blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaöiö Hrafntinnusker: Erlendur ferða- maður lést Banaslys varð við Hrafn- tinnusker í gær þegar íshella féll á erlendan ferðamann sem þar var á ferð ásamt kunningja sínum. Neyðarlínunni barst til- kyrining um slysið laust fyrir klukkan níu í gærmorgun og í kjölfarið var björgunarlið ásamt þyrlu Landhelgisgæsl- unnar kallað út. Fyrir tilviljun voru tveir björgunarsveitarmenn frá Akranesi staddir í nágrenni við slysstað og hófu þeir strax björgunaraðgerðir ásamt hópi breskra ferðamanna sem voru á svæðinu. Náðu þeir að grafa ferðamanninn úr íshrönglinu áður en hjálp barst en var hann þá látinn. Maðurinn var á fertugsaldri og af þýsku bergi brotinn. Dagblaðastríð: Skógar í hættu mbl.is Umhverfisverndarsamtök vara við því að aukin papp- írsnotkun vegna fríblaðastríðs i Danmörku stofni gróðri og dýralífi í hættu í gömlum skógum í Finnlandi. Þeir eru notaðir í gerð dablaðapappírs. Pappírsnotkun mun aukast um þúsundir tonna á ári hverju vegna dablaðanna nýju. Danska fréttastofan Ritzau segir frá þessu. Fyrirtækin sem kaupa pappír frá Finnlandi neita því að verið sé að stofna skógunum í hættu, en náttúruverndarsamtök á borð við Greenpeace segja að verið sé að fella gamla skóga. * w Könnun: Siv myndi efla flokkinn Siv Friðleifsdóttir myndi efla Framsóknarflokkinn meira en Jón Sigurðsson í embætti formanns Framsóknarflokksins. Þetta er niðurstaða viðhorfs- könnunar sem nokkrir stuðn- ingsmenn Sivjar létu vinna. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að tæplega 40 prósent svarenda telja að Siv myndi efla flokkinn meira, en rúmlega ní- tján prósent Jón. Um 28 prósent telja báða frambjóðendurna mundu efla hann jafnt. 400 manns voru spurðir. Losun gróðurhúsalofttegunda af völdum urðunar: Skikka ætti urðunarstaði til að safna metangasi ■ Rekstraraðilum annarra urðunarstaða engin vorkunn að þurfa að safna gasi ■ Metangasið nýtt sem eldsneyti á bíla Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Fyrsta skrefið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af völdum úrgangs væri að skipa fleiri urðunarstöðum að safna metangasi til nýtingar," segir Björn H. Halldórsson, deildar- stjóri tækni- og þróunardeildar Sorpu, en nú er einungis Sorpu í Álfsnesi skylt að safna saman metangasi. „Ég tel óþarfa að eltast við allra minnstu urðun- arstaðina, en ég held að rekstrar- aðilum meðalstórra og stærri urð- unarstaða sé ekki nein vorkunn að safna saman þessari sterku gróðurhúsategund.“ gróðurhúsalofttegund, eða rúm- lega tuttugu sinnum sterkari en koldíoxíð,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur eitthvað dregið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda af völdum úrgangs á undan- förnum árum, vegna þess að á urð- unarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi er nú skylt að safna gas- inu og nýta, eða brenna það ella. „Metanið er hreinsað og notað sem ökutækjaeldsneyti og hins vegar í rafstöð sem Orkuveita Reykjavík- ur á og rekur.“ Björn segir að svo lengi sem verið er að urða, verði hins vegar alltaf einhver losun. „Erfitt er að ná allri losuninni, en með góðum „Metanbílarnir eru orðnir um fimmtíu' Björn H. Halldórsson, deildarstjóri tækni- og þróunardeildar Sorpu 200 þúsund tonn á ári Samkvæmt tölum frá Um- hverfisstofnun er um 200 þúsund tonna útblástur af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju af völdum urðunar úrgangs. Losunin á sér stað á urðunarstöðum þar sem lífrænn úrgangur er urðaður. „Þar gerjast hann og til verður það sem við köllum hauggas, sem inniheldur koldíoxíð og metan. Metan er ansi sterk Kúafret er skaðlegra en koldíoxíð ■ Blaðið f gær. undirbúningi og ef menn vita hvað þeir eru að gera, þá ætti að vera hægt að ná stærstum hluta af þeim útblæstri sem kemur frá urðunarstöðum. Síðan er hægt að nota aðrar aðferðir við að gera úrganginn skaðlausan, til dæmis með því að framleiða metan úr úrganginum og stjórna þannig framleiðslu metans til einhvers konar orkuframleiðslu. Með sorpbrennslu og jarðgerð má síðan draga verulega úr losun met- ans þó þeim aðferðum fylgi einnig útblástur gróðurhúsalofttegunda." Stendur ekki undir sér Björn segir að út frá beinum fjárhagslegum sjónarmiðum borgi sig ekki að safna metangas- inu. „Ef litið er á málið út frá þjóðfélagslegum og um- hverfislegum þáttum borgar það sig hins vegar. Eins og staðan er í dag myndi langmestur árangur nást ef aðrir urðunarstaðir á land- inu yrðu einnig skyldaðir til að safna metangasi til nýtingareða eyðingar." Byrjað var að nýta metan sem eldsneyti á bíla árið 2000. Þá voru fluttir inn um tuttugu bílar til landsins sem ganga fyrir metani, en nú eru bílarnir orðnir rúmlega fimmtíu. „Sorpa, íslandspóstur, Strætó og fleiri fyrirtæki eru með þessa bíla í notkun. Þá eru tveir einstaklingar hér á höfuðborg- arsvæðinu sem nota metanbíla. Fjölgun bílanna hefur verið hæg en sígandi,“ segir Björn og bætir við að metanið sé eina innlenda eldsneytið sem notað er í ein- hverjum mæli. Björn segir að ef stjórnvöld hafi einhvern áhuga á útblásturs- málum ættu þau að líta í eigin barm. „Stjórnvöld búa til leik- reglur samfélagsins. Ríkið hefur til að mynda með núgildandi skattaumhverfi hvatt almenning til að kaupa gríðarlega orkufreka pallbíla, sem valda mun meiri losun gróðurhúsalofttegunda en venjulegir bílar.“ Urðunarstaður Sorpu í Álfsnesi Metangasi er safnaö saman og nýtt sem bílaeldsneyti Mynd/Þorkell omsrumusio TómstundahUslö, Nethy! 2, sfmi 5870600, www.tomstuhdahu8ld.is MTKLU SMÁAUGLÝSINGAR blaöiöB SMAAUQlYSiNQAReBUtHD.NET

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.