blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö Vísitala bygg- ingarkostnað- ar hækkar SÁÁ: Léttvínsneysla dregur fólk inn á Vog Fleiri miðaldra einstaklingar eiga við áfengisvandamál að stríða vegna aukinnar léttvínsneyslu. Á heimasíðu Hagstofunnar kemur fram að vísitala byggingarkostn- aðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar, hækki um 2,68% í febrúar. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðustu 12 mán- uði. Hækkun vísitölunnar skýrist að mestum hluta á samnings- bundnum hækkunum launa, en launaliður vísitölunnar hækkar að meðaltali um 4,4%. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkað um 3,8%. ■ Iceland Express.com Sífellt fleiri miðaldra einstaklingar leita nú til SÁÁ vegna ofneyslu á léttum vínum og bjór. Um er ræða fólk sem aldrei áður hefur átt við áfengisvandamál að stríða. Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir þennan hóp fólks fara vaxandi með ári hverju. Nýkomur aukast Nýkomur einstaklinga á aldrinum 40 til 60 ára inn á Vog hafa aukist á undanförnum árum og telur Þórar- inn Tyrfingsson það skýrast fyrst og fremst af aukinni léttvínsneyslu. Óhóf léttvínsneysla er vaxandi vandamál. „Það er aukning hjá fólki á miðjum aldri sem ekki hefur áður átt við áfengisvandamál að stríða. Þetta fólk er að koma inn vegna þess að það er að nota vín daglega. Þetta er oft sterkt fólk sem hefur staðið upp úr í lífsbaráttunni og fer ekki að mæta hér að ástæðulausu. Því líður illa og það eru talsverðir erf- iðleikar og einkum innra með því. Þetta er ekki fólk sem er alltaf á lögreglustöðinni." Ekki bjartsýnn Þórarinn telur ástæðuna fyrir þessari aukningu felast m.a. í því hvernig fólk á það til að umgangast léttvín með öðrum hætti en sterkt. „Ég held að orsökin sé sú að menn líti ekki á heildaráfengismagnið, hversu mikið er drukkið. Þessi saga að þú getur ekki verið alkohólisti ef þú drekkur bara bjór, er ekki sönn. Fjórðungur af þeim sem við fáum drekka bara bjór.“ Þá er Þórarinn ekki bjartsýnn á að ástandið muni lagast. „Ég veit að þetta verður vax- andi vandamál á næstu árum.“ Beint flug frá Akureyri til Kaupmanna- hafnar Iceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí. Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur. Far milli Akureyrar og Dan- merkur kostar það sama og aðrir farmiðar Iceland Express, 7.995 krónur aðra leiðina, og hefst sala þeirra á næstunni. I sumar mun Iceland Express einnig fljúga til Frankfurt, Friedrichshafen, Berlínar, Stokk- hólms og Alicante auk þess sem flogið er til Lundúna og Kaup- mannahafnar árið um kring. ■ Fíkniefna- brotum fjölgar Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 10 mánuði skilorðbundna, fyrir vörslu á ríflega 300 grömmum af hassi, auk eignarspjalla og þjófnaðar á bíl. Brotin voru framin í desember og hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu og m.a. hlotið tvo refsidóma og rauf hann skilorð ann- ars þeirra með þessum afbrotum. Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Á heimasíðu Víkurfrétta kemur einnig fram að skráðum fíkniefnabrotum hafi fjölgað í umdæmi lögregl- unnar í Hafnarfirði um 102% frá árinu 2002, úr 126 brotum í 254. ■ Lægstu laun skulu hækka Hagnaður Baugs 28 milljarðar Sveitarfélög geta ekki elt markaðslaun Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga ritar Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri félagsins, pistil þar sem hann segir að í þenslu- ástandi séu tíðum greidd hærri laun á hinum almenna vinnumarkaði en kjarasamningarkveða á um. „ Sveitar- félögin geta almennt ekki hagað sér með þeim hætti að hækka laun í þenslunni og lækka þau síðan aftur þegar harðnar á dalnum.“ Þórður segir að eina leiðin til að vinna sig út úr vandanum sé víðtæk samstaða sveitarfélaga á vettvangi launa- nefndar sveitarfélaganna. ■ Staða félagsins sterkari en nokkru sinni fyrr Hagnaður Baugs Group á síðasta ári nam 28 milljörðum króna eftir skatta, þar af eru 15 milljarðar innleystur hagnaður. H e i 1 d a r - eignir Baugs Group voru bókfærðar á 145 milljarða króna í lok desember 2005. Eigið fé var 62,9 millj- arðar króna og eiginfjárhlut- fall félagsins 43%. Þá nam arðsemi eigin fjár 78,7% á árinu 2005. Góð afkoma félagsins stafar af inn- leystum og óinnleystum hagnaði af fjárfestingum félagsins í Bretlandi, Danmörku og íslandi en Baugur Group er kjölfestufjárfestir og leið- andi söluaðili þekktra vörumerkja í þessum þremur löndum. Baugur eykur fjárfestingar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, segir það sérstaklega ánægjulegt að hagnaður félagsins byggist ekki á einni eða tveimur fjár- festingum,helduráþeimháttÍ3ofyrir- tækjum sem Baugur Group er kjöl- festufjárfestir í. „Þetta sýnir betur en margt annað hversu miklum árangri við höfum náð á undan- förum árum. Nú er dreifingin mun meiri, bæði á milli landa sem og á milli fjölda sterkra félaga sem starfa á mismunandi sviðum smásölu, fast- eigna og fjárfestingastarfsemi, auk fjarskipta og fjölmiðlastarfsemi," segir Jón Ásgeir. Velta félaganna nam á síðasta rekstrarári um 950 milljörðum króna og EBITDA hagnaður (hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- liði) þeirra var um 40 milljarðar króna. I eigu þessara fyrirtækja eru 3.500 verslanir á Islandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Baugur Group hefur aukið fjárfest- ingar í skráðum félögum og er í dag á meðal helstu fjárfesta í FL Group hf„ Dagsbrún hfi, Mosaic Fashions hf.og Keops í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Félagið hefur byggt upp eignasafn sem saman- stendur af félögum með þekkt vöru- merki sem öll eiga það sammerkt að bjóða neytendum betri vöru og þjón- ustu en þekkist annars staðar. „Eins og ég hef marg oft sagt þá er eina leiðin til að hafa betur í samkeppni að leitast stöðugt við að þjóna viðskiptavinum betur en aðrir. Þetta er það sem við höfum að leiðarljósi í allri okkar starfsemi," segir Jón Ásgeir. ■ Lægstu laun starfsmanna sveitarfé- laganna eiga að hækka, samkvæmt niðurstöðu launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær. Launa- nefnd sveitarfélaganna fékk óskoraða traustsyfirlýsingu á launamálaráðstefnunni í gær. Er henni falið að koma með útfærðar tillögur um hvernig breyta skuli launum þannig að hin lægstu hækki og jafnframt að taka sérstaklega á launa- málum leikskólakenn- ara. Niðurstöður launa- nefndar verða kynntar fyrir sveitarstjórnum ekki síðar en 10. febrúar. Á ráðstefnunni kynnti Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tillögur sem fela í sér launahækkun í tveimur skrefum og miða að því að hækka laun hinna lægst launuðu og stöðva launaskrið. Gunnar leggur áherslu á að þjóðar- sátt verði um hækkun lægstu launa þannig að verðbólga fari ekki af stað og kaupmáttur launa verði tryggður. Leikskólakennarar mótmæltu Tugir leikskólakennara af höfuð- borgarsvæðinu stóðu fyrir mót- mælum í anddyri Orkuveituhússins við upphaf ráðstefnunnar. Þar var m.a. klappað þegar borgarstjóri gekk í hús. Á spjöldum mótmælenda stóð m.a. Mennt er máttur- eða hvað? og Er menntun einskis virði? Sögð- ust leikskólakennarar vilja minna á sig með veru sinni þarna og vilja að menntun þeirra verði metin að verðleikum. Reynsla og þekking í málefnum íbúa Kópavogs Kjósum Sigurrós í þriðja sæti í prófkjörinu 21. janúar og tryggjum sterkan lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Kosningaskrifstofa Sigurrósar >orgrímsdóttur er opin að Löngubrekku 3, iími 554 3780, sigurros@kopavogur.is 5IGURRÓS í 3 SÆTIÐ Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram laugardaginn 21. janúar að Hlíðarsmára 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.