blaðið - 21.01.2006, Síða 54

blaðið - 21.01.2006, Síða 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaðiö SMÁ m AF FÁVITUM OG ÓDÝRUM LAUSNUM Hvað á Smáborgari að halda? Auðvelt væri að afskrifa flóð fávitaskapar, andlegs dauða og metnaðarleysis sem dunið hefur yfir sam- félag okkar síðustu mánuði sem hreinan og kláran fávitaskap almennings og hafa ekki frekari áhyggjur af því í kjölfarið. „Fólk er fífl" er viðkvæði sem alit of margir grípa til þegar þeir verða æ ofan í æ vitni að niðurtroðslu mannsandans í andlegt svað viðbjóðs og ósóma líkt þeim er blásið hefur verið til á sjón- varpsstöðinni Sirkus nýlega. Það væri auðvelt að leysa málið þannig. Fólk er fífl. Auðveld lausn á pirringnum. Allir eru fávitar nema ég. Smáborgaranum er hins vegar alveg meinilla við að segja að fólk sé fífl. Fyrir það fyrsta, þá finnst honum það ekki. Fólk er hreint ekkert fífl. Jú, auövitað er fullt af sönnunargögnum fyrir hinu gagnstæða sem bendir til þess að fólk sem heild, hinn hugsandi almenningur sé I raun og veru fífl. Hins vegar verður Smáborgaranum við þessi tækifæri hugsað til fólksins sem hann í raun þekkir og hefur haft viðkynningu af. Af þeim eru sárafáir sem telja má hrein og klár fífl. Auðvitað hafa allir sína lesti, sumir eru latir við að hugsa, aðrir eru dónalegir á almannavettvangi, sumum finnst James Blunt vera frábær tónlistarmað- ur og utanríkisstefna Framsóknarflokksins vera stór-góð! En þrátt fyrir þetta þá eru allir svo fínir inn við beinið. Þegar maður kynnist þeim almennilega. Þegar grímunni hefur ver- iðflett burt og eftir stendur indæl og yndisleg manneskja. Smáborgarinn telur sig nú hafa sannað að mannsandinn er hreint ekkert fíf lalegur og þeir sem á annað borð leggja við hlustir þegar hann drynur í maga þeirra eða dýpstu sálarfylgsnum eru engin fffl. Hvað veldur þá? Af hverju halda dagskrárgerð- arstjórar Sirkuss að samborgarar þeirra séu fá- vitar, með gallað gildismat og hreint og beint engan metnaðtil nokkurs annars en líkamlegr- ar fróunar við og við. Líkamlegrar fróunar og ódýrra brandara. Andlegra skyndibita sem búa til andlegt og að lokum sálrænt skvap - og doða? Eru það kannski þeir sem eru frfl? Nei, það væri lika ódýr lausn. Smáborgarinn er viss um að dagskrárstjórar Sirkuss og líka þátta- stjórnendur þar eru hreint ágætar manneskjur sem gera góða hluti í frístundum, láta sér annt um viðkvæma og fallega hluti og gera göfug góðverk. Hann er einnig viss um að þeir eru ekki ólíkir honum sjálfum í því að þeir myndu aldrei nokkum tímann láta sig hafa að horfa á metnaðarlausa viðbjóðinn sem þeir pumpa út um þessar mundir. Hvað þá? Af hverju flæða stöðugir straumar af rusli yfir íslenskar sjónvarps- og útvarpsbylgjur? Meira að segja líka hið rafræna Internet og svo prentað mál! Smáborgarinn hefur velt þessu lengi fyrir sér og í lengstu lög reynt að forðast ódýr og auð- veld svör við spurningunni. En hann fann eitt sem virðist smellpassa og er svosem ekki það stór alhæfing.Svarið er að fólk er ekki fífl. Dag- skrárgeröarstjórar eru það heldur ekki. En þeir hins vegar ganga út frá því að fólk sé flfl. Því berum við ekki virðingu hvort fyrir öðru og þvi sitjum við föst í hringrás ömurleikans. HVAÐ FINNST ÞÉR? Ingvi Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður Borðar þú þorramat? „Ég borða hangikjöt, uppstúf og harðfisk eins og börnin en læt öðrum um allt það sem snýr að súrmeti og öðru slíku.“ Þorrinn hófst í gær með tilheyrandi þorrablótum og þorramat. Ef þú þekkir Evu Longoriu skaltu reyna að þykjast undrandi þegar hún gefur þér pakka. Stjarnan úr Desperate Housewives á víst hjálpartæki á lager og gefur í allar tækifæris- gjafir til vina sinna. „Ég nefndi einhvern tíma að mér þætti að konur ættu að þekkja lík- ama sinn vel og kynlífsleikföng væru 21. öldin," sagði hún í Daily Mirror, „og eftir þetta rigndi inn til mín pökkum með hjálpartækjum frá fólki. Þetta er svo gott í gjafir því oft eru konur ragar við að fara og kaupa handa sjálfum sér.“ Hin gull- fallega Eva sagði líka frá því þegar hún var álitin ljóti andarunginn í æsku: „Ég er ekki lík neinum í fjölskyldunni," sagði hún. „Fólk sagði oft við mömmu: Dætur þínar eru mjög sætar, en hver er þetta? Ég fór því að þroska hæfileika mína og ákvað að reiða mig aldrei á útlit eða neitt yfirborðskennt. En svo blómstraði útlitið bara síðar á ævinni." Þrátt fyrir að hafa þroskast úr andar- unga i svan viðurkennir Eva að sumar senur í annarri seríu Desperate House- wives séu ekkert sérstaklega heillandi: „Ég er allsber og þeir fylla baðkarið af freyðibaði og bera svo á mig líkamsmeik svo skinnið virðist fullkomið. Svo lekur það allt af í vatninu og ég sit eftir í brúnum drullupolli." Rachel leitar að manni Rachel Hunter segist ekki finna neinn mann. Hún var einu sinni með Robbie Williams en segir að allir bitastæðustu mennirnir séu giftir í dag. Hún sagði í nýlegu viðtali við New York Post: „Ég er ekki að hitta neinn. Allir góðir gæjar eru fráteknir. Þekkir þú einhvern?“ Rachel var gift Rod Stewart í níu ár og eiga þau tvö börn saman. Ilmur Mariuh Carey Nú er komið að söngkonunni Mariuh Carey að senda frá sér ilmvatn en hún fetar þar í fótspor Britney og J-Lo sem nú þegar eiga eigið ilmvatn. Umboðsmaður söngkon- unnar sagði: „Mariah er afar spennt yfir lyktinni en hún verður byggð á hvítum blómum.“ HEYRST HEFUR... Kjartan V a 1 - garðsson, sem stefn- ir á eitt af efstu s æ t u m Samfylk- ingarinnar, opnar kosninga- skrifstofu sína í dag. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en það sem er hins vegar óvenjulegra er að óvíst er hvort frambjóðandinn verð- ur viðstaddur opnunina þar sem hann féll niður stiga á heimili sínu og skaddaðist á baki. Hann gengur núna fyrir verkjatöflum. Vonandi er fall fararheill fyrir frambjóðand- ann óheppna sem mun íhuga að boða til blaðamannafundar af sjúkrabeði. Stefán J ó n Hafstein varkjörinn kynþokka- fyllstimað- ur ársins árið 1992 eins og fram kem- ur framar í Blaðinu. Hann hefur hins vegar haft ama af þessum titli, ef eitthvað er, og hefur lítt flaggað honum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Stefán nýtur mikillar kven- hylli meðal kvenþjóðarinnar og í dag blæs hann til kosn- ingahátíðar í Iðnó. Þar verða bara konur frummælendur, auk frambjóðandans sem heldur vitaskuld ræðu. Lára V. Júlíusdóttir mun stíga á stokk, sömuleiðis Margrét Pálmadóttir, Edda Þórarins- dóttir og fleiri. Sirrý verður fundarstjóri... Eg i 1 1 Helga- son gerir e i n m i 11 prófkjör Samfylk- ingarinn- ar að um- ræðuefni á heimasíðu sinni og segist ekki hafa hugmynd um hver sigri - Steinunn Valdís, Dagur B. eða Stefán Jón. Hann hefur hins vegar ákveðnari skoðun á stöðu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ: Svo er það umræðan um próf kjör Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ og konurnar. Menn eru að velta fyrir sér hvort listinn eins og hann lítur út sé „sigur- stranglegur“ eða „sölulegur". Staðreyndin er samt sú að sjálfstæðismenn í Garðabæ gætu stillt kókkassa eða kart- öflupoka upp í fyrsta sætið og haft auðveldan sigur. Þannig er nú hið pólitíska landslag í Garðabænum," segir Egill. Það er spurning þetta með kókkassann. Enn er fólk að skammast út í sjónvarpsstöðina Sirkus fyrir nýja þætti sem þykja ekki mönnum bjóðandi. Þannig sér einn blaðamaður Fréttablaðsins ástæðu til að skrifa opið bréf til yfirmanna stöðvarinnar í blaði sínu. Sá sem þetta skrifar sá ekki þann þátt sem gagnrýndur er en for- svarsmenn stöðvarinnar fá þó plús í kladdann fyrir að vera óhræddir við að gera tilraunir. Þar að auki hefst American Idol á Sirkus um helgina og þá ætti brúnin að lyftast á mörgum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.