blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 38
38 I TÓNLIST
LAUGARDAGUR 21. JANÖAR 2006 blaðið
Hver dirfist að opna
Tónlistaráhugafólk gœti gert margt vitlausara
Vefsíðan Pandora.com var með því
skemmtilegra sem dreif á daga net-
notenda og tónlistarunnenda síðasta
árið og þeir sem á annað borð römb-
uðu þangað inn hafa ugglaust eytt
þar ófáum stundum síðan. Skyldi
engan furða því þar er á ferð ansi
áhugavert framtak sem bæði má
nota til afþreyingar og eins til þess
að fræðast og auðga eigin tónlistar-
smekk. Pandora má í grunninn
kalla gagnvirka útvarpsstöð, sem
hlustandinn sníður að eigin óskum
hverju sinni. Þegar vefurinn er heim-
sóttur í fyrsta sinn biður hann mann
að slá inn nafn tónlistarmanns eða
lags sem maður hefur í sérstökum
metum. í kjölfarið skapar Pandora
sérstaka útvarpsstöð sem miðar
tónlistarvalið við hvað manni gæti
fallið í geð í ljósi þess sem valið var.
Þetta má telja skemmtilega leið
til þess að kynnast nýjum tónlistar-
mönnum, í anda þess sem manni
líkar þegar við, eða heyra meira
í stefnu sem maður heldur upp á,
ekki síst ef litið er til þess að Pan-
dora miðar valið ekki við það sem
vinsælast er hverju sinni, heldur er
öll tónlist gjaldgeng svo lengi sem
hún er til á skrá hjá vefsvæðinu.
Þar er ansi margt að finna, m.a.
íslenska tónlist í einhverju magni.
Sem dæmi má nefna að Sigur Rósar
stöðin er hreint ágæt og Singapore
Sling útvarpið litlu síðra.
Tónlistarerfðamengisverkefnið
Samkvæmt heimasíðunni er Pan-
dora skilgetið afkvæmi verkefnis
sem hópur tónlistarmanna og tónlist-
arunnenda úr tæknigeiranum tóku
sér fyrir hendur við upphaf árs 2000.
Nefnist það „The music genome
project“, eða „Tónlistarerfðamengis-
verkefnið", en markmið þess er ekki
ósvipað því sem Kári Stefánsson og
félagar í íslenskri erfðagreiningu
hafa stefnt að: „Að kortleggja og
skilgreina náið þá þætti sem mynda
„erfðamengi" tónlistar í því skyni að
fanga „kjarna tónlistar“. 1 upphafi
tóku þátttakendur saman lista yfir
hundruð atriða sem geta einkennt
gefið lag eða tónlistarmann, allt frá
laglínu og takti að textum og hljóð-
færaleik. í kjölfarið hlustuðu þeir á
lög frá yfir 10.000 listamönnum úr
öllum geirum, þekkta og óþekkta,
og krufu til mergjar með hvaða
hætti „erfðaefnin" komu við sögu.
Þeir hlusta og
kryfja enn.
Margt má segja um að nálgast
hið undraverða fyrirbæri tónlist á
svo kaldan og vísindalegan máta og
telja má líklegt að þessi nálgun að
henni útiloki eitthvað af ástinni sem
verður til þegar hlustað er á gott lag.
Hins vegar má til sanns vegar færa
að með því að nota niðurstöðurnar
á þennan máta, til þess að búa til
hressilega og fróðlega útvarpsstöð
sniðna að þörfum hlustandans, sé
verið að vinna gott og þarft verk.
haukur@vbl.is
box Pandóru?
Þessi útvarpsklaufi ætti kannski að líta við hjá Pandóru
Spilunarlisti: „Sigur Ros"
Untitledtn SigurRós
Twisted Logic Coldplay
My So-Catied Celibate Life Pernice Brothers
Posthumous PalaxyTracks
Untitied it6 Sigur Rós
OutofNothing Embrace
Dans Ce Momenta The Evan Anthem
Spilunarlísti „Singapore Sling"
Midnight Singapore Sling
MerryGoRound Gasoline
The Last Resort The Dead 60s
Turqoise Vast
Overdriver Singapore Sling
The Price Tag on my Soul Post Stardom Depression
Bjórirui flœddi sem vín vœri
JeffWho? tekur upp sittfyrsta tónlistarmyndband
Þeir sem áttu óvænta viðkomu á
ölkránni Dillon við Laugarveg sl.
fimmtudagskvöld brá líklega ögn í
brún því í stað huggulegrar fimmtu-
dagsbjórstemningar, eins og venjan
er mátti þar finna rokk-geðveiki í
sinni ýktustu mynd, sveitta unga
karlmenn í haugum, sætar stelpur
í flegnum bolum, glerbrot á gólfum
og 120 desíbel af hljómsveit sem
margir telja einu björtustu von
íslands þessa dagana, Jeff Who?
Ekki var um að ræða afbrigði af svo-
kölluðum „Guerillá'-tónleikum sem
breskar nýpönksveitir komu í tísku
fyrir stuttu síðan, heldur var þar á
ferð ofangreind rokkhljómsveit að
taka upp sitt fyrsta tónlistarmynd-
band. Óhætt er að fullyrða að fáar
íslenskar rokksveitir séu betur til
þess fallnar að leika í sliku, enda
eru fegurð, limaburðir og atorka
Jeffaranna", eins og þeir eru kall-
aðir, rómuð víða um borg og bæ.
Myndbandið er við lagið Barfly sem
þegar er farið að hljóma á öldum
ljósvakans.
„Þetta var heilmikið fjör,“ sagði
Bjarni Hall, söngvari Jeff Who?
þegar Blaðið náði tali af honum, en
þá var hann í óða önn að ganga frá
eftir upptökurnar. „Það er endalaust
af drasli hérna, brotnir stólar, sófar
og eitthvað plast-drasl sem ég kann
ekki nánari skil á. Það voru allir svo
villtir, það náði engum áttum. Við
brutum samt ekkert úr safni bars-
ins, heldur tókum sjálfir með okkur
leikmuni i þessu skyni. Það er ókurt-
eisi að brjóta annarra manna stóla."
Ekki tóm partí-geðveiki
Samkvæmt Bjarna er myndbandið
ekki tóm partí-geðveiki heldur
mótar fyrir söguþræði og leik-
rænum tilburðum sem eru í takt við
lagið sem myndbandið er við. „Hug-
myndin er að myndbandið byrji á
skoti af okkur að vakna þunnir og
allt er í rúst í kringum okkur. Svo
Bar-flugur?
rifjum við í sameiningu upp kvöldið
áður og þá er skyggnst inn i það sem
á gekk - sem var ýmislegt. Svona
virkilega gott kvöld í Reykjavík, það
var stemningin sem við vorum á
höttunum eftir. Við skemmtum
okkur konunglega við myndbands-
gerðina, svo mjög að ég var að niður-
w lotum kominn þegar henni var að
| ljúka. Það er kannski ekki skrýtið
| því ég hafði þá verið á löppum í
I rúmar 40 klukkustundir, kom beint
•f í tökur af næturvakt. Við fengum
svo fullt af vinum og kunningjum
til þess að hjálpa okkur með partí-
senurnar, gáfum bjór og brennivín
og skemmtum okkur með þeim. En
þetta var líka heilmikil vinna, flott
myndband gerist ekki af sjálfu sér.“
Rándýrt!
Við myndbandsgerðina fengu Jeff-
menn aðstoð frá þeim Gunna Palla
og Tomma hjá SagaFilm, auk þess
sem Sindri Kjartansson sá um fram-
leiðsluna. En skyldi ekki vera dýrt
að taka upp svona partímyndband?
„Jú blessaður, þetta var rándýrt!
Samt sluppum við ansi vel enda gáfu
margir góðir menn vinnuna sína.
Svo brúum við bilið að einhverju
leyti með dyggri hjálp styrktaraðila.
Það breytir því ekki að þetta verður
líklega eina myndbandið á þessari
plötu. Við erum strax spenntir að
taka upp nýtt. Svo er ýmislegt á döf-
inni, jafnvel ferð til vesturheima.
Við spyrjum að leikslokum," sagði
Bjarni Hall, söngvari rokksveitar-
innar JeffWho?.
haukur@bladid.net