blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Verður þú aldrei þreyttur á nýjungum? Nei, það verð ég ekki. Ef engar nýjungar verða þá getur maður slökkt á sér. Lllfar Eysteinsson, kokkur á Þrcnuir Frökkum Saltfiskvöfflurnar hans urðu landsfrægar á einum degi á Dalvík um síðustu helgi. Úlfar þreytist aldrei á að kynna nýjungar úr sjávarfanginu. Hrátt hrefnukjöt rann út og 99 prósent kunnu að meta vöfflurnar; að hanssögn. ^^Smáborgarinn ANDLEGIR RISAR AÐ STÖRFUM Smáborgarinn er þakklátur fyrir að hér á landi skipast ein- göngu stórmenni og andlegir risar til þess að gegna störfum fulltrúa framkvæmda- og lög- gjafarvaldsins. Efast má um að í stjórnmálaflóru annarra ríkja finnist jafn hávaxinn gróður. Þess vegna ber að fagna því að þessi sömu stórmenni telji „að leita beri leiðatil þess að lækka verð á matvörum í landinu” og að „stefna eigi að lægra matvöru- verði í landinu.” Þeir sem svo mæla eru greini- lega ekki fátækir í andanum og detta ekki í þá gryfju smámenna að halda að einfaldar lausnir eins og lækkun verndartolla og aukið svigrúm fyrir samkeppni á matvörumarkaði geti skilað árangri. Stjórnmálamenn okkar sjá lengra en nef þeirra nær og þar af leiðandi munu þeir skoða málið „heildrænt” svo vitnað sé í tungutak vorra tíma. A meðan mun auðvitað íslenskum almenningi blæða út vegna hins háa verðlags á matvöru Á meðan mun auðvitað íslenskum almenningi blæða út vegna hins háa verðlags á matvöru. En sjálfsagt er að almenningur leggi á sig slíka fórn á meðan stjórnmálamenn- irnir „leita leiða” og „stefna að lausn” enda eru þeir sjálfir að fórna sinni miklu andagift fyrir hagsmuni almúgans. Það er því fullkomlega ásættanlegt að almenningur neyðist til þess að háma í sig óhollt ómeti sökum þess að hann hefur ekki ráð á að leyfa sér munað eins og græn- meti og ávexti og rándýrt og vont íslenskt kjötmeti á meðan unnið er að lausn málsins. Fórna er þörf eigi stjórnmálamenn að finna lausn á háu matvælaverði sem leiði til þess að þegnar þessa lands haldi áfram að borða íslenska vöru og hafi ekki ráð á að veita sér erlenda gæðavöru og munaðarvarning eins og parmesan-ost og hrás- kinku. Viðbúið er að einhliða tollalækkun myndi eingöngu leiða til hins síðarnefnda og þar af leiðandi valda því að mýtunni um yfirburði íslenskra matvæla yrði kollvarpað. Flúraði fartölvur og frystikistur Það eru ekki margir sem starfa við að flúra myndir á hörund lands- manna. Búri á fslenzku húðflúrstof- unni við Hverfisgötu er einn þeirra sem skipa þennan fámenna hóp -sem er hæpið að stefni á að stofna stéttarfélag. Hvernig kom það til að þú byrjaðir að starfa sem húðflúr- ari? „Að húðflúra hafði verið stefna mín frá því ég var svona þrettán, fjórtán ára. Þetta er reyndar frek- ar lokað fag og erfitt að komast inn í það en mín leið var sú að ég byrjaði að vinna á tattoo-stofunni hjá Fjölni og Jóni Páli. Þetta fag lærist á milli manna og ég lærði af þeim. Upphaflega fór Jón Páll til Aþenu og lærði af húðflúrmeistara þar. Fjölnir lærði svo af honum og síðan ég af Fjölni.“ Hvað er það erfiðasta við starfið? „Ætli það séu ekki bara þessir misjöfnu hópar sem stundum leita í þetta. Við reynum samt að gera okkar besta til að sneiða hjá þeim. Það er í raun ekkert sem mér finnst erfitt við starfið samt. Ég geri aldrei neitt sem ekki er raunhæft og ég get ekki gert. Það er í sjálfu sér allt hægt.“ Hvað er skemmtilegast við starfið? „Fjölbreytnin. Hingað koma svo mismunandi einstaklingar sem allir vilja fá sérstök húðflúr. Þann- ig er maður í raun alltaf að gera eitthvað nýtt. Svo er líka gott að geta unnið á eigin forsendum og eigin tíma. Það er æðislegt að geta verið sinn eigin herra.“ Hvaða tegundir afflúrum eru vinsœlust núna? „Ég myndi segja að það væri að spretta í allar áttir núna. Það er orð- ið minna um tískubólur. Nú hugsar fólk virkilega út í hvað það ætlar að láta setja á sig og það fær sér allt á milli himins og jarðar. Við erum ■ Starfið mitt Búri byrjaði aö vinna á húðflúrstofu þegar hann var 19 ára. Bhtðid/Steiruir Hmji að gera mikið af lituðum og skyggð- um húðflúrum og mikið af stórum stykkjum miðað við það sem var í gangi. Fyrir ekki svo löngu síðan vildu allir svört munstur og form, en nú skoðar fólk fleiri strauma í þessu enda er um margt að ræða. Það er japanskur stíll, nýi og gamli skólinn, gráskyggðar myndir og margt fleira. Fólk er hreinlega að fá sér allt.“ Hvað er skrítnasta húðflúr sem þú hefurgert? „Ætli ég hafi nú ekki gert nokkuð mörg þannig. Ég vann nefnilega að bingóþætti fyrir nokkrum árum þar sem ég þurfti að flúra hluti eins og sófasett, sjónvörp, frysti- kistur og fartölvur á fólk. Ætli ég hafi því ekki yfirburði í keppninni um hver hefur gert flest skrítin húðflúr," segir Búri að lokum og skellir upp úr. margret@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 6 7 5 9 4 3 8 5 7 6 1 2 6 2 9 3 1 4 2 8 1 9 6 4 6 9 3 2 1 5 3 4 7 1 5 8 2 6 9 5 1 6 3 2 9 7 8 4 2 8 9 7 4 6 3 1 5 4 6 1 s 3 7 8 9 2 7 5 8 2 9 1 4 3 6 9 2 3 6 8 4 1 5 7 6 9 4 8 7 3 5 2 1 8 7 2 9 1 5 6 4 3 1 3 5 4 6 2 9 7 8 Æ, fyrirgefðu... ég átti víst að bera þetta á bringuna á þér. HEYRST HEFUR... Lesa má um það í Fréttablað- inu í gær, að athafnaskáld- ið Jónas Freydal hafi óvæntið notið þeirrar ánægju að teyma liðsmenn Procul Harum um götur Reykjavíkur, en sú sögufræga rokksveit var upp á sitt besta undir lok sjöunda áratugarins og á næsta ári verða einmitt 40 ár liðin frá því að frægasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, kom út. Á hinn bóginn þykir ýmsum súrt í brotið að Bobby Harrison, fyrrverandi tengdasonur ís- lands og fyrrverandi trumbu- leikari Procol Harum, skuli hafa verið svo illa fjarri góðu gamni, en það hefðu verið sögulegir endurfundir... Sumir gagnrýnendur mála- tilbúnaðar hins opinbera í Baugsmálinu hafa borið það saman við rannsóknina á ólöglegu verðsamsæri olíufé- laganna gegn neytendum og einstökum viðskiptamönnum og fundist vinnubrögðin og eljan ólík. Hvernig í því öllu liggur skal ósagt látið að sinni, en hitt vekur óneitanlega for- vitni að Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, er búinn að finna sér lögmann til þess að annast vörn sína. Og hver skyldi það nú vera? Jú, enginn annar en hæstaréttar- lögmaðurinn Gestur Jónsson, sem stýrt hefur frækilegri vörn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs... Haukur Haraldsson, hauk- urinn (fff.is), sem boðið hefur sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum lætur ekki deigan siga, þó flestir spái því að hann og Lúðvík Gizur- arson muni ekki blanda sér að ráði í baráttu þeirra Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns Sigurðssonar um formanns- stólinn. 1 gær birti hann stuðn- ingsyfirlýsingu við framboð Kristins H. Gunnarssonar í ritaraembætti flokksins, en flestir stjórnmálaskýrendur telja, að Haukur styrki fram- boð sitt tæpast með því... igurmöguleikar Kristins H. Gunnarssonar í ritara- kosningu Framsóknar eru engir taldir. Hins vegar virðist flokksforystan kampakát með framboð hans og segja innstu koppar í því búri gott að Kiddi sleggja skuli leggja framgöngu sína undir atkvæði helstu trúnaðarmanna flokksins. Þá fáist loksins mæling á því fyrir munn hve margra hann tali... A furbloggarinn Össur Skarphéðinsson (ossur. hexia.net) spáir í spil fram- sóknarmanna og vill ekki trúa því að óreyndu „að að tveimur efnilegustu konunum í Framsókn hefði verið hent í átökum maríneraðra kalla- bandalaga". Spáir hann að Jón Sigurðs- son verði formaður og Jónína Bjartmarz varaformaður... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.