blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 34
34 I ÁHUGAVERT
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöi6
Tilraunakennd raftónlist
verður... áhugaverð?
Búdda-boxið er merkilegt fyrirbœri
Pýska plötuútgáfan Staalplaat
sérhæfir sig í tilrauna-
kenndri raf- og tilraunatón-
list og er þekkt víða um heim fyrir
vandaða, óhefðbundna tónlist og
virðulegan útgáfulista, þó hún
geri sjaldan miklar rósir á metsölu-
listum. Að auki er útgáfan rómuð
fyrir smekklegar og oft byltingar-
kenndar útfærslur á „plötuumslag-
inu“, en Staalplaat ætti og að vera
íslendingum að einhverju kunn því
liðsmenn hinnar goðsagnakenndu
óhljóðasveitar Stilluppsteypu hafa
gefið út nokkrar skífur undir því
merki. Nýlegt uppátæki útgáfunnar
hefur vakið nokkra athygli meðal
áhugamanna um óhefðbundna raft-
ónlist, en það er þess eðlis að hinn
„venjulegi“ tónlistarunnandi ætti
síst að láta það framhjá sér fara.
Um er að ræða nýja útgáfuröð
á vegum Staalplaat, þar sem flutn-
ingur og framsetning tónlistar - að
ekki sé minnst á umbúðir hennar
- eru tekin til endurskoðunar og
sett fram á nýstárlegan máta sem
gæti jafnvel breytt hugmyndum
okkar um „neyslu“ tónlistar. 1 stað
þess að tónlistinni sé dreift i formi
geisladiska, vínilplatna, kassetta
eða útvarpsbylgja fær kaupandinn
,plötuna“ í formi lítils kassa sem
minnir um margt á gömlu transi-
storútvörpin. Nefnist kassinn góði „
Buddah Box“ (eða: „Búddaboxið“ á
Hér má sjá Búddaboxið i allri sinni dýrð
góðri íslensku) og er á honum lítill
hátalari, útgangur fyrir heyrnartól
(eða steríógræjur) ásamt tökkum til
að kveikja á boxinu, velja „lög“ og
stýra hljómstyrk þess.
Afslappandi og falleg stemn-
ing hvar sem hennar er þörf
1 þessari fyrstu útgáfu kassans má
hlýða á verk alþjóðlega dúettsins
FM3, sem samanstendur af Þjóð-
verjanum Christiaan Virant og kín-
verska tölvutónlistarmanninum
Zhang Jian, en þeir hafa unnið
saman um árabil og m.a. átt hljóð-
innsetningar í Lovre safninu. Þeir
leggja til níu „lög“ í formi stuttra
hljóðslaufa (þær lengstu ná 10 sek-
úndum) sem spilast út í hið óendan-
lega, allt þar til rafhlöðurnar klár-
ast, skipt er um lag eða slökkt er á
tækinu.
Hljóðslaufurnar eru af þeirri
gerð tónlistar sem almennt kall-
ast „ambient" eða sveimtónlist, en
fyrir ókunna má nefna nokkrar af
plötum Brian Eno (t.d. Music for
airports) sem dæmi um slíka. Slíkri
tónlist er yfirleitt ætlað að veita þægi-
legan bakgrunn fyrir aðrar athafnir,
hún hefur sig lítið frammi heldur
gegnir frekar því hlutverki að skapa
og móta stemningu (þó auðvitað
sé einnig hægt að leggja betur við
hlustir og njóta agnúa hennar). Því
gefur augaleið að þegar búið er að
koma verkunum í þannig samhengi
að þeim lýkur aldrei, heldur mala
þægilega áfram í ljúfum nið, getum
við notað tækifærið og skoðað hug-
myndir okkar um tónlist sem hug-
tak og áhrifaþátt nánar.
Fyrst og síðast er um að ræða
áhugaverða nýjung í útgáfu og
dreifingu á tónlist - nokkuð sem
að víst er að mun vekja athygli og
umræður þar sem það er að finna.
Búddaboxið er fallegt á að líta og
gaman að leika sér með; kemur í
ýmsum litum, er tiltölulega ódýrt
og haft er fyrir satt að það myndi
afslappandi og fallega stemningu
hvar sem það er haft í gangi (líkt
og er tilfellið með marga sveim-tón-
list, enda er hún oft spiluð á lágum
styrk á stöðum þar sem fólk þarfn-
ast hjálpar við afslöppun, s.s. flug-
völlum og í verslunarmiðstöðvum).
Hægt er að fræðast nánar
um Búddaboxið og starfsemi
Staalplaat á vefsíðu útgáfunnar,
www.staalplaat.com.
Dúettinn FM3 að störfum
SUMARHUSALAN
Talaöu viö okkur ef þú ætlar aö byggja, kaupa eöa breyta suniarhúsi og þú færö hagstætt lán fyrir allt að 60°
af verðmæti eöa 75% af byggingarkostnaði dæmiummanaðarlegagreiðslubyrðiaf 1.000.000kr.*
sumarhúss. Konrdu til okkar í Lágmúla 6. hringdu | Lánstímí Isár l ioar hsar
1540 5000 eöasenduokkurpóstáfrjalsi@frjalsi.is. 4,95°o vextir ts.ssokr lo.ssokr. 7.8sokr.
4,95%
FRJALSI
Viö viljum að þer liöi líka vel um helgar!