blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 31
blaðið FIMMTUDAGUR 1 31 Getur gleymt United Bayern Milnchen ætlar ekki að leyfa enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves að fara til Manchest- er United. Hargreaves sagði i samtali við þýska timaritið Sport Bild að lionum hefði borist spennandi tilboð frá Rauðu djöflunum sem hann hefði áhuga á að taka. Felix Magath, stjóri Bayern, hefur hins vegar sett lionum stólinn fyrir dyrnar og segir að Hargreaves geti gleymt þvi að fara til United. Miðjumoðið í deildinni, Nú er komið að 9.-12. sæti í spá Blaðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst á laugardag. Samkvæmt spánni verður Portsmouth í töluvert betri máium en í fyrra og Hermann Hreiðarsson og félagar verða aftur um miðja deild. i W HEIMAVÖLLUR: Borgarleikvangurinn í Manchester (48.000). STJÓRI: Stuart Pearce. Manchester City byrjaöi síðasta tímabil með látum og Stuart Pearce var ákaft hylltur fyrir árangur sinn með liðið. Eftir áramót fór hins vegar að halla undan fæti og undir lok leiktíðar var eins og allur vindur væri farinn úr liðinu - liðið hafnaði í 15. sæti sem var langt undir væntingum stuðningsmanna. Manchester City á góöa og reynslumikla leikmenn í sínum röðum í bland við efnilega og hungraða stráka. Hefur sú blanda oftar en ekki reynst vænleg til árangurs. Liðið hefur styrkt sig í sumar og eygir von í sæti í Evrópukeppninni að ári, en gæti allt eins sogast aftur í neðri hlutann. FYLGSTU MEÐ: Joey Barton. Mikill baráttujaxl og skaphundur sem margir myndu segja að væri hjartsláttur liðsins. Stuart Pearce sendi hann í meðferð til að takast á við skapbresti sína og vonandi að það komi ekki niður á leik hans. SÍÐUSTU10 AR: Tímabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 15 2004-05 Úrvalsdeild 8 2003-04 Úrvalsdeild 16 2002-03 Úrvalsdeild 9 2001-02 1. deild 1 2000-01 Úrvalsdeild 18 1999-00 1. deild 2 1998-99 2. deild 3 1997-98 1. deild 22 1996-97 1. deild 1 HEtMAVÖLLUR: GoodisonPark (40.170 STJÓRI: . . . David Moyes. Vorið 2005 hafnaöi Everton í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og tryggði sér sæti í Evr- ópukeppni meistaraliða. Næsta leiktíð hófst svo á því að liðið féll út úr báðum Evrópu- keppnunum og tapaði sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Everton hefur því sýnt að það getur átt í fullu tré við stærstu liðin en eins getur það verið í tómu tjóni og legið fyrir minni spámönnum. Hvort verður uppi á teningnum í vetur er erfitt að sjá fyrir. Vörnin hefur verið veikur hlekkur hjá liðinu en Úlfurinn Joleon Lescott ætti að vera mikill styrkur þar. Þá hafa Andy Johnson og James Beattie alla burði til þess að mynda eitt hættulegasta sóknarpar deildarinnar. FYLGSTU MEÐ: Andy Johnson. Markahrókur sem keyptur var fyrir metfé frá Crystal Palace. Everton-menn ætlast til þess að markareikn ingur hans í vetur verði hár og liklegt þykir að svo verði. MHIHB . , ' 1 . ; ‘i SÍÐUSTU 10 ÁR: Tirnabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 11 2004-05 Úrvalsdeild 4 2003-04 Úrvalsdeild 17 2002-03 Úrvalsdeild 7 2001-02 Úrvalsdeild 15 2000-01 Úrvalsdeild 16 1999-00 Úrvalsdeild 13 1998-99 Úrvalsdeild 14 1997-98 Úrvalsdeild 17 1996-97 Úrvalsdeild 15 KOMNIR: Andreas Isaksson frá Rennes. Bernardo Corradi frá Valencia. Dietmar Hamann frá Liverpool. Joe Hart frá Shrewsbury. Hatem Trabelsi frá Ajax. Ousmane Dabo frá Lazio. Paul Dickov frá Blackburn. FARNIR: Bradley Wright-Phillips til Southampton. David James til Portsmouth. David Sommeil til Sheffield United. Geert de Vlieger SV Zulte Waregem. Lee Croft til Norwich. Mikkel Bischoff til Coventry. , ’ . ■ ' í KOMNIR: Andy Johnson frá Crystal Palace. Joleon Lescott frá Wolves. Scott Spencer frá Oldham. Tim Howard frá Manchester United (lán) FARNIR: Duncan Ferguson samningslaus. Laurence Wilson til Chester. Nigel Martyn hættur. Li Tie til Sheffield United. HÐMAVÖLLUR: Fratton Park (20.220). STJÓRI: Harry Redknapp. Á síðustu leiktíð var lengst af ekki útlit fyrir annað en að fall yrði hlutskipti Port- smouth að vori. Leikmannakaup í janúarmánuði og endurkoma Harry Redknapp til liðsins gerðu það hins vegar að verkum að liðið náði fínum endaspretti og hélt sæti sínu í úrvalsdeild með naumindum. Útlit er fyrir að bjartari tímar séu framundan hjá félaginu. Redknapp er metnaðargjarn maður og hefur fengið til sín nokkra góða leik- menn í sumar. Sol Campbell er mikill liðsstyrkur i vörn liðsins sem var míglek síðasta vetur, en skarð sóknarmannsins Yakubu gæti reynst erfitt að fylla. Ef rétt er haldið á spilunum ætti Portsmouth að geta orðið spútniklið tímabilsins og barist í efri helmingnum. FYLGSTU MEÐ: Sol Campbell. Átti erfitt uppdráttar með Arsenal á síðasta tímabili og fór fritt til Portsmouth. Þegar hann nær sér á strik er hann hins vegar með betri varnarmönnum heims og gæti orðið lykilmaður liðsins í vetur. SÍÐUSTU10 ÁR: Timabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 17 2004-05 Úrvalsdeild 16 2003-04 Úrvalsdeild 13 2002-03 1. deild 1 2001-02 1. deild 17 2000-01 1. deild 20 1999-00 1. deild 18 1998-99 1. deild 19 1997-98 1. deild 20 1996-97 1. deild 7 KOMNIR: Glen Johnson frá Chelsea (lán). David Thompson frá Wigan. Sol Campbell frá Arsenal. David James frá Man City. FARNIR: Aliou Cisse samningslaus. Brian Priske til Club Brugge. Gregory Vignal til Lens. John Viafara til Southampton. Sander Westerveld til UD Almería. Vincent Pericard til Stoke. sæti 1 HEiMAVÖLLUR: The Valley (27.116) STJÓRI: lain Dowie. Alan Curbishley lét af störfum sem stjóri Charlton i vor eftir 15 ár hjá félaginu. Curbis- hley var maðurinn sem gerði Charlton að úrvalsdeildarliði en tókst ekki að koma því ofar en um miðja deild. Nú er það hlutverk lains Dowie að koma liðinu skrefinu lengra Charlton býr loksins yfir hágæða markaskorara eftir að Darren Bent kom til liðsins en hann vantar tilfinnanlega félaga í framlínunni. Eftir að Alexei Smertin og Danny Murphy fóru frá liðinu hefur miðjan verið nokkuð óstöðug og er það eitt af verkefnum Dowies að leysa úr því. Charlton virðist við fyrstu sýn ekki líklegt til að gera stóra hluti í vetur en liðið hefur áður sýnt að það getur komið á óvart. FYLGSTU MEÐ: Darren Bent. Charlton gerði reyfarakaup þegar það fékk hann frá Ipswich. Sjóðandi heitur markaskorari sem á ein- ungis eftir að veröa betri. SfÐUSTU 10 ÁR: Tímabil Deild Sæti 2005-06 Úrvalsdeild 13 2004-05 Úrvalsdeild 11 2003-04 Úrvalsdeild 7 2002-03 Úrvalsdeild 12 2001-02 Úrvalsdeild 14 2000-01 Úrvalsdeild 9 1999-00 1. deild 1 1998-99 Úrvalsdeild 18 1997-98 1. deild 4 1996-97 1. deild 15 KOMNIR: Amady Faye frá Newcastle. Christian Bolanos frá Deport.Saprissa (lán). Cory Gibbs frá Feyenoord. Djimi Traorefrá Liverpool. Gonzalo Sorondo frá Inter Milan. Jimmy Floyd Hasselbaink frá Middlesbrough. FARNIR: Chris Perry til WBA. Chris Powell til Watford. Francis Jeffers til Blackburn. Jay Bothroyd til Watford. Jonatan Johansson til Malmö. Shaun Bartlett til Kaizer Chiefs. Tony Warner til Leeds (lán).

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.