu nýverið heim
frá Belgíu en þar voru þau búsett í
þrjú ár. Það hentaði Gabríelu vel að
búa erlendis í þennan tíma þar sem
mikil ferðalög eru oft hluti af starfi
myndlistarmanna og gott að vera á
meginlandinu þar sem hægt er að
nýta sér landleiðina að áfangastað.
En allt hefur sinn tíma. Daníela,
dóttir þeirra hóf nám í MH síðast-
liðið haust og Gabríela vill undirbúa
næsta verk sitt hérlendis.
Tengist nœsta verk á einhvern hátt
þessari sýningu?
„Já, en það verður samt ólíkt. Mynd-
böndin verða til dæmis allt öðruvísi.
Það má segja að ég sé með ákveðið
lotukerfi af efnum sem ég nota. 1
sýningunni Versations/Tetralógía
sést lítið í plottið en í þeirri næstu
fær áhorfandinn að sjá hvernig það
varð til, eða hvað býr að tjaldarbaki.
Núna fær áhorfandinn bara að sjá á
tjaldið sjálft.“
Maður er alltaf svolítið svipaður
Hvernig virkar lotukerfi Gabríelu?
„Þetta er eiginlega svona tilfinninga-
legt lotukerfi þar sem ég set saman
efni og hvað þau tákna. Hvað táknar
það til dæmis að nota deig? Hvað
táknar það að nota trjáhríslur? Hvað
táknar að nota pappa? Og hvað þegar
þessi efni eru sett saman? Hvað er
það að segja þegar frumefni mín mæt-
ast og verða að samsettum jöfnum?
Næsta verk mitt verður unnið á
margvíslegan hátt. -mjög ólíkt þessu
verki en auðvitað fer maður ekkert út
úr líkamanum. Maður er náttúrlega
fastur í þessu hylki. Maður er alltaf
svolítið svipaður, þroskast seint,“
segir Gabríela og hlær.
(miðju lífsins
Þú notar mikið fornar erkitýpur úr
Tarotspilunum, galdratákn og fleira
sem mætti kalla aldagamlar sál-
frœðiþreifanir. Hvaðan kemur þessi
áhugi?
,Já, það er rétt. Síðastliðin ár hef ég
mikið verið að vinna með „element"
sem eru mjög gömul. Ég er alger
heildarhyggjusjúklingur og finnst
best að skilja lífið út frá miðjunni.
Þessi forna hugmynd Ptólómeusar
um miðju jarðar höfðar til dæmis
mikið til mín. Svo sækir maður sér
efnivið út frá miðjunni og túlkar
með því upplifun sína á þessari
tilveru.
Gamla heimsmyndin var mikið
til byggð á miðjukenningunum en
síðar, þegar fólk áttaði sig á alheim-
inum fór allt að skiptast niður í
smærri einingar og flokka og þar
með splundraðist miðjan. Ég held
að ég hafi ósjálfrátt leitað í þessar
miðjukenningar þar sem ég vinn
út frá sjálfri mér. Ég sjálf get bara
fundið mína eigin þjáningu, sárs-
auka, gleði eða aðrar tilfinningar.
Þar af leiðir að miðjupunkturinn
er náttúrlega lífið og ég sjálf í miðju
lífsins -síðan teikna ég „hring" í
kringum þetta. Næst tengi ég út í
allar áttir að endamörkum hrings-
ins eins langt og nýt aðstoðar visku
vina minna, fólks og fyrirbæra sem
ég hef sogað til mín. Við efnissöfn-
unina geta ferðalögin út frá miðj-
unni líka verið ansi löng og langt
á milli en ekki línulaga eða neitt
sérlega fræðimannsleg. Stundum
hoppar maður frá Hnífsdal til Afr-
íku og svo aftur í miðjuna með
efniviðinn, en hann er þetta sem
ég kalla lotukerfið mitt. Ég gæti
eins kallað þetta orðabók en í henni
myndu bara vera orð sem mér finn-
ast hljóma vel eða flott á einhvern
hátt án þess að það hefði endilega
með hefðbundna merkingu þeirra
að gera. Hún myndi ekki byrja
á A.... Sem myndlistarmaður er
maður ekki tilneyddur til að fylgja
hefðbundnum aðferðum eða fara
eftir einhverri fyrirfram ákveðinni
beinagrind og það er þess vegna sem
það felast svo margir möguleikar í
því að vera myndlistarmaður," segir
Gabríela og það er augljóst að henni
líkar hlutskipti sitt vel.
UTSALA ÚTSALA
www.eico.is
Skútuvogi 6 - Sími 570 4700
Opið virka daga 08:00 -18:00
Opið á laugardögum frá 10:00 til 14:00
Panasonic
AO
PLASMA
■v
99.900
Panasonic TH-42PA40
SONY
LCD
Sony KLV-S40A10 40"LCD
Blaíiö/Frikki