blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 37
blaðiö FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006
37
Ko«ú.
Sálgreiningin er dásamleg. Hún
kemur einföldustu mönnum
til aö finnast þeir vera
margbrotnir.
Afmælisborn dagsms
V. S. NAIPAUL RITHÖFUNDUR, 1932
ROBERT DE NIRO LEIKARI, 1943
JIANG ZEMIN KÍNVERSKUR FORSETI,
1926
Groucho Marx
kolbrun@bladid.net
Purpuri í Loft-
kastalanum
Leikritið Purpuri eftir Jon Fosse
verður frumsýnt í Verinu Loftkast-
alanum föstudaginn 18. ágúst
kl. 21. Sýnt verður til 23. ágúst
á hverju kvöldi en frítt er inn á
Menningarnótt kl. 20 og 21.30.
Norska leikskáldið Jon Fosse er
mest leikni samtímahöfundur Evr-
ópu. Hann hefur skrifað fjölda leik-
rita, skáldsögur og Ijóðabækur.
Purpuri eða Lilla eins og verkið
heitir á frummálinu er skrifað
fyrir unga leikara og hefur verið
sýnt af ungu fólki í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu undanfarin ár.
Þetta er í fyrsta skipti sem verk
eftir Jon Fosse sést á íslensku
leiksviði. Purpuri er verk sem end-
urspeglar það ástand að vera ung-
lingur, hvorki barn né fullorðinn
heldur einhvers staðar á milli.
Leikendur eru Erna Svanhvít
Sveinsdóttir, Baltasar Breki
Baltasarsson, Bragi Halldórs-
son, Gunnar Atli Thoroddsen
og Sigurður Kjartan Kristinsson.
Leikstjóri er Friðrik Friðriksson.
Þýðandi er Álfrún Helga Örnólfs-
dóttir.
Fyrir luktum
dyrum á Menn-
ingarnótt
Heimspeki- og menningarfé-
lag Menntaskólans á Akureyri
(HOMMA) og Leikklúbburinn
Saga sýna Fyrir luktum dyrum
eftir Jean-Paul Sartre (Tjarnarbíói
klukkan 19:00 á Menningarnótt.
Verkið er í þýðingu Ásgeirs Berg
Matthíassonar, sem einhverjir
kunna að þekkja sem fyrirliða
Gettu betur-liðs MA. Skúli
Gautason leikstýrir. Aðgangur er
ókeypis.
Fyrir luktum dyrum er eitt af þekkt-
ari bókmenntaverkum 20. aldar-
innar og heitir á frummálinu Huis-
clos. Það fjallar í stórum dráttum
um þrjár manneskjur sem deyja
og dæmast til helvítisvistar. Þegar
þangað er komið komast þær að
raun um að helvíti er hvorki eldur,
brennisteinn né líkamlegar kvalir,
heldur sjá þær um að kvelja hver
aðra í sjálfsköpuðu víti. Verkið var
frumsýnt á Litla-Hrauni 12. maí
síðastliðinn og var sýnt á Akureyri
út maímánuð.
Fyrir luktum dyrum hlaut góðar
viðtökur hjá leiklistargagnrýn-
anda Morgunblaðsins, Hrund
Ólafsdóttur. Þegar leikárið var
gert upp hjá áhugaleikfélögum
landsins veitti Hrund sýningunni
tvo Tréhausa, áhugaleikhús-
verðlaunin 2006, annars vegar
fyrir bestu þýðingu (Ásgeir Berg
Matthíasson) og hins vegar fyrir
besta leikara í aðalhlutverki (Ævar
Þór Benediktsson). Verkið hlaut
einnig fjórar tilnefningar; bestu
leikkonur í aðalhlutverki (Jóhanna
Vala Höskuldsdóttir og Lilja Guð-
mundsdóttir), besti leikstjóri (Skúli
Gautason) og besta sýning.
Kjartan Guðjónsson „Ég byrja
á auðum striga og svo er eins
og einhver segi inni i hausnum á
mér: Gerðu þetta og gerðu hitt.
Þá fer ég að gera þetta og gera
hitt. Stundum er ég alveg hissa á
þvi hvaðég hef gert eftir daginn. “
SJartan Quéjénss&n opxiar xnáiverkasýz
Mála meðan ég get staðið
augardaginn 19. ágúst opn-
ar Kjartan Guðjónsson
málverkasýningu í Gallerí
Fold, Rauðarárstíg. Sýning-
in stendur til 3. september. Á sýn-
ingunni eru um þrjátíu myndir frá
síðustu þremur árum.
Kjartan segist ekki hafa hug-
mynd um hvort myndirnar á sýn-
ingunni eigi eitthvað sameigin-
legt? „Ég er afskaplega fjöllyndur
og mála bæði afstrakt og fígúratíft
en er alltaf með myndbygginguna
í huga. Nútímamenn segja margir
að hún sé óþarft kjaftæði og bull en
myndbyggingu má rekja aftur til
hellamálverkanna. Þar var mynd-
byggingin í hávegum höfð en í dag
er hún forsmáð og talin gamalt úr-
elt drasl. Ef vit er í myndum þá er
einhver bygging í þeim. Nú er ver-
ið í stórum stíl að sulla einhverju
litadrasli á striga og kalla málverk.
Og þeir sem um það skrifa vita ekk-
ert um listasöguna en eru jafnvel
titlaðir prófessorar. Annars ætla
ég ekki að fara að taka enn eina
rispuna á listfræðinga. Það er ekki
talandi um þá. Þetta eru yfirleitt
myndblindir menn. Það er eins og
George Bernard Shaw sagði einu
sinni: Maður sem þekkir ekki mun
á lifandi mús og leikfangamús verð-
ur listfræðingur."
Ætlaði að verða aug-
lýsingateiknari
Kom eitthvað annað til greina
í þínu lífi en að verða myndlistar-
maður?
„Ég var í Myndlista- og handíða-
skólanum 1943-44 og fór 1945 til
Bandaríkjanna með Goðafossi og
fór í listaskóla í Chicago. Ég ætlaði
mér að læra auglýsingateikningu
því ég hafði enga trú á mér sem
myndlistarmanni. En þá hitti ég
kerlingu sem sagði mér að fara í
myndlistardeild. Ég gerði það og
kom heim próflaus með myndlist-
ardelluna, föður mínum til skap-
raunar, og tókþátt í fyrstu Septemb-
ersýningunni og annarri og þriðju.
Það var mikill hvellur vegna þeirra
sýninga. En við reyndum ekki að
rústa öllu sem fyrir varð. Gegnum
allt okkar abstraktvesen bárum
við takmarkalausa virðingu fyrir
málurum eins og Jóni Stefánssyni,
Kjarval og fleirum.“
Áttu eftirlætismyndlistarmenn?
„Ég held mikið upp á Picasso og
kynslóð hans. Á fslandi var Þor-
valdur Skúlason andlegur leiðtogi
okkar. Frábær málari."
Byggist allt á undirmeðvitund
Hvaðan færðu hugmyndir að
myndefni?
„Það er voðalega skrýtið. Ég byrja
á auðum striga og svo er eins og
einhver segi inni í hausnum á mér:
Gerðu þetta og gerðu hitt. Þá fer ég
að gera þetta og gera hitt. Stund-
um er ég alveg hissa á því hvað ég
hef gert eftir daginn. Þetta byggist
allt á undirmeðvitund.“
Þú ert 85 ára og ert enn að mála.
Hefur aldurinn engin áhrif á af-
köst þín?
„Mér hefur aldrei liðið betur en í
elli minni. Æska mín var nokkuð
þungbær. Ég hafði efasemdir um
allt, ekki síst um sjálfan mig. Ég
tóklífið nærri mér. Ég ætla ekki að
bera mig saman við Hamlet sem
gat ekki gert upp hug sinn, en ég
var á því skeiði. Svo varð ég fyrir
þeirri gæfu að hitta konuna mína
og þá varð geysileg breyting á lífi
mínu.
Það er staðreynd að málarar
eru eins og vínið, batna með ár-
unum. Um þetta eru mörg dæmi.
Picasso, Braque og Cézanne voru
aldrei betri en á grafarbakkanum
og sennilega bestir í himnaríki. Ég
nenni engu og geri ekkert annað
en að mála. Ég ætla að mála með-
an ég get staðið.“
menningarmolinn
Kynbomba
fæðist
Á þessum degi árið 1893 fæddist
leikkonan Mae West. Hún sló í gegn
á sviði í New York en flutti síðan til
Hollywood og öðlaðist mikla frægð.
Hún var alla tíð umdeild enda gerði
hún kynþokka sinn að söluvöru og
var alls óhrædd við að sýna djörf-
ung bæði i klæðaburði og tali. Hún
skrifaði sjálf handrit að flestum
mynda sinna og af munni hennar
féllu margar ódauðlegar setningar.
Meðal fleygra setninga hennar er
þessi: „Það eru ekki mennirnir í lífi
mínu sem skipta máli heldur lífið í
mönnunum mínum.“
Þegar kvikmyndaferli West lauk
hélt hún áfram að skemmta á sviði, í
útvarpi og í sjónvarpi. Eins og sönn
kynbomba lagði hún gríðarmik-
ið upp úr útlitinu og alla tíð hafði
hún um sig hirð vöðvastæltra ungra
manna. I sjálfævisögu sinni sagðist
hún eyða tveimur tímum á dag í að
nudda kremi á brjóstin til að -halda
þeim sómasamlegum. Hún lést árið
1980.