blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö Ingólfur Bender í spjalli um horfur áfjármálamarkaði: Kátt í Kauphöliinni á nýju ári -er von á timburmönnum? Blalll/SteinarHugi Það hefur verið kátt í Kauphöll ís- lands það sem af er ári. Hækkanir á hlutabréfamarkaði virðast enda- lausar og greiningardeildir bank- anna hafa sent frá sér bjartsýnis- spár fyrir ár komandi. En hvað merkja þessar hækkanir? Er eitt- hvað á bak við þessar væntingar manna til markaðarins annað en trú á einstökum mönnum? Mun hinn almenni borgari þurfa að herða sig á hlaupunum til að halda verðgildinu uppi? Ingólfur Bender, forstöðumaður grein- ingardeilar íslandsbanka, segir í viðtaii við Ernu Kaaber að þó aukin trú á einstökum mönnum skýri hækkanir á markaðnum sé fleira að skoða. Ekki sé hægt að setja samansemmerki milli hækk- ana nú og hina svokölluðu netbólu aldamótanna. Hvað skýrir þessar hækkanir að undanförnu? ,Það eru í raun engar beinar fréttir af þessum félögum sem skýra þessar hækkanir að undanförnu. Engar aðrar en salan á Straums-Burðar- áss hlutnum í Islandsbanka sem þýddi breytingar fyrir þessi tvö félög og reyndar víðar í fjármála- geiranum. Hækkanirnar hafa verið mun víðtækari og kannski meiri en hægt er að skýra út frá þessum eignatilfærslum einum sér. Hækk- anir þessar verður hins vegar að skoða í víðtækara ljósi og þá sem framhald af þeim miklu hækk- unum sem hafa átt sér stað undan- farin misseri og sem angi af þeim miklu breytingum sem við höfum verið að ganga í gegnum.“ Hvað skýrir þessar gríðarlegu hœkk- anir í FL-Group, frá útboðsgenginu 13.6 upp í rúm 22 stigá stuttum tíma? ,FL Group á hlutfallslega stóra eignar- hluti í öllum bönkunum en verð hluta- bréfa í þeim hefur hækkað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Hækkanirnar hafa endurspeglast í verði FL sem og verðhækkanir á eignarhlut félagsins í easyjet. Við þetta bætast væntingar um árangur af kaupum félagsins í Sterling ásamt mögulegum samlegðaráhrifum af væntri yfirtöku á easyjet. Það eru fyrst og fremst þessir þættir, ásamt væntingum um frekari fjárfestingar í anda þeirra sem hafa verið gerðar, sem hafa drifið hækkun verðs bréfa í félaginu. Við það bætast væntingar til stjórnenda félagsins sem byggja á þeim fjárfestingum sem þeir hafa staðið í, hvernig þær hafa gengið auk stefnu félagsins." Þannig að trú almennings á Hannesi Smárasyni er lykillinn á bak við hækk- anirnar í FL-Group? ,Já og því stjórnunarteymi sem hann hefur með sér ásamt þeim breyt- ingum sem það hefur staðið fyrir á félaginu. Það skýrir auðvitað talsvert af þessari hækkun á verði bréfa í félag- inu. Það hefur sýnt sig að það smitar yfir í virði félaga að hafa fjárhagslega sterka kjölfestufjárfesta sem hafa skýra framtíðarsýn og fylgja henni eftir. Önnur dæmi um þetta eru Acta- vis, Bakkavör og Landsbankinn." Þessi mikla hækkun á markaðnum undanfarið, má ekki bera hana saman við þessa netbólu sem var í gangi um síðustu aldamót? „Mikil hækkun verðs hlutabréfa á skömmum tíma er það sem er sam- bærilegt. Þegar kafað er dýpra sést talsverður munur sem bendir til þess að hækkanirnar nú ættu að verða var- anlegri en þá. Á árunum 1999-2000 sáum við miklar hækkanir á bréfum félaga sem voru drifnar nær einvörð- ungu á grundvelli væntinga um mikinn hagnað í framtíðinni. Þetta voru félög í netbólunni, netfyrirtæki og önnur ung fyrirtæki sem voru oftar en ekki rekin með tapi en bú- ist við að þau myndu skila hagnaði þegar litið var fram í tímann. Þessu er öðruvísi háttað núna. Afkoma þessara félaga, sem vega hvað mest í úrvalsvísitölunni og eru mest í um- ræðunni, ekki síst bankanna, hefur verið gríðarlega góð, jafnvel svívirði- lega góð finnst sumum. Sögulega miklu betri afkoma heldur en við höfum séð áður. Það skýrir þessar hækkanir að miklu leyti.“ Markaðurinn hefur þegar náð ríflega helmingi hækkunar sem spáð er fyrir árið 2006 KB-banki spáir úrvalsvísitölunni upp í 7.000 stig og þið talið um 20% hækkun í ár, erþetta raunhæft? „Það eru þegar komin 11% af þessum 20% sem við spáum. Þó tals- vert sé afstaðið þá er dágóð hækkun eftir að okkar mati, a.m.k. í ljósi þess sem vænst er á erlendum hluta- bréfamörkuðum. Þetta gæti auð- vitað farið yfir þessi 20%. Þegar við spáum fyrir um hækkun sem þessa þá þýðir það ekki að við reiknum endilega með stöðugri og jafnri hækkun. Verðið kann að sveiflast mikið á tímabilinu." Á hverju byggirþessi spá? „Við byggjum þessa spá okkar á nokkrum þáttum. Það er mikið pen- ingamagn í umferð og mikið af því fé hefur skilað sér inn á hlutabréfa- markaðinn. Það eru góðar horfur um hagvöxt á þessu ári eftir afar góðan hagvöxt á síðasta ári. Það má búast við að ráðist verði í frek- ari útrásarverkefni af hálfu stærstu félaganna og mun það skila sér inn á markaðinn. Það eru líka hræringar á fjármálamarkaði, frekari endur- skipulagningar á eignahaldi sem við munum sjá. Það er svo að vænta góðrar afkomu flestra félaga sem á eftir að sýna sig í þeim uppgjörum sem birt verða á næstu vikum. Það á eflaust eftir að skila sér inn á hlutabréfamarkaðinn. Það er einnig góður aðgangur að fjármagni hér- lendis sem erlendis. Svo er hugsanlegt að við munum sjá einhverja erlenda fjárfesta á íslenskum markaði á þessu ári sem yrði í sjálfu sér ákaflega jákvætt. Við eigum ekki endilega von á að sjá þá eignast verulega stóra eignarhluti í félögum hér. Það er búið að vinna tiltölulega mikið kynningarstarf erlendis, á bönkunum og öðrum félögum. Ég gæti vel séð að það fari að skila sér. Þrátt fyrir miklar verð- hækkanir á innlendum félögum undanfarin misseri er verðlagning 99....................... Fjármálafyrírtækin eru yfirgnæfandi á þessum markaði og breytingar á einstökum félögum geta haft afar mikil áhrifá heildarmarkaðinn. þeirra ekki úr takti við það sem við sjáum í verðlagningu sambærilegra félaga erlendis. Krónan er hins vegar alltaf þröskuldur í kaupum erlendra aðila á hlutum í félögum á íslenska markaðinum." Erum við þá að horfa t einhverja heimsþenslu eða eru Islendingar bara að ná í skottið á öðrum þjóðum? „fslenska hagkerfið hefur allt verið í mikilli framþróun á síðustu árum. Miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað sem hafa skilað okkur hag- vexti sem hefur verið umfram það sem við sjáum annars staðar. Með þessu höfum við verið að færast upp listann yfir tekjuhæstu þjóðir heims. Breytingarnar hafa í mörgu verið í takti við það sem áður hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar. Má þar nefna einkavæðingu bank- anna og útrás sem og almenn mark- aðsvæðing hagkerfisins með auknu frelsi á mörkuðum fyrir vinnuafl, fjármagn, vöru og þjónustu." Þannig að þú vilt ekki meina að þessar hækkanir séu óraunhæfar? „Ég tel að þessar hækkanir endur- spegli að stærstum hluta þá öru fram- þróun sem þau félög sem markaðinn mynda og starfsumhverfi þeirra hefur verið að ganga í gegnum und- anfarið. Þetta eru gríðarlegar breyt- ingar á stuttum tíma þar sem tæki- færi til vaxtar hafa myndast og verið nýtt. Þessum breytingum hafa fylgt væntingar um öra framþróun þessara félaga á næstu árum. Að einhverju leyti kunna þessar vænt- ingar að vera óraunhæfar, ég ætla ekki að útiloka það. Við fáum ekki úr því skorið fyrr en eftir á. Fræðin gefa heldur ekki haldbæra reglu sem hægt er að nota til að skera endan- lega úr um hvort hér sé verðbóla eða ekki. Það er samt margt sem segir að þessar hækkanir, sem við höfum verið að ganga í gegnum undanfarið ,séu mun betur ígrundaðar, byggðar á miklu traustari þáttum, en þegar bólur hafa myndast á hlutabréfa- mörkuðum í fortíð.“ Er enn tími fyrir litlu fjárfestana til að stökkva á vagninn eða gætu þeir brennt sig illa líkt og þeir gerðu í netbólunni? „Þeir sem fjárfesta til lengri tíma, helst árs eða lengur, geta vænst við- unandi ávöxtunar. Að fjárfesta til skemmri tíma er áhættusamara, einkum ef kaupin eru fjármögnuð með lántöku. Slíkt kann að skila miklum hagnaði en talsvert tap er líka mögulegt. Rætist spá okkar um 20% hækkun yfir árið er klárlega tækifæri á markaðinum í dag fyrir litla fjárfesta sem stóra." Aukin hækkun - aukinn hraði Eru þessar væntingar líklegar til að keyra upp hraðann í samfélaginu? „Verðþróun hlutabréfa er nokkuð nátengd ganginum í samfélaginu. Sú verðmætaaukning sem hefur verið á hlutabréfamarkaðinum að undanförnu telur í tugum milljarða. Eigendur upplifa sig betur stæða en áður og skilar það sér út í aukna neyslu þeirra og fjárfestingar og þá auknum hraða í samfélaginu ef svo má kalla. Væntingarnar skila sér þannig. Ég held að miklar vænt- ingar til stjórnenda þessara félaga séu klárlega til staðar. Við höfum haft það lán að þarna hafa valist inn stjórnendur sem eru mjög hæfir og hafa sýnt það á alþjóðavísu með þvi sem þeir hafa verið að gera erlendis. Það eru miklar væntingar til þess að þeir geri góða hluti í framtíðinni og það er byggt inn í þetta verð.“ Á litlum markaði hafa litlar breyt- ingar mikil áhrif-getið þið nokkurn tímann ráðið viðþað? ,Við munum aldrei sjá fyrir alla þá þætti sem hafa áhrif. Fjármálafyrir- tækin eru yfirgnæfandi á þessum markaði og breytingar á einstökum félögum geta haft afar mikil áhrif á heildarmarkaðinn.“ Hversu mikil áhrifhefurfjölmiðlaum- ræðan á markaðinn? „Ég held að hún hafi vaxandi áhrif. Það er mikil vakning meðal almenn- ings gagnvart því sem er að gerast í viðskiptalífinu. Eftir síðustu niður- sveiflu var almenningur svolítið brenndur eftir þær lækkanir sem þá urðu og hélt sig frá markaði. Það voru stærri fjárfestar, lífeyrissjóðir og aðrir sem voru fyrirferðamestir. Núna hefur þetta verið að breytast. Við sjáum almenning mun meira inni á þessum markaði, ekki síst á síðasta ári. Þar er þessi almenna umræða eins og hún hvíslast út í gegnum fjölmiðla sem hefur áhrif.“ Hvaða gildi hefur þá eignahald á fjölmiðlamarkaði? „Éf það væri raunin að þú sem stór eigandi að félagi á markaði stýrðir umfjöllun fjölmiðla og gætir þannig stýrt skoðunum almennings í gegnum fjölmiðla gætir þú haft áhrif á hlutabréfaverð til skemmri tíma. Það gengi þó ekki í lengri tíma því á endanum er það rekstrar- afkoma og framtíðarhorfur viðkom- andi félags sem ákvarðar verð þess. Ef við tökum þau félög sem mynda Islenska markaðinn, virði þeirra og hverjir eiga þau og síðan hverjir eiga fjölmiðlana og hvernig þeir stýra þeim tel ég ekki ástæður til að hafa miklar áhyggjur. Það er hins vegar rétt að hafa vakandi auga í þessum efnum.“ En getur fjölmiðlaumfjöllun í svona litlu landi haft meiri áhrif og hraðar á markaðinn en annars staðar. Væri þá ekki hægt að nýta sér það til skammtímagróða? „Fjárfestar hér á landi fylgjast held ég ekkert betur eða verr með þeim fréttum sem geta verið verðmynd- andi fyrir félögin sem markaðinn mynda en fjárfestar á stærri mörk- uðum erlendis. Ég sé því ekki að smæð markaðarins ætti að vera sér- stakt áhyggjuefni í þessu.“ Markaðsvaktin - Veist þú hvað er að gerast á markaðnum í dag? ÍKEYPIS á nvww.mentis.is Microsoft C E R T I F I E D Sigtúni 42 105 Reykjavfk Sfmi 570 7600 infoOmentis.is ^'mentis HUGBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.