blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 10
10 i ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaðið Mahmoud Ahmadienejad, forseti frans, veifar til mannfjöldans fyrir utan Ommayad moskuna í Damascus í Sýrlandi, en hann er þar í heimsókn þessa dagana. franar og Sýrlendingar ætla að hafa með sér nánara samstarf í framtíðinni en löndin tvö eru undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjamönnum þessa dagana vegna meintra brota á alþjóðlegum sáttmálum. Japanar: Vilja banna innflutning á nautakjöti frá Bandaríkjunum Ýmislegt bendir til þess að inn- flutningsreglur hafi verið brotnar fyrir skömmu þegar kjöt var flutt flugleiðis til Japans. Shoichi Nakagawa, landbúnaðaráð- herra Japans, hefur lagt til að bann- aður verði innflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum ef í ljós kemur að gin- og klaufaveiki er til staðar í inn- fluttu kjöti þaðan. Það eru ekki nema tveir mánuðir síðan að tveggja ára banni við innflutningi frá Bandaríkj- unum var aflétt, en þessar nýjustu hótanir eru reiðarslag fyrir útflytj- endur vestanhafs. Talið er að samn- ingar um innflutning hafi verið brotnir fyrir skömmu á kjöti sem sent var flugleiðis og skoðað var á Narita flugvelli. I umræddum samn- ingum er kveðið á um að ekki megi selja hryggi eða nokkra aðra parta af skepnunni á milli landanna, vegna hættu á að þeir séu sýktir af gin- og klaufaveiki. Þá má einungis selja kjöt af skepnum sem eru 20 mánaða eða yngri. Talið er fullvíst að rannsóknin leiði í Ijós að þessi innflutningshöft hafi verið brotin og að innflutnings- bann verði sett á að nýju. Miklir fjármunir eru í húfi, en áður en innflutningsbannið var sett á seldu Bandaríkjamenn nautakjöt til Japans fyrir 1,4 milljarða dala á hverju ári og var þetta stærsti mark- aður þeirra fyrir slíkar vörur. Fari svo að innflutningur haldi áfram er óvíst að neytendur taki kjötinu fagn- andi - japanskir neytendur eru sér- staklega varir um sig þegar kemur að kjöti sem hugsanlega er sýkt. Tveggja saknað eftir að eldur kviknaði í námu í Vestur-Virginíu Björgunarsveitir leituðu síðdegis í gær að tveimur námuverkamönnum sem saknað er eftir að eldur kvikn- aði í Aracoma námunni í Logan héraði á fimmtudagskvöld. Nítján námuverkamönnum tókst að kom- ast út úr námunni í tæka tíð eftir að neyðarbjalla fór af stað. Talið er að tvímenningarnir hafi orðið viðskila við hópinn á meðan þeir voru að reyna að finna leið út úr námunni. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í námunni en neyðarbjallan fór af stað á 10 þúsund feta dýpi. Mikill óhugur ríkir meðal al- menningis í Vestur-Virginíu en tæpar þrjár vikur eru síðan 12 námu- verkamenn létu lífið þegar spreng- ing varð í Sago námunni skammt frá. Aðeins einn lifði þá sprengingu af og liggur hann enn meðvitunda- laus á sjúkrahúsi. Ekki er vitað hvað olli eldsvoð- anum í Aracoma námunni og þegar Blaðið fór í prentun var ekki vitað um örlög mannanna tveggja sem saknað er. (raskur hermaður stendur við brunnið bílflak en sprengju hafði verið komið fyrir í bílnum sem sprakk í loft upp við varðstöð lögreglunnar í Bagdad. Tveir lögreglumenn og fjórir óbreyttir borgarar særðust í þessu tilræði sem var eitt fjölmargra í höfðuðborg fraks þessa dagana. Nokkrir góðir á Laugaveginum Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 Kletthálsi 11 www.bilathing.is laugavegi 174 bU www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is Númer eilt í nntuílum Itílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.