blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið Seðlabankinn: Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabanka Is- lands tilkynnti í gærmorgun að stýrivextir bankans hefðu verið hækkaðir um 0,5% og eru þeir nú 13,5%. Greiningardeildir viðskipta- bankanna höfðu spáð 0,5-0,75% vaxtahækkun nú, en þetta er sextánda vaxtahækkun Seðla- bankans frá í maí 2004, en alls hafa þeir verið hækkaðir um 4% frá september á liðnu ári. Á kynningarfundi bankans í gær kvað Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabank- ans, það ótímabært að segja vaxtahækkunarferli bankans lokið, en það yrði örugglega gert þegar það væri tímabært. Eftir tilkynningu Seðlabankans komu vaxtahækk- anir banka og annarra fjármála- stofnana. Aðilar vinnumarkað- arins létu í ljós efasemdir um vaxtahækkunina. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Á þessu stigi málsins treysti ég mér ekki til að segja hvort Lands- virkjun hafi verið að fela stað- reyndir málsins. Við setjum hins vegar spurningamerki við hönnun Kárahnjúkavirkjunar,” segir Árni Finnsson.formaðurNáttúruvernd- arsamtaka íslands. Samtökin gagnrýna harðlega undirbúningsvinnu Landsvirkj- unar við Kárahnjúkavirkjun og benda á að staðsetning stíflunnar sé varhugaverð. Þau hafa sett fram kröfur um óháða rannsókn. „Undirbúningsvinna Lands- virkjunar var ófullnægjandi. Annars vegar forvinna varðandi göngin sem þeir hafa lent í miklum vandræðum með og hins vegar rannsóknir á lónbotninum sem greinilega er á sprungusvæði.” Vilja rannsókn á hönnun Kárahnjúkavirkjunar: Ekki hægt að rannsaka endalaust ■ Átti að rannsaka áður en byrjað var ■ Stíflan mun halda . Færustu sérfræðingar hafa unnið aö hönnuninni Porstoinn Hilmars- son, upplýsingafull- trúi Landsvirkjunar. Farnir að óttast Aðspurður segist Árni sannfærður um að yfirmenn Landsvirkjunar séu farnir að ókyrrast vegna málsins. „Þeir eru búnir að kalla til sérfræð- inga til að skoða málið. Samkvæmt því er auðséð að þeir hafa áhyggjur af mál- inu. Ýmsir jarðfræðingar hafa bent á að sprungumar undir stíflunni séu frá nútímanum og því sé raunveruleg hætta þarna á ferðinni,” segir Árni. „Það sem Landsvirkjun mun samt líklega óttast mest í þessu er sú staðreynd að Kárahnjúkavirkjun er líklega byggð úr gölluðu steypuefni. Campos Novos stíflan í Brasilíu var unnin úr svipuðu efni, grjóthleðslu- efni með kápu framan á. Sú brasilíska hrundi fljótlega eftir að hún var tekin í notkun.” Slæmir kostir Árni segir liggja ljóst fyrir að svæðið sé ekki eins kalt og steindautt og Landsvirkjun hefur haldið fram. „Jarðfræðilegar rannsóknir á svæð- inu sýna fram á sprungusvæðið í lón- botninum og þetta átti að rannsaka betur áður en hafist var handa. Það væri hreinlega vitlaust að hleypa vatni á lónið án þess að óháðir vís- Það væri hreinlega vit- laust að hleypa vatni á lóniö Árni Finnsson, for- maður Wáttúruvcrnd- arsamtaka íslands. indamenn hafi rannsakað svæðið, menn sem ekki vinna fyrir Lands- virkjun,” segir Árni. Ekki hægt að rannsaka endaiaust Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir vand- ann við stífluna í Brasilíu ekki tengj- ast efniviði hennar. „Skaðinn sem þar varð tengdist galla í göngum við stífl- una. Þar var tæmt úr lóninu vegna ganganna og þá komu sprungur í ljós í klæðningunni. Við gerð Kárahnjúka- virkjunnar er hópur færustu sérfræð- inga i heimi og í raun má segja að allur undirbúningur við stífluna hafi staðið yfir í áratugi. Landsvirkjun er líka undir eftirliti frá Alcoa sem gerir sínar eigin rannsóknir. Okkar eigin rannsóknir hafa leitt í ljós sprungu- svæði í lónstæðinu en niðurstöður sýna ekki fram á að stíflan haldi ekki heldur að lekinn verði hugsanlega að- eins meiri en gert var ráð fyrir upphaf- lega,” segir Þorsteinn. Þorsteinn segir ekki hægt að rann- saka málin endalaust og þar stangist á sjónarmið náttúrufræðinga og hag- fræðinga. Ekki hægt að leggja út jafn- virði byggingarkostnaðar stíflunnar áður en hafist væri handa við smíði. NÝR VALIíOSHJU Á FLUTNINGAMARKAÐNUM transport toll- og flutningsmiðlun ehf „ ® * Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is blaðiðHB Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Á förnum vegi Næsti formaður Framsóknarflokksins? Áslaug Einarsdóttir, nemi Ég vona að það verði Siv, því ég vil auka hlut kvenna í stjórnmálum. Trausti Guðmundsson, ráðgjafi Það verður Siv. Ég er alveg pottþéttur á þvf. Þórhallur Guðmundsson, verkstjóri Ég held að það verði Jón Sigurðs- son. Knútur Ólafsson Mér er alveg sama. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, ræstingastjóri Siv hlýtur að verða fyrir valinu. Rf Helðsklrt LéttskýJaðSÍ^SkýJað AlskýjaðRlgnlnQ,lltUsháttar^S^Rigning^~t.Súld --- - Snjókomaiih i siydda .h L. Snjðél ii—Skúr Mm 22 Algarve Amsterdam 26 Barcelona 26 Berlín 29 Chicago 18 Dublin 15 Frankfurt 19 Glasgow 18 Hamborg 21 Helslnki 19 Kaupmannahöfn 20 London 18 Madrid 17 Mallorka 29 Montreal 17 NewYork 23 Orlando 24 Osló 18 París 20 Stokkhólmur 20 Vín 26 Þórshöfn 12 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.