blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 22
22 I TÍSKA LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaðiö Siálfitæðisflokkurinn Sérsmíóaðir hornsófar - ykkar hugmynd, okkar smíöi simi: 553-9595 5 k,.,# Myndir/Þórdís Ágústsdóttir Þjóðarblóm Islendinga íslensk tískuvara í Lín Design Þjóðarblóm íslendinga varvalið í fyrra af landbúnaðarráðuneytinu ásamt fjórum öðrum ráðuney tum og varð holtasóleyin fyrir valinu. f tilefni þessa ákvað Helga María Bragadóttir að setja á laggirnar verslun sem sérhæfir sig í sölu á vörum sem prýða þetta fallega blóm. Verslunin, sem ber heitið Lín De- sign, selur hágæða tískuvörur fyrir svefnherbergið og baðherbergið sem skreytt eru með þjóðarblóminu, auk þess að selja svokallað „bone chiná' postulín, sem er nú mikil tískulína á vestrænum markaði. Helga María segir markaðssetningu vörunnar afar skemmtilega, sérstaklega í ljósi þess að holtasóleyin var valin þjóðar- blóm fslands. „Þetta er náttúrlega æðislega fal- legt blóm og stendur fyllilega undir nafninu þjóðarblómið. Ég ákvað að fara út í rekstur sem þennan og er spennt að sjá hvernig þetta leggst í landann. Það er textílhönnuður, Frey- dís Kristjánsdóttir, sem hannar fyrir mig útlitið á munstrinu og síðan er það ofið og saumað fyrir mig í Kína. Varan, sem samanstendur aðallega af rúmfatnaði, gardínum og dúkum, er algjör hágæðavara og gaman væri að móta ákveðna tísku í tengslum við þjóðarblómið okkar.“ Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, heiðraði viðstadda við opnun verslunarinnar í gær og flutti hann erindi um holtasóleyina. „Það er auð- vitað mjög skemmtilegt að blómið hafi verið valið þjóðarblómið og land- búnaðarráðuneytið þar af leiðandi áhugasamt um vöruna. Það skemmir ekki fyrir að fá Guðna hér til þess að tala við opnunina,“ segir Helga og bætir við að allir íslendingar ættu að eignast í það minnsta eitthvað sem prýðir þjóðarblómið. „Já, má ekki bara segja að allavega ein rúm- föt með munstrinu sé skyldueign á hverju heimili,“ segir hún og hlær. Til stendur að færa út kvíarnar og setja upp verslanir á hinum Norður- löndunum von bráðar. „Ég hef verið að hugsa um að fara út fyrir landstein- ana og er eiginlega komin á það núna eftir að hafa kynnt mér málin aðeins betur. Það gæti orðið mjög skemmti- legt að opna búðir í einhverjum af Norðurlöndunum og koma þjóðarblóminuokkar inn í svefnher bergi þar Birna Björnsdóttir gefur góð ráð: Ólikt vaxtarlag kvenna Það er kannski ekki alltaf nóg að fara í líkamsræktarátak eftir jólahátíðina því það getur tekið lengri tíma að sjá árangurinn en við höfum þolinmæði til! Fram að því getum við bætt andlegt og lík- amlegt ástand okkar meðal annars með því að huga aðeins að útliti, snyrtingu og klæðnaði. Það er góð hugmynd að nota litríkan fatnað þegar mesta skammdegið gengur yfir. Þá ætti að velja liti sem lýsa bæði upp andlitið og sálartetrið. Það er þó allra mikilvægast að velja fatnað og efni sem hentar hverju vaxtarlagi fyrir sig. Vaxtarlagi kvenna má skipta í sex flokka og hverju og einu hentar mismunandi klæðaburður. Eftirfarandi listi hjálpar lcscndum að finna út hvað hentar hverjum. LStunda- glas Axlir og mjaðmir j a f n - 1 í k a , “ Helga, en auk þ j ó ð a r - blómsins hefur hún látið hanna svip- aðar vörur með Fífumynstri. „Ég er að sjálfsögðu ekki bara með holtasóleyina í munstrunum, þó svo að það standi kannski upp úr núna. Svo er bara að bíða og sjá hvernig þetta mælist fyrir.“ Hér gefur að líta brot af vörum Lín Design, en verslunin er staðsett í Lág- múla 2, á horni Suðurlandsbrautar. Nánari upplýsingar á heimasíðunni lindesign.is. reiðar, m e s t a jafnvægi á lík- amanum. Mjúkar, ávalar línur, grannt mitti. Fallegbrjóst, mitti og fætur. Umframþyngd sest jafnt á brjóst, handleggi, mitti og mjaðmir. (Cather- ine Zeta-Jones) 2Hjarta Efri hluti líkamans er breiðari en sá neðri. Mjaðmir og læri frekar grönn. Oft fallegar fætur, mjaðmir og brjóst. Safnar mest á sig fyrir ofan mitti. (Drew Barrymore) 3Sporaskja Engin mittislína, útlimir mjög grannir. Slúttandi axlir. Getur hneigst til mjúkrar og beinnar línu. Þyngd sest á búk, ekki útlimi. 4Pera Efri hluti líkamans mjög grannur miðað við neðri hluta. Fallegt mitti, mildar og beinar línur (bæði mjúkar og beinar línur) Þyngd sest öll fyrir neðan mitti. (Jennifer Lopez) 5Beinvaxin (reglustika) Litlar, beinar mjaðmir, brjóst og læri. Venjulega mjög grannar (auðvelt að forma og því vinsælar sem módel). Beinar axlir, engar bungur og ávalarlínur. (Nicole Kidman) 6Þríhyrningur Mjög breiðar axlir og grannar mjaðmir. Þær eru oft mjög grannar með granna fætur. Mjög beinar líkamslínur (sund-og fimleikakonur). Mjúkar línur 70% kvenna hafa mjúkar líkams- línur en hin 30% beinar línur. Konur með mjúkar línur ættu að nota föt með mjúkum og sveigðum (bogadregnum) línum og mjúk fljót- andi efni. Aðsniðin í mitti og ekki of þröng, passa að fötin liggi laust niður eftir líkamanum og nota mjúka axlapúða. Beinn vöxtur Þær sem hafa beinan vöxt ættu að nota beinar línur í fatnaði en ekki mjúkar. Mega hafa beint eða aðsniðið í mittið. Þykk efni, ekki flöktandi, alls ekki mjúk mynstur eða efni. Þeim fer vel leður og rúskinn. Flestar okkar vilja helst hafa stunda- glasavöxtinn en þær sem hafa breiðari mjaðmir en axlir fer vel að nota axla- púða (ekki of stóra) til að ná þessu jafnvægi á líkamann sem sóst er eftir. Kona sem klæðist þeim fatnaði sem hentar hennar vexti, litarhafti og per- sónu, er vel klædd kona sem geislar af sjálfsöryggi! Birna Björnsdóttir The Academy of colour and style. Alþjóðlegur útlits- og tískuráðgjafi Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu laugardaginn 28. janúar 2006 Dagskrá kU315 • Venjuleg aöalfundarstörf • Ræðaformanns Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde Stjórnin PHOTOSHOP Helgina 28.-29. janúar kl. 13 -17. Verð kr. 12.900 Námskeiöiö er ætlað þeim sem eru aö stlga sln fyrstu skref i Ijósmyndavlnnslu og vilja geta breytt sinum myndum á ýmsa vegu. Nemendur þurfa aö koma með fartölvu meö uppsettu photoshop forriti. Námskeiö þetta er bæöi verklegt og bóklegt og fá nemendur ýmis verkefni að glima við. Tekin verða fyrir ýmis atriöi: Taka burt atriði úr myndum. Skera af myndum, laga halla á myndum, gera lit myndir svart/hvitar, setja texta inn á myndir og ramma. Skipta um bakgrunn á myndum.Setja réttar stæröir og upplausn á myndir fyrir mismunandi notkun, vista myndir til notkunar siöar og margt fleira. Ijosmyndari.is Nánari uppl. á v/ww.ljosmyndaii.is eöa í síma 898-3911
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.