blaðið - 03.06.2006, Page 20

blaðið - 03.06.2006, Page 20
20 I MATUR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 bla6iö RAGGA OMARS // MATREIÐSLUMEISTARA Kartöflur eru ekki bara kartöflur Þó að það séu fáar kartöflutegundir sem toppa nýsoðnar með hýðinu í kartöflusalat, þá eru nokkrar ís- lenskar tegundir sem eru alveg í góðu lagi. Þó er ein tegund sem heitir Ratte-kartöflur og koma frá Frakklandi, ég hef heyrt þær kall- aðar möndlukartöflur á íslenskunni en hef ekki neina staðfestingu á að það sé þeirra rétta nafn. Eg held að það sé út af lögununni á kartöfl- unum og einnig er nett hnetubragð af þeim. Þessar kartöflur eru með betri kartöflum sem ég hef smakkað og ég nota þær mikið á matseðlum hjá mér, á þeim veitingastöðum þar sem ég hef starfað. Þar er einnig al- ger snilld að nota þær í kartöflusalat með hýðinu og öllu saman. Þar sem margir eru byrjaðir að grilla á fullu og oft er kartöflusalat haft með grill- mat þá læt ég fylgja með uppskrift af einu slíku sem er agalega gott og þrælhollt. Fyrir fjóra: 800 g kartöflur skornar [ bita (helst Ratte-kartöflur en hægt að nota hvernig kartöflur sem er) 4 msk sólþurrkaðir tómatar (gróft saxaðir) 4 msk fetaostur(í kryddolíu) 4 radísurfþunnt skornar) blaðlaukur ca. 4 msk saxaður 2 msk graslaukur fínt saxaður 1/3 búnt ferskt dill 4 msk olían af fetaostinum salt og nýmalaður pipar Aðferð Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru tilbúnar. Verið þá tilbúin með allt grænmetið skorið og blandið öllu saman meðan kartöflurnar eru heitar. Þá kemur meira bragð af öllu grænmetinu og salatið verður betra. Smakkað til með salti og pipar. Kveðja Raggi Blaiil/Steinar Hugi Þegar sumarið loksins gengur í garð er um að gera að vera klár í að halda á vit ævintýranna á glæsiiegum jeppa. Þess vegna efnum við nú til jeppadaga á Bílaþingi Heklu og bjóðum mikið úrval á frábærum kjörum. Komdu og skoðaðu úrvalið á Bílaþingi Heklu. Laugavegi 174 | sími 590 5000 j Kletthálsi 11 | sími 590 5760 J www.bilathing.is HEKLA www.bilathing.is bilathing@hekla.is Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • laugardaga 12-16 BÍLAÞING HEKLU Niuner eitt í notuðian bílutn

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.