blaðið

Ulloq

blaðið - 15.07.2006, Qupperneq 2

blaðið - 15.07.2006, Qupperneq 2
2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaöiö blaðiðu= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMi: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Ríka fólkiö: íslendingar vel stæðir Tæpar níu milljónir jarð- arbúa eiga eignir sem nema einni milljón dollara (ríflega 75 milljónum króna) á síðasta ári og hafði þeim fjölgað um 6,5% á árinu. Af þessum milljónerum eru um 5,7 milljónir þeirra búsettir í Evrópu. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar- deildar Glitnis í gær. Þar kemur ennfremur fram að fjöldi þeirra sem eiga meira en 30 milljónir bandaríkjadala (rúma 2 millj- arða króna) og geta þar með kallast vellauðugir samkvæmt skilgreiningu í peningalegum eignum var hins vegar 85.400 í fyrra og fjölgaði þeim um 10,2% frá árinu áður. „Það er ljóst að fslendingar eru nokkuð betur stæðir en gengur og gerist meðal jarðar- búa. f fyrra mátum við að um 3.000 fjölskyldur hér á landi ættu yfir 100 m.kr. í hreinni eign. Þetta eru um 2,7% íslend- inga. Ef notað er það fjárhags- lega viðmið sem Merrill Lynch og Capgemini nota er ljóst að hlutfall fslendinga sem eru yfir )eim mörkum fer vel yfir 3% )jóðarinnar,“ segir um stöðu slendinga í Morgunkorninu ígær. Deilur eru á milli kajakræðara og veiðimanna í Hveragerði: Kajakstríð í Hveragerði ■ Varmá heillar bæði kajakræðara og veiðimenn ■ Fer ekki saman Aldís Hafsteinsdóttir Eftir Val Grettisson Stjórn Veiðifélags Varmár og Þorleifslæks hafa sent bæjarstjóra Hveragerðis bréf þar sem þeir mótmæla fyrirhugaðri aðstöðu fyrir kajakræðara við ána. Formaður félags- ins, Hannes Sigurðsson segir að ef af breyting- unum verði þá þýði það gríðarlcgt tap fyrir þá sem eiga land að ánni. Hveragerðisbær á land að ánni og segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri að ekki sé hægt að banna ungmennunum sem eru á kajökum að vera í ánni sam- kvæmt vatnalögum. „Við mótmælum fyrirhuguðum framkvæmdum enda miklir fjár- munir í húfi,“ segir Hannes en hann hefur áhyggjur af því að ef kajakróður aukist í ánni þá muni það hafa áhrif á aðsókn veiði- manna í ána. Hann segir það geta haft verulegt tekjutap í för með sér fyrir landeigendur. „Þeir fæla fiskinn og það er óþægi- legt fyrir okkur,“ segir Hannes og bendir á að hver landeigandi getur ekki tekið svona ákvörðun einn og sér heldur þurfi alla til. Hann segir veiðimönnum vera illa við að fólk sé að vaða eða sigla í ánum sem þeir eru að veiða í. „Þeir eiga bara að vera í sundlaug- unum,“ segir Hannes. Hann segir þetta geta orðið óþægilegt fyrir veiðimenn en hann mun ganga á fund bæjarstjóra í vikunni og reyna að leysa þetta mál farsæl- lega. „Við vonumst til að finna far- sællega lausn en þetta er óneitan- lega flókið," segir Hannes. Má ekki einoka ána „Ég skil vel sjónarmið veiðimann- ana,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis. Hún segir ána vinsæla hjá yngri kynslóðinni og undanfarið hefur borið meira á að kajakræðarar leiki sér í ánni. Hún segir ræðaranna taka mikið tillit til veiðimannan. „Það er ekki hægt að banna börn- unum að leika sér í ánni,“ segir Aldís og bendir á að í vatnalögum komi skýrt fram að ekki megi ein- oka ána fyrir veiðar. Breytingarnar sem eru á teikniborðinu fyrir ka- jakræðara er sú að leggja þil á botn árinnar til að auka straumþunga á ákveðnum stað. Það verður til þess að betri aðstæður myndist fyrir ræðarana til þess að æfa sig að sögn Aldísar. Hún segir að þessi breyting muni ekki hafa nein áhrif á fiskinn og því ástæðulaust að hafa áhyggjur. Allir nýta ána „Einhvers staðar verða þeir að æfa sig,“ segir Aldís og bætir við að leikur þeirra í ánni hafi sett sterkan svip á bæjarlífið. Ferðamenn fylgj- ast mikið með krökkunum á kajök- unum þegar þeir stökkva niður foss- inn og hafa gaman af, segir Aldís sem telur þetta skemmtilega viðbót við menninguna í Hveragerði. Á sumrin getur áin orðið allt að 20 gráðu heit og því vinsælt fyrir börnin og unglingana að leika sér og þar að auki fábær vettvangur fyrir kajakræðara að æfa sig að sögn Aldísar. „Kúnstin er að allir þeir sem vilja geti nýtt ána í sína afþreyingu," segir Áldís sem býst þó við að far- sælt samkomulag muni nást í þess- ari deilu. valur@bladid.net Blaðið: Nýir fréttastjórar Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber, fréttastjórar á Blað- inu, hafa sagt störfum sínum lausum. ^ Bæði hafa , ,4 3, , k- 1=- J^osjg ag róa á önnur mið. Aðalbjörn fer til starfa hjá íslensku friðargæsl- unni og Erna stofnar til eigin atvinnureksturs. Brynjólfur Þór Guðmunds- son og Gunnhildur Arna Gunn- arsdóttir hafa verið ráðnir fréttastjórar í þeirra stað. Brynj- ólfur starfaði lengi á Fréttablað- inu en er nú fréttamaður á NFS. Hann kemur til starfa innan fárra daga. Gunnhildur Arna er blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún kemur til starfa þegar hún hefur lokið skyldum sínum við Fréttablaðið. Aðalbjörn hættir á Blaðinu á næstu dögum en Erna nokkru síðar. Þeim er báðum þakkað gott og óeigingjarnt starf fyrir Blaðið og óskað alls hins besta á nýjum vettvangi. Jafnvel er gert ráð fyrir að þau, annað eða bæði, leggi Blaðinu til starfs- krafta á komandi mánuðum. Veiði: Norðurá enn á toppnum Flestir laxar hafa veiðst í Norðurá það sem af er veiðisumrinu sam- kvæmt nýjum veiðitölum sem birtar eru á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, www.angling.is. Þegar nýjar tölur voru birtar í fyrradag höfðu 860 laxar veiðst í Norðurá en næst á eftir komu Þverá og Kjarrá þar sem 738 laxar höfðu veiðst. í þriðja sæti er síðan Blanda með 409 laxa. Eins og áður sagði eru þessar upp- lýsingar fengnar á síðunni www. angling.is. Þar eru þessar tölu birtar vikulega og er áhugasömum veiði- mönnum því bent á að heimsækja síðuna reglulega. Sérstaklega er rétt að hafa í huga að hægt er að nálg- ast sundurgreindar upplýsingar á síðunni, undir liðnum „meiri upp- lýsingar" á forsíðu. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um upphafsdag veiði í hverri á fyrir sig, stangafjölda í einstökum ám, lokatölur síðasta árs, sem og meðal- veiði síðustu tíu ára. Þarna er því mikil og góð upplýsingaveita fyrir veiðimenn. Tilraun til að bæta lífsskilyrði: Sex hundruð milljón hopp í einum af afkimum internetsins er að finna síðuna www.worldjump- day.org. Á henni er sagt frá allsér- stakri tilraun til að bæta lífsskilyrði hér á jörðinni með þeirri einföldu aðgerð að hoppa. Hugmyndin er sú að fá um sex hundruð milljón einstaklinga til að hoppa á fyrirfram útreiknuðum stöðum á fyrirfram gefnum tíma til að breyta sporbraut jarðar lítillega. Segir á síðunni að með því sé hægt að koma í veg fyrir hlýnun jarðar, tryggja betra loftsslag á stærstum hluta hnattarins og almennt bæta lífsskilyrði mannsskepnunnar á jörðinni. Það eina sem hver og einn þurfi að gera er að hoppa einu sinni. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig og boðið að láta minna sig á skyldur sínar sólarhring áður en hoppið á að eiga sér stað. Sam- kvæmt síðunni hafa nú þegar rúm- lega 593.849.500 einstaklingar skráð sig og því vantar mjög fáa upp á. Það vakti hins vegar athygli blaða- manns að eftir að hafa fylgst með síðunni í yfir klukkustund höfðu aðeins fimmtán einstaklingar bæst við listann. Það vekur ákveðnar efa- semdir um að tala um skráða þátt- takendur sé fullkomlega nákvæm. Fyrir áhugasama er ennfremur rétt að benda á að ekki er gefinn upp nákvæmur tími fyrir áhugasama hoppara í Reykjavík. Heiöskfrt Léttskýjað Skýjað Aiskýjað i --...Rigning, lítilsháttar4^*RionmgJí£*Súld - Snjökomai^ siytlda Snjóél ' - s Jiuj'jjlr Algarve 31 Amsterdam 24 Barcelona 28 Berlín 26 Chicago 22 Dublin 16 Frankfurt 27 Glasgow 20 Hamborg 25 Helsinki 23 Kaupmannahöfn 24 London 22 Madrid 31 Mallorka 30 Montreal 23 New York 25 Orlando 24 Osló 21 Paris 28 Stokkhólmur 20 Vín 24 Þórshöfn 12 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.