blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 bla6Í6 Ólga á Fílabeinsströndinni Kastljós heimsins hefur á ný beinst að Fílabeinsströndinni eftir að óeirðir brutust út í landinu í vikunni. Stuðnings- menn Gbagbos, forseta, hafagengið berserksgang á götum, lokað hverfum og ráðist á friðargœsluliða Sameinuðu þjóðanna. Ekki virðist vera mikið lát á óeirðum þó að Gbagbo og Charles Konan Banny, forsœtisráðherra, hafi sameiginlega hvatt landsmenn til að láta afþeim og snúa aftur til sinna starfa. Fílabeinsströndinni hefur verið skipt á milli uppreisnarmanna í norðri og stjórnarliða í suðri síðan í september 2002 eftir að valdarán uppreisnarmanna fór út um þúfur. Fylkingarnar hafa náð friðarsam- komulagi þar sem meðal annars er kveðið á um kosningar í október á þessu ári en mörg ljón standa í vegi fyrir sameiningu þjóðarinnar. Hersveitir uppreisnarmanna hafa sakað stjórnvöld um að gera upp á milli múslíma frá norðurhluta lands- ins og landsmanna af erlendum upp- runa. Erfitt hefur verið fyrir fólk af erlendum uppruna að fá ríkisborg- ararétt og eignast jarðnæði. Að auki hefur enginn getað boðið sig fram til forseta landsins nema báðir for- eldrar hans hafi verið ríkisborgarar Fílabeinsstrandarinnar. Uppreisnar- menn og stjórnarandstöðuflokkar vilja að þessum lögum verði breytt. Auðugasta ríki íVestur-Afríku Fílabeinsströndin var á sínum tíma auðugasta ríki í Vestur-Afríku enda stærsti kakóframleiðandi í heimi. Milljónir verkamanna frá fátækum nágrannaríkjum svo sem Búrkína Fasó og Malí flykktust þangað í atvinnuleit. Þegar fór hins vegar að halla undan fæti í efnahagslífi þjóðar- innar á tíunda áratugnum og vildu íbúar Fílabeinsstrandarinnar stemma stigu við fjölda útlendinga í landinu sem voru þá orðnir um þriðj- ungur landsmanna. \ kjölfarið voru sett lög sem tak- mörkuðu réttindi og áhrif útlend- inga í landinu. Meðal annars komu þau í veg fyrir að Alassane Ouattara, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gæti boðið sig fram til forseta þar sem fjöldskylda hans á ættir að rekja til Búrkína Fasó. Fjölmargir múslimar í norðurhluta landsins litu á þetta sem tákn um að verið væri að ýta þeim út á jaðar samfélagsins. Árið 2003 var komið á friðarsam- komulagi fyrir tilstilli Frakka sem ætlað var að koma á ríkisstjórn „sameiningar" sem öll þjóðarbrot ættu aðild að. Hún varð þó aldrei meira en nafnið tómt. I mótmæla- skyni við dráp á 120 þátttakendum í mótmælagöngu í höfuðborginni Abidjan sögðu fulltrúar uppreisnar- manna og flokks Outtaras skilið við stjórnina í mars 2004. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna myrtu sérsveitarmenn þá sem þeir grun- Stuðningsmenn Laurents Gbagbos, forseta, mótmæla við höfuðstöðvar Sam- einuðu þjóðanna í borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni á miðvikudag. uðu um að vera stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar. Stjórnarand- stöðuliðar gengu aftur til liðs við rík- isstjórnina í júlí á sama ári eftir að nýtt friðarsamkomulag hafði verið gert fyrir tilstilli leiðtoga nokkurra ríkja í Vestur-Afríku. Samkvæmt nýja samkomulag- inu stóð til að setja lög sem áttu að auðvelda fólki af erlendum uppruna að fá ríkisborgararétt á Fílabeins- ströndinni og bjóða sig fram til for- seta. Þau voru á endanum samþykkt en uppreisnarmenn töldu þau vera svo útþynnt að þau breyttu engu og því neituðu þeir að afvopnast. Friðarferlið kemst á skrið Gbagbo samþykkti að Outtara yrði heimilað að bjóða sig fram i forseta- kosningum eftir milligöngu suður- afrískra erindreka. Það hafði verið ein af aðalkröfum uppreisnarmanna ogþví var loksins útlit fyrir að friðar- ferlið væri komið á skrið. Frá því að fyrst skarst i odda með fylkingunum árið 2002 hefur ríkt spenna á milli þeirra en bein átök sjaldan brotist út. Uppreisnarmenn lögðu fljótlega undir sig norður- hluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta en Frakkar komu í veg fyrir að þeir næðu Abidjan undir sig. Óvild í garð Frakka í nóvember gerði stjórnarherinn loft- árásir á höfuðvigi uppreisnarmanna i Bouake en drap í leiðinni níu franska friðargæsluliða. Frakkar svöruðu fyrir sig með því að eyði- leggja búnað og aðstöðu flughersins og í kjölfarið reis upp alda haturs í garð Frakka í Abidjan. Frakkar eru fyrrum nýlendu- herrar á Fílabeinsströndinni og hafa haft herstöð í Abidjan síðan á sjöunda áratugnum. Frakkar hafa tryggt gengi gjaldmiðils landsins og frönsk fyrirtæki hafa leikið stórt hlut- verk í efnahagslífinu. Áður en frönsk stjórnvöld hvöttu þegna sina til að yfirgefa landið í kjölfar atburðanna haustið 2004 voru 16.000 franskir ríkisborgarar á Filabeinsströndinni. Nú gæta um 4.000 franskir frið- argæsluliðar hlutlauss svæðis milli norðurhlutans sem lýtur yfirráðum uppreisnarmanna og suðursins. Einnig eru þar um 7.000 friðargæslu- liðar á vegum Sameinuðu þjóðanna. í desember leit út fyrir að skriður væri kominn á friðarferlið. Eftir að samningaviðræður höfðu staðið yfir vikum saman var Charles Konan Banny skipaður forsætisráðherra í ríkisstjórn sem fulltrúar ólikra fylk- inga eiga aðild að. Til stóð að hann myndi taka við völdum úr höndum Gbagbos og vinna að undirbúningi kosninga í landinu. Þann 16. desember gaf stjórnar- skrárnefnd þinginu heimild til að halda áfram störfum fram að kosn- ingum eftir að umboð þess rynni út. Mánuði síðar, þann 15. janúar, mælir aftur á móti starfshópur á vegum Sameinuðu þjóðanna með því að þing skuli ekki kallað saman á ný. Stuðningsmenn Gbagbos segja starfshópinnn ekki hafa neinn rétt til að gefa slík ráð. Hrina mótmæla braust í kjölfarið út í Abidjan og fleiri borgum Fílabeinsstrandar- innar sem ekki sér fyrir endann á.B Aðalflutninqar Öryggi alla leið SNlYRIl 1u , K mí * |Vio flytjum í stærra húsnæði helgina 27. - 30. janúar. OPIÐ VIBKA DAGA TIL KL. 17.00 FÖSt. til l(l. 16.00 Vatnagörðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 471 2564 • adaleg@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.