blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 17. ÁGUST 2006 Öryggi barna í bílum Mikilvægt er að öryggisbúnaður barna í bilum hæfi aldri og stærð barnsins og uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar á EES-svæðinu. Ef menn eru í vafa má alltaf leita ráða hjá þeim sem best til þekkja svo sem starfsfólki barnavöruverslana og Umferðarstofu. wm Hærra verð sauðfjárafurða til bænda hækkar líklega verð í verslunum: Hækkun kindakjöts Viðmiðunarverð sauðfjárafurða hækkar um tíu prósent frá því í fyrra, samkvæmt nýrri skrá yfir viðmiðunarverð sauðfjárafurða sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út og gildir frá 1. júlí sið- astliðnum. Hækkunin gildir um alla flokka nema kjöt af fullorðnu sem hækkar um sautján prósent. Tekið skal fram að verðskráin birtir lágmarksviðmiðunarverð. Getur haft keðjuverkun í för með sér Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir alveg ljóst að ef sláturhúsin hækka það verð sem þau greiða fyrir sauðfjár- afurðir muni það skila sér út í verð- lagið. „Vonandi dregur samkeppni á smásölumarkaði eitthvað úr þessum hækkunum, en ég held að þetta muni því miður að meira eða minna leyti skila sér til neytenda,“ segir Jóhannes sem er jafnframt hræddur um að hækkunin geti haft vissa keðjuverkun í för með sér. „Við skulum hafa það í huga að í skjóli þessarar hækkunar geta aðrir framleiðendur, ekki síst kjöt- framleiðendur, hækkað Uka þannig að við erum ekki bara að tala um lambakjötið." Neytendum haldið í gíslingu Jóhannes segir að kjötverð hafi verið að hækka hér á landi vegna þess að framboð er minna en eftirspurn og að Neytendasamtökin telji fráleitt að íslenskum neytendum sé haldið í gísl- ingu. Því beri að heimila innflutning álágumtollum. „Þegar ekki er nægt framboð af kjöti á innanlandsmarkaði miðað við eftirspurn á að heimila innflutning á lágmarkstollum. Stífni hefur verið í landbúnaðarráðuneytinu sem fer með valdið til að heimila slíkt,“ segir Jóhannes. Skýrsla matvælaverðsnefndar Fyrr í sumar kom út skýrsla nefndar um hátt matvælaverð hér á landi þar sem meðal annars kom fram að það yrði ávinningur fyrir neytendur ef tollar á innfluttar landbúnaðaraf- urðir yrðu felldir niður eða lækkaðir um helming. Jóhannes Gunnarsson furðar sig á þeim viðbrögðum sem tillögur Hall- gríms Snorrasonar, Hagstofustjóra og formanns nefndarinnar, hafa fengið hjá ráðamönnum þjóðarinnar. „Ég hefþví miður eklci séð nein jákvæð við- brögð við þeim ennþá. I pistli á heima- síðu Neytendasamtakanna velti ég því upp til hvers þessi nefnd hafi verið skipuð þar sem okkur sýnist að það eigi ekkert að fara eftir tillögum for- mannsins," segir Jóhannes. „Auðvitað vona ég að stjórnvöld fari að tillögum formanns nefndarinnar en miðað við viðbrögð forsætisráðherra og landbún- aðarráðherra er ég svartsýnn." Sumarið 2006 verður greitt álag á dilkaslátrun samkvæmt eftirfarandi töflu: Viðmiðunarverð sauðfjárafurða 2006 Þá er gengið útfrá að útflutningsverð nái kr. 220 á kg. en ráðherra hefur ákveðið að út- Vika 23-32: 1.300 kr./dilk flutningsskylda haustið Vika 33: 1.100 kr./dilk 2006 verðl 4% tll Og með Vika 34: 800 kr./dilk 9- september, hækki þá í Vika 35: 500 kr./dilk 10% en lækki aftur í 4% 12. Vika 36: 200 kr. dilk nóvember. EINUNGIS ER GREITT ÚT A FLOKKA E, U, R, O, FITUFLOKKA 1, 2, 3 OG 3+ erð fyrir kjötið un yiömiöunarverðs sauöfjárafurða geturleitt til heerra verös til neytenda auk þess sem aörir framleiöendur kunna aö nota tækifærið og hækka verö. Mynd/ÁmiTorfason

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.