blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 18
18 I SKOÐUN FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaftiö Ritstjóri Blaðsins reiðir hátt til höggs og sést ekki fyrir í skrifum sínum um Járnblendiverksmiðjuna í forystugrein 14. ágúst síðastliðinn. Verst er samt að hann leggur út af röngum tölum sem Blaðið birti, þrátt fyrir að réttum upplýsingum hafi verið komið á framfæri við ritstjórn- ina samdægurs. Það eru vinnubrögð sem ekki eru til eftirbreytni. Gífur- yrði, gefnar forsendur ritstjórans og ályktanir sem hann síðan dregur af öllu saman, geta aldrei skapað grunn að vitrænum skoðanaskiptum eða rökræðum. Forystugreininumrædda er þar að auki býsna rætin árás á Járnblendiverksmiðjuna og því eitur í beinum okkar sem að fyrirtækinu stöndum. Þess vegna er ekki hægt að láta kyrrt liggja, í það minnsta til að upplýsa lesendur Blaðsins. 1. Losun gróðurhúsalofttegunda (koltvísýrings), miðað við núverandi afkastagetu Járnblendiverksmiðj- unnar, er um 420.000 tonn á ári. Þar af falla um 20.000 tonn til úr lífmassa (timburkurli/viðarkolum), sem telst endurnýjanlegur orkugjafi og er ekki tekinn með í útreikningum á heildarútstreymi íslands á koltví- sýringi. Talan sem Blaðið nefndi í umfjöllun sinni - og sem ritstjórinn síðan leggur út af; 665.000 tonn á ári - miðast við hámarksframleiðslu samkvæmt starfsleyfi félagsins. Til að ná henni þyrfti að bæta við fjórða ofninum f verksmiðjunni og auka við framleiðslugetu tveggja eldri ofna. Það er staðreynd málsins og rétt skal vera rétt, ekki satt? 2. Vert er að halda því til haga að Eiturskrif Fundið að leiðara Blaðsins um mengun Ingimundur Birnir Skoðun umhverfi verksmiðjanna á Grund- artanga hefur verið vaktað kerfis- bundið árum saman. Sameiginleg umhverfisvöktun Norðuráls og íslenska járnblendifélagsins hefur staðið óslitið frá 1999 undir eftirliti Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Umhverfisstofnunar. Þar er staðfest að áhrif starfseminnar á alla viðmið- unarþætti eru innan þeirra marka sem tilgreind eru í starfsleyfum verksmiðjanna. Vöktunin er afar umfangsmikil og tekur til andrúms- lofts, gróðurs, jarðvegs, ferskvatns, dýralífs og sjávarlífvera í grennd við Grundartanga. 3. Síðast en ekki síst má geta þess að allt frá 1990 hefur íslenska járn- blendifélagið átt samstarf við Sorpu bs. um endurvinnslu á úrgangstimbri sem ella hefði verið urðað. Timbrinu er safnað saman á öllu höfuðborgar- svæðinu, það síðan kurlað hjá Sorpu og flutt að Grundartanga til að nota sem hráefni. Kurlið kemur að hluta til í stað innfluttra kola. Á þennan hátt notar Járnblendifélagið allt að 20.000 tonn af timburkurli á ári og sparar þar með innflutning á rúmlega 6.000 tonnum af kolum. Þetta dregur sam- svarandi úr losun gróðurhúsaloftteg- undafráverksmiðjunni. Slíknotkun timburkurls er umfangsmesta endur- vinnslan á íslandi og var einsdæmi í heiminum þegar hún hófst að frum- kvæði íslenska járnblendifélagsins. Islenska járnblendifélagið hefur þannig af mörgu að miðla í umræðu um umhverfismál og kappkostar að veita þeim sem eftir slíku leita sem mestar og bestar upplýsingar, þar á meðal ritstjórn Blaðsins. Eg vona hins vegar að ritstjórinn hugsi nú ráð sitt og verði mér sammála um að ekki sé boðlegt að fullyrða á opinberum vettvangi að starfsemi tiltekins fyrir- tækis sé „fjandsamleg umhverfi og mönnum" þegar skjalfest er að starfað er í einu og öllu innan þeirra marka í umhverfismálum sem reglur og við- mið stjórnvalda í landinu kveða á um. Höfundurerforstjóri fslenska járnblendifélagsins ehf. OECD tjáir sig um íslensk velferðarmál Ef maður dregur ályktanir af þeirri umræðu sem á sér stað um vel- ferðarmálin á stundum, mætti ætla að framlög til þeirra væru illilega skorin við nögl. Hinn dæmigerði málflutningur gagnrýnendanna er sá að við séum í flestu eftirbátar ann- arra þjóða á velferðarsviðinu. Það vantar meira fé til skólamála, það vantar meira fé til heilbrigðis- mála, það þarf að auka fjármagn til verlferðarmálanna almennt er oft sagt. Og vissulega má það til sanns vegar færa að við gætum gert meira á þessum sviðum ef við hefðum til þess Um viðurkenn- ingu á velferð á Islandi Einar Kristinn Guflfinnsson Skoðun meira fjármagn. Enginn efast um að hægt væri að gera margt þarflegt með meiri peningum í heilbrigðismálum okkar eða menntamálum. Þetta eru kostnaðarsamir málaflokkar og við Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. - Á grillið í örfáar mínútur og maturinn er til! sem rík og öflug þjóð viljum veita til þeirra mikið fjármagn. Það er líka reyndin. Fjárveitingar til menntamála Ný skýrsla OECD um ísland varpar ljósi á einn hluta þessa máls sem ástæðaertilþessaðvekjaathyghá. Þar er meðal annars fjallað um mennta- mál. Skýrslan er mjög hvetjandi í þá veru að vel sé að málum staðið á þessu sviði og áhersla lögð á menntamálin sem viðfangsefni stjórnmálanna. Það er bent á margt sem betur má fara á þessum sviðum, en ljósi einnig beint að athyglisverðri staðreynd. Þar er meðal annars sagt: „Stjórnvöld endurskipulögðu menntakerfið um miðjan síðasta áratug og frekari endurskipulagning er í framkvæmd eða áformuð. Fjár- veitingar til menntamála hafa einnig verið stórauknar og eru nú þær hæstu innan OECD sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.“ Svo mörg voru þau orð. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir. Ekki síst séu þær bornar saman við sífellt tal og gagnrýni í þá veru að íslensk stjórn- völd hafi menntamálin ekki í nægjan- legum forgangi. Vöxtur í útgjöldum til heilbrigðismála OECD hefur einnig fjallað um heil- brigðismáhn með svipuðum hætti. Það er athyglisvert að útgjöld til heil- brigðismála mælt á kvarða stofnun- arinnar hafa vaxið talsvert á síðustu þremur áratugum eða svo í aðildar- löndunum. Heildarútgjöld til heil- brigðismála í OECD löndunum sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru 5,% árið 1970, árið 1990 var hlut- fallið 7,1%, árið 2000 var þetta hlutfall 8% og var árið 2003 8,8%. Hér á landi hefur vöxturinn verið enn hraðari á þessum árum. Við vorum fyrir neðan meðaltal árið 1970, og heildarútgjöld okkar á sama mælikvarða námu þá 4,7%. Þau voru komin upp í 8% árið 1990, en 9,3% áratug seinna. Heildarútgjöldin til heilbrigðismálanna á íslandi eru á ár- inu 2003, alls um 10,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Fyrirvarar sem þarf að gera Vitaskuld er svona samanburður erfiður. Til margs þarf að taka tillit. Til dæmis aldurssamsetningar þjóðar- innar, skiptingar á milli málaflokka og áfram mætti eflaust telja. Og við vitum að ýmsir hafa efast um talnafor- sendur OECD. Það breytir því þó ekki að þessa virta stofnun, sem menn vitna oftast til um alþjóðlegt talna- efni, kemst að þessum niðurstöðum í athugunum sínum á þessum þýð- ingarmiklu málaflokkum. Þær upp- lýsingar eiga því sannarlega erindi inn í íslenska þjóðmálaumræðu. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Vel haldin íslensk börn fagna 17. júni. MorgunblaliS/SverrirVilhelmssoii

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.