blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 36
36 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaAÍA Garðar Thor kynþokka- fyllstur islenskra karla Garðar Thor Cortes var í gær val- inn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum Rásar 2. Allt síðan 1992 hafa hlustendur rásarinnar valið kynþokkafyllsta karlmanninn og margur myndar- legur maðurinn hefur því unnið titilinn. Garðar Thor var valinn kynþokkafyllstur í gær, en fast á hæla hans kom Þórhallur Gunn- arsson, sjónvarpsmaður, auk þess sem Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu og Simmi úr Idol kom- ust á blað. Blaðið fékk að heyra í Garðari Thor fljótlega eftir til- nefninguna og hann var vægast sagt undrandi. „Nei ég átti ekki von á þessu. Ég vissi ekkert af þessari kosningu í dag. Það var bara hringt í mig fyrir klukkutíma,“ segir Garðar sem vill samt ekki viðurkenna að hann sé kvennagull. .Getur maður nokkuð sagt til um svoleiðis sjálfur? Þetta var samt skemmtilegt," segir Garðar hlæj- andi. Þær fjöldamörgu konur og menn sem kusu Garðar verða þó enn að dást að honum úr fjarlægð þar sem pilturinn er trúlofaður. Þaö kom Garðari Thor Cortes á óvart er hann frétti úrslitin í vali hlustenda Rásar 2. HJÁ OKKUR í SPORTDEILDINNI AFSLATTUR POOLBORÐ SEM HÆG ER AÐ FELLA UPP POOLBORÐ 7 FETA AÐEINS 29.900,- BORÐTENNISBORÐ BLACK CAT POOLBORÐ GLÆSILEGT 7 FETA POOLBORÐ FRÁ GÆÐAFRAMLEIÐANDANUM BCE ÞETTA ER ALVÖRU POOLBORÐ SEM ALLIR SANNIR UNNENDUR LEIKSINS VERÐA AÐ EIGNAST VERÐ: 95.200,- VERÐÁÐUR: 119.000,- FÓTBOLTASPIL SEM HÆGT ER AÐ FELLA UPP DEiLDIN - \ LONG OPNUNARHELGI Mán. - fös...JO - 18 Laugardag....10 - 16 Sunnudag.........12-16 ^ Hole in One & Sportdeildin • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Simi: 577 4040 • www.holeinone.is Kynþokki í leiðinlegasta mánuði ársins Logi Bergmann Eiðsson hefur hlot- ið titilinn góða oftar en einu sinni. ■ Ríkisútvarpið I hefur staðið fyrir I vali á kynþokka- Bk «• fyllsta karlmanni [ t landsins síðan árið I 1992. Það eru því • fl nokkrirmynd- arlegir menn sem hafa hlotið þennan skemmti- lega titil og má þar ne&ia Loga Berg- mann Eiðsson, Hilmi Snæ Guðnason, Guðjón Val Sigurðsson, Ingvar E. Sigurðsson, )ón Ólafsson, Egil Ólafs- son, Baltasar Kormák og fleiri mæta menn. Margrét Blöndal útvarps- kona með meiru rifjar upp hvernig hugmyndin um kynþokkafyllsta karlmann landsins kom upp: „Ég var eitthvað að mæðast við Magnús Ein- arsson og Þorgeir Ástvaldsson um að janúar væri svo leiðinlegur mán- uður og vildi endilega gera eitthvað skemmtilegt. Þá datt Magga í hug að velja kynþokkafyllsta karlmann- inn. Þannig fór þetta af stað. Þetta var mjög skemmtilegt. Stefán Jón Hafstein vann fyrsta árið og hann var algjörlega í rusli. Mér fannst það frekar skemmtilegt. Ég held að hann vilji ffekar að fólk minnist hans fyrir gáfur en hvað hann er laglegur,“ segir Magga og hlær hjartanlega. „Það er búið að striða honum á þessu út í það óendanlega og er enn gert.“ Karlmenn eru að verða að kerlingum Aðspurð hvernig gærdagurinn hafi verið segir Margrét að þetta sé alltaf voða gaman. „Það eru ótrúlega margir sem hringja inn. Það voru þrjár konur sem svöruðu stanslaust í símann í gærmorgun. Svo hringdum við í stelpu sem heitir Sæunn og er með hárgreiðslustofu. Hún var alveg hryllilega skemmtileg og svo töluðum við við Bjarna Harðarsson sem er með Sunnlenska. Bæði voru þau með mjög ákveðnar skoðanir á íslenskum karlmönnum. Bjarni sagði að karlmennskan væri að deyja og allir karlmenn væru að verða kerlingar. Þeir breytast í kerlingar því þeir eru farnir að nota svo mikið af rakakremum," segir Margrét að lokum og skelhhlær. svanhvit@bladid.is Stefán Jón Hafstein var fyrsti karlmaður- inn sem var kosinn kynþokkafyllsti maður landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.