blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 27
blaðiö FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006
27
Likami og sál
Besta líkamsræktín krefst þátttöku hugar og anda, rétt
eins og likamans. Það er ekki nóg að fara i ræktina og
púla heldur þarf lika að taka tillit til hugans. Breyttu til
með því að fara í jóga, Pilates eða Tai Chi sem er hreyfing
sein krefst þátttöku huga og sálar jafnt sem líkamans.
Njotiö ykkar
Það er um að gera að nota síðustu daga sumars til að njóta
náttúrunnar. Farið i lautarferð með vinunum, skellið ykkur
f sund eða góðan göngutúr með fjötskyldunni. Hreyfing úti
við er alltaf hollari og skemmlilegri en tilbreytingarlaus
hreyfing í líkantsræktarsölum landsins.
i •'fcfc'
Nýleg rannsókn:
Megrun ýtir undir appelsínuhúð
ríÞó er hægt að hugga sig við það að flottu
stjömumar em líka með appelsínuhúð og
til dæmis em til myndir af Jerry Hall og
Kate Moss með appelsínuhúðina flæðandi"
Iáranna rás hefur konum með
appelsínuhúð verið sagt að þær
gætu losnað við appelsínuhúð-
ina með því að æfa reglulega
og borða hollt fæði. Þetta hafa
verið mikilsverðar upplýsingar því
talið er að um 85 prósent kvenna sé
með appelsínuhúð.
Nýleg rannsókn sýnir hins vegar
að þyngdartap getur aukið appels-
ínuhúð. Niðurstöður hennar benda
til að ekki sé hægt að vinna á appels-
ínuhúð og aðferðir til þess geta jafn-
vel haft þau áhrif að appelsínuhúð
verði meira áberandi. I rannsókn-
inni voru skoðaðar vinsælar aðferð-
ir sem sagðar voru vinna gegn ap-
pelsínuhúð, aðferðir eins og fitulitlir
megrunarkúrar, vökvakúrar, lyf og
uppskurðir.
Varanleg appelsínuhúð
Rannsóknin leiddi í ljós að þótt
margar konur yrðu varar við smá-
vægilegar breytingar fannst þriðj-
ungi kvennanna appelsínuhúðin
meira áberandi en áður. Engin
þeirra losnaði algjörlega við appels-
ínuhúðina en að meðaltali misstu
konurnar fjórtán kíló. Þær konur
sem voru með alvarlegustu einkenni
appelsínuhúðar og voru þyngstar
sáu helst mun á húðinni. Rannsak-
endur fundu einnig að teygjanleiki
húðarinnar skipti miklu máli og
þær konur sem höfðu mikla auka-
húð eftir þyngdartap höfðu meiri
appelsínuhúð. Samkvæmt Johan
Kitzmiller, einum rannsakendanna,
virðist sem appelsínuhúðin sé varan-
leg þó hún minnki örlítið við þyngd-
artap.
Uppbygging eiturefna
Það Htur því út fyrir að konur
þurfi að sætta sig við að appelsínu-
húð er hluti af litrófi lífsins þar sem
ekki er hægt að lækna hana, að
minnsta kosti ekki enn sem komið
er. Þó er hægt að hugga sig við það
að flottu stjörnurnar eru líka með
appelsínuhúð og til dæmis eru til
myndir af Jerry Hall og Kate Moss
með appelsínuhúðina flæðandi.
Sagt er að appelsínuhúð myndist
vegna uppbyggingar eiturefna í lík-
amanum. Það er því hægt að koma
í veg fyrir appelsínuhúð með því að
drekka nóg vatn, borða hollan mat
og æfa reglulega.
svanhvit@bladid.net
í nýjasta tölubtaði Nýs Llfs er að finna allt sem þú þarft að vita um haust- og
vetrartlskuna 2006. Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, ræðir um
ástina og útrásina. Hún er systir Gisla Arnar og kærasta Björns Hlyns. Ung kona sem
eignaðist barn (kvennafangelsinu (Kópavogi deilir reynslu sinni og I Nýju Llfi er einnig
rætt við ástarfíkil auk þess sem við bjóðum pari á blint stefnumót. Hetja mánaðarins
er Björn Hafsteinsson vagnstjóri sem missti báða fætur (hræðilegu bílslysi.
Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þérfrábær áskriftarkjör (síma 515 5555
eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is
sg appelsínuhúð Niöurstöð-
grar rannsóknar benda til að
. hægt að vinna á appelsinu-
aðferðir til þess geta jafnvei
u áhrif að appelsínuhúð verði
FROÐI
meira
NYTT LIF KEMUR UTI DAG
fjölbreytt og áhugavert efni
Eldsvoðinn á Þingeyri
Flestum er enn í fersku minni hörmulegur eldsvoði við
Aðalstræti á Þingeyri í janúarbyrjun árið 2002. í honum
létust ung hjón, Hreiðar Snær Línason og Ingibjörg Edda
Guðmundsdóttir og tæptega tveggja ára sonur þeirra,
Leon Örn. Á efri hæð hússins bjuggu foreldrar Hreiðars
Snæs, Líni Hannes Sigurðsson og Gunnhildur Björk
Elíasdóttir. í nýjasta hefti Nýs Lífs segja þau frá þessum
átakanlegu atburðum - og erfiðri forræðisdeilu um
barnabarnið sem lifði af.
„Vesturport er alls ekkert
karlaveldi. Það valtar enginn
yfir okkur Nínu Dögg..."
Viðtal við Rakel Garðarsdóttur,
framkvæmdastjóra Vesturports
Listagyðjurnar á Gijúfrasteini
haust/vetur
t 2006
ELDSVOÐINN
A niNGEVRI
Deil mánaðörmf