blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 24
24 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöið
Blaðið/SteinarHugi
vm WJk Æ pfe f 'L i F "Ff
Wm/* tamm/
■11ItB ffif J ss 5MÖgjj
„Tónlistin er aðaltjáningarform
mitt, þar liggur slagæðin, en ég
skrifa líka mikið fyrir sjálfan
mig, bæði prósa og ljóð,“ segir
Bubbi Morthens sem er þessa
dagana að skrifa bók ásamt Jóni
Atla Jónassyni en vill ekkert
láta uppi um efni hennar að svó
stöddu.
Þú ert haldinn skrifhlindu, háði
hún þér tnjög þegar þú varst barn
eða átti hún kannski þátt í því að
beina þér inn á tónlistarbrautina?
„Það var hrein martröð að glíma
við skrifblinduna en þegar upp var
staðið fólst í því ákveðinn sigur.
Þegar einhver fyrirstaða er þá er
ekki óalgengt að áin finni sér aðra
leið til sjávar. Þannig var það með
mig. Ég fann tónlist og bækur. Ég
varð snemma hraðlæs og las allt
sem ég komst í hvort sem það
var Kaupmaðurinn í Feneyjum,
Tarzan, Vesalingarnir eða Maður-
inn sem hlær. Annað hvort þóttu
mér bækur skemmtilegar eða leiðin-
legar. Annað hvort hrífa hlutir mig
eða ekki og ég er óhræddur við að
segja að mér hafi leiðst eitthvað. Ég
sé engan tilgang í að lesa bók sem
nær ekki til mín. Það hefur komið
fyrir að ég hafi lesið slíkar bækur
af skyldurækni sem gerir mér ekki
gott því ég er ekki fær um að lesa
lengi á eftir. Bókmenntalega verður
mér óglatt og ég er mjög snöggur
að sjá hvort bækur eru þannig að
þær tali til mín eða ekki.
Ég las fyrir skömmu Yosoy eftir
Guðrúnu Evu. Ég hlakkaði allan
daginn til að fara heim, leggjast
undir feld og lesa. Þegar slíkt gerist
finnur maður þvílík gersemi bókin
getur verið og hvað heimur hennar
er undursamlegur. Strax á eftir las
ég Skugga vindsins eftir Carlos
Ruiz Zafón og fann fyrir sömu gleði
og undrun. Þegar maður rankar
við sér þar sem maður er farinn að
hrópa upphátt eða nota unglinga-
frasa eins og „Yes!“ í miðjum lestri
þá er mikið undur á ferð.
Ég er mjög agaður, sofna snemma
og vakna snemma en ég missti tök
á þessu öllu og las Guðrúnu Evu til
fimm á morgnana og gekk um gólf.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að
þegar ég las Skugga vindsins þá
talaði ég til Guðs og þakkaði fyrir
að hafa haldið hæfileikanum til að
lesa.“
Lífsþyrstur maður
Hrífstu af fólki á sama hátt og þú
hrífst aflistaverkum?
„Já og þar koma litir við sögu.
Ég sé allt í litum og upplifi allt í
litum. Bókin hennar Guðrúnar
Evu var mjög gul meðan Skuggi
vindsins hafði grænan og brúnan
lit og einnig var rautt í henni. Eins
er með fólk. Ég hitti fólk og sé liti.
Ef mér líka litirnir, ef það eru ekki
harðir, vondir, grimmir litir, þá tek
ég þeim manneskjum vel.
Ég treysti algjörlega á þennan
hæfileika í samskiptum við fólk.
Ég hélt lengi að allir væru svona
og það eru ekki mörg ár síðan ég
var í rannsókn uppi á Grensásdeild
hjá konu sem heitir María og hún
sagði mér að þessi eiginleiki væri
þekktur, hefði nafn og til væru
bækur um hann.“
r
v.
--------------------------------------------------------------------------\
Sjóntækjafræðingur með réttindi til
sjónmælinga og linsumælinga
Endumýjar þú gleraugun
eða langar þig bara í ný?
Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði
engin útborgun
Suðurlandsbraut50,
(bláu húsunum við Faxafen
Sími: 568 1800
þín nógu oft
GleraugaðJ