blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 14
blaöid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SKEMMDARVERK A SUÐURLANDI Blaðið hefur að undanförnu fjallað um ótrúlegar fyrirætlanir á Suðurlandi. Þar hefur í nokkurn tíma tíðkast malarnám úr hlíðum Ingólfsfjalls með þeim afleiðingum að sárin blasa við þúsundum vegfarenda sem aka milli Hveragerðis og Selfoss dag hvern. Byrjað var neðarlega í fjallinu en síðan fóru stórvirkar vinnuvélar að færa sig upp á skaftið og voru komnar upp í miðjar hlíðar þar sem möl var rutt niður og stórir vörubílar tóku við. Eitt af fegurri fjöllum lands- ins er flak eitt eftir malarnám síðustu ára og það sem meira er - þetta er bara byrjunin. Samkvæmt skýrslu sem hefur verið birt er ráðgert að taka tvær milljónir rúmmetra ofan af fjallinu á næstu árum og mun það lækka um 80 metra við aðfarirnar. Sárin sem nú blasa við vegfarendum á þjóðvegi 1 eru aðeins byrjunin - verkið er rétt að byrja. Flestir hefðu búist við háværum mótmælum náttúruverndarsinna, að ekki sé nú talað um íbúa og sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Þögnin ein hefur hins vegar ríkt um þetta mál. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu þögðu þunnu hljóði þegar Blaðið leitaði álits þeirra á þeim skemmdar- verkum sem þarna er verið að vinna - því skemmdarverk eru þetta svo sannarlega. Lítið hefur borið á gagnrýni frá íbúum og enginn náttúru- verndarsinni hefur tjaldað við rætur fjallsins yfir sumartímann til að mótmæla verknaðinum. Sennilega eru þeir uppteknir uppi á öræfum. Mörður Árnason ritaði ágæta grein um þetta mál á heimasíðu sinni fyrir nokkrum dögum og var yfirskriftin „Villimennska á Ingólfsfjalli." Þar segir hann meðal annars orðrétt: „Maður trúir því ekki fyrr en tekið er á að nágrannar námunnar í sveitar- félaginu Árborg og i Hveragerði - og um allt Suðurland - láti verktaka- fyrirtæki Fossvélar komast upp með þetta. Sveitarstjórn Þorlákshafnar er hins vegar alsæl og sátt við námuna, enda sjást spjöllin varla þaðan þó fjallið sé formlega í landi sveitarfélagsins Ölfuss." Það er óhætt að taka undir með Merði. Það er hneyksli að þetta skuli vera leyft. Auðvitað þarf að finna möl til að leggja vegi og annað þess háttar en það er engin afsökun fyrir því að valinn sé staður í nokkurra metra fjarlægð frá fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Þetta er ekkert annað en villimennska eins og Mörður Árnason segir. Hingað og ekki lengra. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Morgunblaðið. "Þetta námskeið hjálpaði mér að rúmlega fjórfalda leshraða minn." Kristján Ó. Davíðsson 18 ára nemi í VÍ. "Ég hef margfaldað lestrarhraða minn." Monika Freysteinsdóttir, 22 ára Háskólanemi. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurð, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spenn- andi, árangursrlkt, hvetjandi, góð þjónusta, frábært, markvisst, hnitmiðað. ....næsta námskeið 15. febrúar SELFOSS - 25. janúar Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 I IR^kÐLESTRARSKÓLINN 14 I ÁLZT LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 ! blaöió Vw tu 5/ut Hj4 téR. USTifiií m y Mjinu SoLuLE’Giti Niífj/r tFt/r as> lfiÞ c fEKGUftl (Cv'E’NGóLií TiL Hf> 5ftEV#| MíUN Mö> tHANlEOBSUSTj SJÍlFSm>ÍSl:L,Klí','í5 I GAftPA'2**6 Einkennilegt lýðræði prófkjörsins Allir þekkja frasann um það að próf- kjör séu lýðræðisleg aðferð við að raða á framboðslista. Einu sinni var ég staðfastlega þeirrar skoðunar en nú er ég ekki lengur svo viss. Próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og viðbrögð við því sýna glöggt hversu gölluð þessi aðferð er. Karlar röðuðu sér í efstu sæti og konur voru settar til hliðar. Lýðræðisást kjósenda í þessum fína bæ virðist takmarkast við völd annars kyns- ins. Niðurstaðan var einfaldlega sú að karlmenn ættu að stjórna í Garðabæ. Fín kosning? Þetta voru vægast sagt vandræðaleg úrslit sem fáir virtust fagna, nema þá helst karlarnir fjórir sem röðuðu sér í efstu sætin. Þeim barst reyndar stuðningur úr herbúðum ungra sjálfstæðismanna sem sögðu listann vera sigurstranglegan. Þá minnist maður allra þeirra furðulegu álykt- ana sem komið hafa frá ungum sjálfstæðismönnum á liðnum árum, en ekki verður beinlínis sagt að þar hafi skynsemi ætíð verið sett í forgrunn. Þetta er sennilega ekki glórulausasta ályktun sem komið hefur frá þeim félagsskap, en vitlaus er hún samt. Einnig stigu fram á svið nokkrar sjálfstæðiskonur sem héldu þvi fram að konurnar sem buðu sig fram gegn körlunum hefðu hlotið fína kosningu. Sjálfsagt er slíkt skil- greiningaratriði. Ég geri reyndar ráð fyrir að konurnar hafi boðið sig fram til að komast í örugg sæti. Þær sitja hins vegar eftir, valdalausar. Ég sé ekki alveg að það sé „fín“ kosn- ing. Eða hafa konur í Garðabæ ekki metnað á við karla? Sagt er að karl- arnir fjórir séu úrvals stjórnmála- menn. Ég ætla ekki að bera brigður á Kolbrún Bergþórsdóttir það. Mér finnst hins vegar skrýtið ef engin kona í Garðabæ stenst saman- burð við þá. Á að breyta úrslitum? Það ætti að blasa við hverjum manni að listinn i Garðabæ er ótækur. Lausnin virðist vera sú að hrófla við honum. En þá standa menn frammi fyrir öðrum vanda. Kosningin í Garðabæ var lýðræðis- leg, vilji kjósenda réði úrslitunum. Ef menn breyta listanum þá eru þeir að ómerkja lýðræðislega kosningu vegna þess að úrslitin voru þeim ekki að skapi. Slíkt virðist eiga sára- lítið skylt við lýðræði. Menn geta vissulega verið ósáttir við úrslit og í Garðabæjarkosningunni er sannar- lega ástæða til en leikreglum verður ekki svo auðveldlega breytt eftir á. Hins vegar sýnir karlakosningin að þörf er á reglum um kynjahlutfall. Ekki er þar með sagt að þær þurfi að vera strangar og byggja á helminga- skiptum en eitthvert viðmið mætti hafa svo annað kynið einoki ekki framboðslista. Þjóðfélagið saman- stendur af konum og karlmönnum sem eiga að vinna saman. Sjálfsagt er besta leiðin í stöðunni að tveir af karlmönnunum fjórum víki fyrir konum, samkvæmt kurt- eisisreglunni góðu: Damerne först. Sjálfsagt hafa þeir lagt út í mikinn kostnað vegna prófkjörsins og vissu- lega er súrt að vinna í prófkjöri en þurfa samt að tapa. Vænlegri leið en þessi virðist samt ekki i boði. Ekki er samt sjálfgefið, og ekki sjálfsagt, að sigurvegararnir í prófkjörinu sýni af sér slíka göfgi. Ekki ætla ég að velta mér upp úr pólitískum vanda Garðabæjar sem mér virðist vera ansi skringilegur bær. Ég horfi til annarra prófkjöra af nokkurri forvitni. Mér er sagt að Garðabær hafi alltaf verið sérlega karlvænt bæjarfélag og ólíklegt sé að konur fái sömu útreið annars staðar og þær fengu þar. Maður getur samt aldrei verið viss. höfundur er blaðamaður Klippt & skorið klipptógskorid@vbl.is Vangaveltur I eru uppum ! að Dagur B. Eggertsson muni HK— ekki taka annað H%.' sætið á lista Sam- HL—J fylkingar fari svo að hann tapi fyrir annað hvort Stefáni Jóni eða Steinunni Valdísi I prófkjörinu f byrjun næsta mánaðar. Sama saga gengur um Steinunní Valdísi - að það sé fyrsta sætið eða ekkert. Stefán Jón mun hins vegar ekki vera að velta eitthverju slíku fyrir sér - hann ætlar að taka örlögum sínum, hver sem þau verða. Peir sem fylgjast með viðskiptalffinu taka eftir því að nýrri stjörnu hefur skotið upp á himinn stjórnarmanna. Sú heitir Lilja Dóra Halldórsdóttir Guð- bjarnarsonar, fyrrum bankastjóra Útvegs- og Landsbanka og nú Vfsa forstjóri. Lilja Dóra er þegar komin í stjórn Dagsbrúnar Jóns Ásgeirs og Sam- skipa Ólafs Ólafssonar. Vonandi hafa þessir ágætu herramenn valið Lilju Dóru vegna verð- leika hennar en ekki til þess að reyna að skapa sér gott veður hjá Fjármálaeftirlitinu, sem stýrt er af eiginmanni hennar, Jónasi Friðriki Jónssyni Magnússonar, lögmanns 365 miðla og lögmanni neytenda. Talandi um Jón Ásgeir þá er fyllsta ástæða til að hrósa honum og Baugi fyrir gott uppgjör sem birt var (gær. Hagnaður Baugs nam 28 milljörðum á sfðasta ári og hlýtur það að teljast dágóð afkoma. Jón Ásgeir hefur orð á sér fyrir að vera fundvís á góðar fjárfestingar og það er Ijóst að hann hefur dottið í lukkupottinn á síðasta ári. Til marks um stærð Baugs þá er það athyglisvert að (eigu fyrirtækja Baugs eru 3.500 verslanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.