blaðið

Ulloq

blaðið - 21.01.2006, Qupperneq 16

blaðið - 21.01.2006, Qupperneq 16
16 I ÁLIT LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 blaöiö Leyfum réttum tölum aö tala MILLJÓNIR f FYRSTA VINNXNG Náðu þér I Xaottómiða á næsta sölustað eða á lotto.is - þú gætir ■ unnið litlar 7 milljónir króna. ! a - s X>að getur allt gerst. I lotto.ls BlaÖið/SteinarHugi Blaðið heldur áfram umfjöllun sinni um mennta- mál og framlög til menntamála í forystugrein í gær. Umleiðogégfagna slíkum umræðum er miður þegar þær eru ekki háðar á réttum forsendum. Staðhæft er í forystugreininni að samanburður OECD sýni að Island „verji afskaplega litlum fjármunum til háskóla eða ríflega 1% af þjóðar- framleiðslu samanborið við 2-5% á Norðurlöndunum og í Bandaríkj- unum. Þetta er einföld staðreynd sem menntamálaráðherra getur ekki hrakið með Morgunblaðs- greinum. Hér tala tölur hlutlauss aðila sínu máli.“ Þessar staðhæfingar eru einfald- lega rangar og það getur hver sem er sannreynt með þvi að fletta upp í töflum og skýrslum OECD. Töflur eru t.d. aðgengilegar á Netinu og er slóðin www.0ecd.0rg/edu/eag2005. í nýjasta hefti ritsins Education at a Glance er að finna upplýsingar um opinber framlög allra ríkja OECD til háskólastigsins árið 2002. Þar kemur fram að framlög OECD-ríkj- anna voru að meðaltali i,o%. Fram- lag íslands var 1,0% eða hið sama og meðaltal OECD-ríkjanna. Framlög aukast mest á íslandi Á milli áranna 2001 og 2002 jukust framlög á íslandi úr o,8% af vergri landsframleiðslu í 1,0% af vergri landsframleiðslu. Þegar útgjöld til eins málaflokks hækka um 0,2 prósentustig af landsframleiðslu milli ára sýnir það svo sannarlega vilja stjórnvalda. Hækkunin á milli áranna 2002 og 2003 var enn meiri og hefur haldið áfram síðan. Við höfum verið að auka framlög okkar til háskólamenntunar hraðar en nokkur önnur þjóð á Vesturlöndum og það á sama tíma og hér hefur verið einhver mesti hagvöxtur innan OECD. Við erum því ekki einungis að skammta stærri sneið af þjóðar- kökunni til háskólanna heldur er kakan sömuleiðis að stækka mjög hratt. Norðurlöndin verja enn sem komið er hærra hlutfalli til háskóla- mála þótt í ljósi hækkunar síðustu ára á íslandi megi ætla að útgjöld séu nú orðin sambærileg við það sem gerist annars staðar á Norður- löndunum. Danir verja mest allra til háskóla eða 1,9%, Finnar 1,7%, Svíar i,6% og Norðmenn 1,4%. Framlög á íslandi voru hins vegar þau sömu og t.d. í Hollandi, Þýskalandi og Frakk- landi og örlítið hærri en opinber framlög á Bretlandi sem voru 0,8% árið 2002. Hverjar eru 2-5% þjóðirnar? Hvergi finnast hins vegar í þessari töflu þjóðir sem verja 2-5% af lands- framleiðslu til háskólamála þegar litið er til opinberra framlaga líkt og haldið er fram í forystugrein- inni. Bandaríkin verja t.d. 1,2% af landsframleiðslu til háskólamála. Það breytist hins vegar ef einnig eru tekin með í dæmið framlög einka- aðila til háskólamála, þ.m.t. skóla- gjöld. Þá sigla Bandaríkin fram úr öllum öðrum OECD-ríkjum með samtals 2,6% af vlf. Hlutföll Norður- landanna breytast hins vegar lítið nema hvað Svíar hækka úr 1,6% í 1,8% og Island úr 1,0% í 1,1%. Hér tala tölur hlutlauss aðila sínu rétta máli. Hvergi finnast þessar 2-5% tölur sem Blaðið byggir forystugrein sína á. Ég hef sjálf einungis orðið vör við þær í málflutningi Björgvins G. Sig- urðssonar, talsmanns Samfylkingar- innar í menntamálum, en hann virð- ist vera orðinn sérstakur ráðgjafi Blaðsins í þessum efnum. Hvet ég Blaðið og Björgvin til að koma ábendingum um uppruna þessarar tölfræði til almennings. Þangað til held ég að fyrirsögn for- ystugreinarinnar tali sínu máli. Höfundur er menntamálaráðherra PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA tf í m ■ f KÓPAVOGI 21. JANÚAR 2006 i Ég vil þakka þann hlýhug og stuöning sem ég hef fundið iyrir siðustu daga. - Skólastjóri Lindaskóla og bæjarlulitrúi Kjósum Gunnstein Sigurðsson í 2. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir jujfff/ aísetmngufafKJti ifgij teflns&SEáWtalcSŒx meimt^rdurhmeUameÍearm l<ennanjKnhiana!tleiEaaotttr, Pí2^fE^I<f|slAILÍ> UpplysingaríOe<tnnriturilí'simal58SlS300J ^nRrpfessioriailslriagtaskólinn^^B SBL^wwwJprofesstonatlsfis M

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.