blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 25
blaðið FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 25 verða faðir. „Hvað gerir maður með börnum? Þau drekka ekki,” sagði hann við vin sinn. Ósvífin kímnigáfa Bogart var stálgreindur, heiðar- legur og ósnobbaður, hjálpsamur en gat verið dyntóttur og ef fauk 1 hann þá reiddist hann illa. Hann hafði sérlega ósvífna kímnigáfu og var óútreiknanlegur. Þegar hann hitti rithöfundinn John Steinbeck í fyrsta sinn sagði hann: „Heming- way segir mér að þú sért ekki góður rithöfundur." Margar fleygar setn- ingar eru hafðar eftir honum, þar á meðal þessi: „Hlutirnir eru aldrei svo slæmir að þeir geti ekki orðið verri.“ Vinur hans David Niven sagði um hann: „Það skelfdi mann nokkuð að hitta hann í fyrsta skiptið, mann með svo kaldhæðnislegan húmor og glott sem átti að vera bros. Það tók mig tíma að gera mér grein fyrir því að hann hafði þróað með sér marg- brotið yfirborð til að fela eitt besta og örlátasta hjarta sem hægt var að finna." Á McCarthy-tímanum var Bog- art í forsvari fyrir hópi leikara sem hélt til Washington til að mótmæla nornaveiðunum sem þá voru í gangi. Fyrir vikið varð hann fyrir miklum þrýstingi frá kvikmynda- fyrirtækjum í Hollywood og svo fór að hann lýsti því yfir opinberlega að ferðin hefði ekki verið skynsamleg, jafnvel kjánaleg. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir þau orð sín. Vinur hans, leikstjórinn Richard Brooks, sagði að Bogart hefði aldrei orðið samur maður eftir að hafa látið undan þrýstingi. Hann lést árið 1957, 57 ára gamall, eftir að hafa barist við krabbamein. Þegar hann lést var hann einungis 36 kíló. Síðustu orð hans voru: „Ég hefði aldrei átt að hætta að drekka viskí og fara að drekka martíní.“ Drukkið með pandabjörnum Bogart var mikill drykkjumaður og ekki sem prúðastur undir áhrifum áfengis. Árið 1950 fór hann ásamt vini sínum Bill Seeman á E1 Marocco-klúbbinn í New York. Þeir íélagar komu þangað nokkru eftir miðnætti og hðfðu með sér tvo leikfangapandabirni sem Bog- art hafði keypt handa ungum syni sínum. Mennirnir tveir kynntu þjónana fyrir björnunum og kröfðust þess að fá borð fyrir fjóra. Þeir settu síðan sinn björninn í hvort sætið og hófu drykkju. Tvær ungar konur komu að og ein þeirra tók upp annan björninn. Bogart hreytti í hana ónotum og ýtti við henni svo hún féll í gólfið. Kærasti hennar brást hinn versti við og slagsmál brutust út. Bogart, Seeman og: pönd- unum var hent út af staðnum. Konan fór í mál við Bogart. Fyrir rétti var hann spurður hvort hann hefði veriö drukkinn. .Eru ekki allir drukknir klukkan þrjú um nótt,” svaraði hann. í viðtali við dagblað sagði Bogart: ,Er þetta ekki frjálst land? Ég get farið með pandabjörn- inn minn hvert sem ég vil og ef ég vil gefa honum í glas þá er það mitt mál.” -Dómstóll vísaöi málinu frá. Sumarhúsid °9 9aröurinn ÞROUN SUMARHÚSABYCGIIUGA fjarn'ir- og stigar Litir og form Sýrehú?1 Chile. Bladauki um veldi .—■■■EL \ /4 M— r~~> Grípandi tímarit ___ á næsta blaðsölustað Askriftarsími 586 8005 Auglýsingar 510 3744 blaðiðL Nýjar vörur beint á útsölu! Jakkaföt frá 7.990 Shine gallabuxur allar á 5.900 Stakir jakkar frá 4.900 Peysur frá 2.990 Stuttermaskyrtur frá 1.990 Gallabuxur frá 890 - ódýrari en í Rúmfatalagernum! Firði Hafnarfirði | Sími 565 0073 Opið til kl. 19 á föstudag og kl. 17 á laugardag Herra hdfnaríjörður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.