blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö Leyfum réttum tölum aö tala MILLJÓNIR f FYRSTA VINNXNG Náðu þér I Xaottómiða á næsta sölustað eða á lotto.is - þú gætir ■ unnið litlar 7 milljónir króna. ! a - s X>að getur allt gerst. I lotto.ls BlaÖið/SteinarHugi Blaðið heldur áfram umfjöllun sinni um mennta- mál og framlög til menntamála í forystugrein í gær. Umleiðogégfagna slíkum umræðum er miður þegar þær eru ekki háðar á réttum forsendum. Staðhæft er í forystugreininni að samanburður OECD sýni að Island „verji afskaplega litlum fjármunum til háskóla eða ríflega 1% af þjóðar- framleiðslu samanborið við 2-5% á Norðurlöndunum og í Bandaríkj- unum. Þetta er einföld staðreynd sem menntamálaráðherra getur ekki hrakið með Morgunblaðs- greinum. Hér tala tölur hlutlauss aðila sínu máli.“ Þessar staðhæfingar eru einfald- lega rangar og það getur hver sem er sannreynt með þvi að fletta upp í töflum og skýrslum OECD. Töflur eru t.d. aðgengilegar á Netinu og er slóðin www.0ecd.0rg/edu/eag2005. í nýjasta hefti ritsins Education at a Glance er að finna upplýsingar um opinber framlög allra ríkja OECD til háskólastigsins árið 2002. Þar kemur fram að framlög OECD-ríkj- anna voru að meðaltali i,o%. Fram- lag íslands var 1,0% eða hið sama og meðaltal OECD-ríkjanna. Framlög aukast mest á íslandi Á milli áranna 2001 og 2002 jukust framlög á íslandi úr o,8% af vergri landsframleiðslu í 1,0% af vergri landsframleiðslu. Þegar útgjöld til eins málaflokks hækka um 0,2 prósentustig af landsframleiðslu milli ára sýnir það svo sannarlega vilja stjórnvalda. Hækkunin á milli áranna 2002 og 2003 var enn meiri og hefur haldið áfram síðan. Við höfum verið að auka framlög okkar til háskólamenntunar hraðar en nokkur önnur þjóð á Vesturlöndum og það á sama tíma og hér hefur verið einhver mesti hagvöxtur innan OECD. Við erum því ekki einungis að skammta stærri sneið af þjóðar- kökunni til háskólanna heldur er kakan sömuleiðis að stækka mjög hratt. Norðurlöndin verja enn sem komið er hærra hlutfalli til háskóla- mála þótt í ljósi hækkunar síðustu ára á íslandi megi ætla að útgjöld séu nú orðin sambærileg við það sem gerist annars staðar á Norður- löndunum. Danir verja mest allra til háskóla eða 1,9%, Finnar 1,7%, Svíar i,6% og Norðmenn 1,4%. Framlög á íslandi voru hins vegar þau sömu og t.d. í Hollandi, Þýskalandi og Frakk- landi og örlítið hærri en opinber framlög á Bretlandi sem voru 0,8% árið 2002. Hverjar eru 2-5% þjóðirnar? Hvergi finnast hins vegar í þessari töflu þjóðir sem verja 2-5% af lands- framleiðslu til háskólamála þegar litið er til opinberra framlaga líkt og haldið er fram í forystugrein- inni. Bandaríkin verja t.d. 1,2% af landsframleiðslu til háskólamála. Það breytist hins vegar ef einnig eru tekin með í dæmið framlög einka- aðila til háskólamála, þ.m.t. skóla- gjöld. Þá sigla Bandaríkin fram úr öllum öðrum OECD-ríkjum með samtals 2,6% af vlf. Hlutföll Norður- landanna breytast hins vegar lítið nema hvað Svíar hækka úr 1,6% í 1,8% og Island úr 1,0% í 1,1%. Hér tala tölur hlutlauss aðila sínu rétta máli. Hvergi finnast þessar 2-5% tölur sem Blaðið byggir forystugrein sína á. Ég hef sjálf einungis orðið vör við þær í málflutningi Björgvins G. Sig- urðssonar, talsmanns Samfylkingar- innar í menntamálum, en hann virð- ist vera orðinn sérstakur ráðgjafi Blaðsins í þessum efnum. Hvet ég Blaðið og Björgvin til að koma ábendingum um uppruna þessarar tölfræði til almennings. Þangað til held ég að fyrirsögn for- ystugreinarinnar tali sínu máli. Höfundur er menntamálaráðherra PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA tf í m ■ f KÓPAVOGI 21. JANÚAR 2006 i Ég vil þakka þann hlýhug og stuöning sem ég hef fundið iyrir siðustu daga. - Skólastjóri Lindaskóla og bæjarlulitrúi Kjósum Gunnstein Sigurðsson í 2. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir jujfff/ aísetmngufafKJti ifgij teflns&SEáWtalcSŒx meimt^rdurhmeUameÍearm l<ennanjKnhiana!tleiEaaotttr, Pí2^fE^I<f|slAILÍ> UpplysingaríOe<tnnriturilí'simal58SlS300J ^nRrpfessioriailslriagtaskólinn^^B SBL^wwwJprofesstonatlsfis M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.