blaðið - 15.07.2006, Side 20
20 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaAÍÖ
Lífið er dálítið vesen
Eiríkur Jónsson er sennilega umdeild-
asti blaðamaður landsins. Þeir sem
gagnrýna hann harðast saka hann
um sorpblaðamennsku en sjálfur
tekur hann gagnrýni á störf sín með
heimspekilegri ró. „Mér stendur á sama vegna
þess að ég er með góða samvisku. Ég hef aldrei
logið,“ segir hann. „Sorpblaðamennska er
orð sem ráðsettir menn í þessum bransa, og
stundum lítilfjörlegir, nota um það sem ann-
ars staðar í heiminum er stundum talið vera
eina alvöru blaðamennskan.
Fréttir heita „news“ á fjölmörgum tungu-
málum vegna þess að þær eiga að fjalla um
eitthvað sem fólk hefur ekki heyrt áður. Þær
eru sögur sem blaðamaður segir og það fer
eftir persónu hans hvernig hann segir þær.
Kannski hef ég þann hátt á að segja sögur á
galsafenginn hátt eða glannalegan. Stundum
hefur verið sagt að ég sé of væminn en það er
bara gert til að auka áhrifamáttinn. Svo geta
menn talað um sorp og slúður en þá eiga þeir
við eitthvað sem þeim finnst óviðurkvæmilegt
að segja frá. Þetta sama fólk stundar slúðrið
í heitu pottunum, fermingarveislunum og
partýjunum. Það er miklu betra að hafa þetta
uppi á borðinu."
Draumur um ástarsögu
Ég hef unnið með þér og mitt mat er að þú
hafir ákaflega frumlega hugsun. Finnst þér
frumleiki skipta miklu máli?
„Það skiptir öllu máli að vera frumlegur, sér-
staklega í blaðamennsku. Frumleiki er hluti
af sköpun. Ég er svo heppinn að hafa ákveðna
hæfileika sem ég get nýtt. Ég hef líka borið
gæfu til að vinna með skemmtilegu fólki.
Það fólk leitar saman. 1 þeirri upplausn og
ólgu sem nú ríkir í íslenskum fjölmiðlum eru
menn að safna liði og fara fram undir nýjum
merkjum, hvort sem það heitir Fróði eða eitt-
hvað annað. Ég vil hafa góða menn í mínu liði.
Menn sem ég treysti. Ég tel mig hafa verið í
þannig liði. Ég vil ekki vera með sósíalfasist-
unum sem eru alltaf að segja fólki hvernig það
eigi að lifa. Hér er sjónvarpsstöð sem sendir
út allan sólarhringinn og þar eru þáttastjórn-
endur að segja fólki hvernig lífið eigi að vera
og velja viðmælendur og umfjöllunarefni eftir
sinni sýn áveruleikann. Áhorfendur eigaþetta
ekki skilið. Fjölmiðlar eiga að vera skemmti-
legir. Fréttir eiga að vera skemmtilegar og
ef þær eru ekki skemmtilegar í eðli sínu þá
verður að vera sveifla í þeim sem gerir þær
skemmtilegrar aflestrar. Svo margt byggir á
því skemmtilega, hvort sem er í lífinu eða bók-
menntunum. Laxness væri ekki frægur rithöf-
undur ef hann hefði ekki verið fyndinn. Það
sama á við um fólk. Fólk er ekki annað hvort
gott eða vont, það er annaðhvort leiðinlegt eða
skemmtilegt.“
Þú ert vel ritfær. Hefur þig einhvern tíma
langað til að skrifa skáldsögu?
„Já, ég hef hugsað um það. Ég ætla ekki að
skrifa glæpasögu eins og allir eru að gera. Mig
langar til að skrifa alvöru reykvíska ástarsögu.“
Hvenœr œtlarðu að byrja á henni?
„Það veit ég ekki. Kannski skrifa ég hana
aldrei en þú spurðir hvort mig langaði til að
skrifa og ég held að það væri gaman að skrifa
svona bók.“
„Ferðalög byggjast á tilhlökkun
að leggja af stað og tilhlökkun
að koma heim. Allt sem er þar á
milli er tómt vesen. Eins er með
lífið, það er gaman að fæðast,
svo kemur hryna af veseni. Líf-
ið er nefnilega dálítið vesen.
Ég kvarta samt ekki."
Aö vænta einskis
Hvernig myndirðu lýsa lífsviðhorfum
þínum?
„Lífsskoðanirnar koma með aldrinum. Þær
eru niðurstaða sem maður kemst að eftir að
hafa lent í ólgusjó og brimróti og gleði og sorg.
Ég veit ekkert hvaða nafn má gefa lífsskoðun
minni en hún byggir á því að öll augnablik
séu dýrmæt. Og eins og mætur maður sagði
þá hefur lífið einkennilega tilhneigingu til að
leita jafnvægis. Þetta veit ungt fólk ekki en
maður lærir þetta með tímanum. Allt getur