blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðiö Humphrey Bog- art er sennilega frægasti töffari kvikmyndasög- unnar. Hann lék í 75 kvikmyndum á ferlinum en varð ekki stórstjarna fyrr en rúmlega fer- tugur. 1 upphafi ferils síns lék hann aðallega glæpamenn af verstu sort. í fyrstu fjörtíu og fimm myndum sínum var hann tíu sinnum hengdur eða sendur í rafmagnsstólinn, níu sinnum dæmdur í lífstíðarfangelsi og tólf sinnum var dúndrað í hann byssukúlum þannig að hann lét lífið. Hann sýndi frábæran leik sem harðsoðinn einkaspæjari í Möltu- fálkanum árið 1941 og varð að róm- antískri hetju með leik sínum í Casa- blanca. Bogart var orðinn stórstjarna og hefur haldið þeirri stöðu æ síðan. Þótt frægðin hafi verið mikil í lif- anda lífi þá hefur hún aukist eftir dauða hans. Bogart er goðsögn. Óhamingjusöm æska Hann fæddist 25. desember 1899, elstur þriggja systkina. Faðirinn var læknir og móðirin var þekkt mynd- listarkona á sinni tíð. Foreldrarnir voru drykkfelldir og rifust mikið og Bogart sagði seinna að systkinin hefðu breitt sængurnar yfir höfuð til að heyra ekki í þeim. Hann sagði líka að hann hefði ekki elskað móður sína en borið virðingu fyrir henni. Bogart hóf leikferil sinn á Broad- way árið 1921, alls ólærður leikari. Hann vakti athygli fyrir sviðsleik sinn í The Petrified Forrest þar sem hann lék á móti enska leikaranum Leslie Howard. Þegar Warner Brot- hers keyptu kvikmyndaréttinn og vildu fá Howard til að endurtaka hlutverk sitt neitaði hann að taka Humphrey Bogart Humphrey Bogart var venjulega kallaður Bogie af vinum sínum og fjölmiölum. Nafngiftin kom frá vini hans, Spencer Tracy. Aöaláhugamál Bogarts var sigl- ingar en hann átti skútu þar sem hann eyddi um 45 helgum ár hvert. Annað.áhugamál var skák en hann þótti mjög góöur skákmaöur. í Woody Allen myndinni Play It Again Sam frá árinu 1972 er Bogart í mikilvægu hlutverki þar sem hann stingur upp koll- inum hvaö eftir annaö og gefur persónu Woody Allens ráö í sambandi við konur. við hlutverkinu nema Bogart yrði sömuleiðis ráðinn. Það var orðið við þeirri kröfu. Bogart gleymdi aldrei þessu vinarbragði og skírði dóttur sína Leslie Howard Bogart í höfuðið á Howard. Stormasamt einkalíf Einkalíf Bogarts var stormasamt. Fyrsta eiginkona hans var leikkonan Helen Menken. Þau skildu eftir árs hjónaband en héldu vináttu. Önnur eiginkona hans var leikkonan Mary Philips sem var skapmikil og beit eitt sinn fingur af lögregluþjóni sem reyndi að handtaka hana fyrir drykkjulæti. Þriðja hjónabandið var þrautaganga. Eiginkonan var May Method, lífleg og vingjarnleg kona þegar hún var alsgáð en því miður var hún það sjaldnast. Eitt sinn stakk hún Bogart með hníf og kveikti í Töffarínn Bogart eins og heimurínn man hann. húsi þeirra. Læknar greindu hana með skitsófreníu. Þau hjónin voru alræmd í Hollywood fyrir hávær og ofbeldisfull rifrildi þar sem stórsá á þeim báðum. Langþráð hamingja Árið 1944 lék Bogart í mynd- inni To Have and Have Not á móti Laureen Bacall. Hann var 44 ára, hún tvítug. Þau hófu ástarsamband en hann var í hjónabandi með hinni skapbráðu Mayo sem vaktaði mann sinn. Bogart yfirgaf loks Mayo sem féll í stjórnlausa drykkju og lést nokkrum árum síðar, 47 ára gömul. Fæstir áttu von á því að hjónaband Bogarts og Bacall myndi endast, enda hjónabandssaga Bogarts ekki beinlínis glæsileg. Hjónabandið reyndist hins vegar svo hamingju- ríkt að eftirþví var tekið. Bacall sagði seinna um eiginmann sinn: „Hann er eini maðurinn sem ég hef nokkru sinni þekkt sem tilheyrði sjálfum sér fullkomlega. Ekkert gat haggað sannfæringu hans. Ekkert - enginn - gat fengið hann til að lækka viðmið sín eða minnka persónu sína. Hann bjó yfir mestu hæfileikum sem maður getur átt: virðingu gagnvart sjálfum sér og vinnu sinni, heillyndi gagnvart lífinu og starfi sínu.“ Þau eignuðust tvö börn Stephen og Leslie. Bogart vissi ekki alveg hvernig hann ætti að taka því að ly WARNER BROS. * (UUK (Cmt SYOHIY KHR IMIS VEIDT 6REENSTREET UDRRE AHAIB.WWIIS PRODIKTION Oi^uJÍ, MICHAEl CURTIZ Casabianca Ein þekktasta mynd Bogarts og geröi hann að rómantískri hetju.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.