blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið
Ekki á eftir Chimbonda
Tottenham neitar þvi að vera enn á höttunum eftir Pascal Chimbonda, varmarmanni Wigan. Spurs bauð tvisvar
í Frakkann en neitaði að greiða þær sex milljónir punda sem Wigan vill fá fyrir hann. „Við erum fyrir löngu farn-
ir að skoða aðra leikmenn og höfum ekki gert annað tilboð í Chimbonda," sagði talsmaður Tottenham.
ithrottir@bladid.net
Þéttir I vörninni Spænska landsliðið stillir upp í
varnarvegg. fyrir aukaspymu Hermans Hreiðarsso-
nar. Spánverjar eiga von á erfiðum viðureignum
gegn ísiendingum í undankeppni EM.
Spánverjarnir segjast langt frá því aö vera komnir í sitt besta form:
„ísland getur sigrað í riðlinum“
■ Reyes, Fabregas, Reina og Aragones eiga von á erfiðum íslendingum ■ „Spiluðu fast og spörkuðu í okkur “
Eftir Björn Braga Arnarsson
og Hannes Inga Guðmundsson
bjorn@bladid.net
Islendingar og Spánverjar gerðu
markalaust jafntefli í vináttulandsleik
á þriðjudagskvöld eins og vel flestum
landsmönnum ætti að vera kunnugt.
Luis Aragones, þjálfari Spánverja, og
þrír af lykilmönnum liðsins ræddu
við Blaðið um leikinn og undan-
keppni EM sem hefst eftir tvær vikur,
en Islendingar og Spánverjar eru þar
saman í afar sterkum riðli.
Landsliðsþjálfarinn litríki, Ar-
agones, kvaðst nokkuð sáttur með
úrslitin í leiknum og sagði íslenska
landsliðið sterkan andstæðing. „Úr-
slitin voru fín. Við áttum fleiri
færi í leiknum en okkar menn eru
ekki í sínu besta formi og því mátti
kannski búast við þessum úrslitum.
Leikmennirnir eru búnir að ferðast
mikið og eru þess vegna þreyttir,"
sagði Aragones, en hann var ekki á
því að viðureignirnar í riðlakeppn-
inni yrðu auðveldari. „Ég á ekki von
á öðru en að leikirnir þar verði jafn-
erfiðir fyrir okkur eins og leikurinn
í dag. Bæði Iið eiga eftir að bæta sig,“
sagði Aragones.
Auk íslands og Spánar eru sterkar
þjóðir á borð við Danmörku og
Svíþjóð í riðlinum. Spænski þjálf-
arir.n sagðist búinn undir erfitt en
skemmtilegt verkefni og þvertók
fyrir að Spánverjar væru öruggir
upp úr riðlinum. „Ég tel að öll liðin
í riðlinum eigi möguleika á að kom-
ast áfram, nema þá þessar minni
þjóðir. Við erum með Danmörku,
Svíþjóð og íslandi í riðli og þetta
eru allt þjóðir sem geta unnið hann.
Þessar þjóðir eru jafnar að styrk og
ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“
sagði Aragones.
Vera með strákarl Jose Reina kallar til liðsfélaga sinna
og Heiðar Helguson hefur gaman að. Reina segirþað
mikilvægt að Spánverjar þekki íslenska liðið betur en áður.
ungstirnið láningunnn Uesc habregas tyigist meo sergio
Ramos skalla frá marki Spánverja. Fabregas telur að Spán-
verjar muni vinna riðilinn i undankeppni EM.
Þekkjum beturtil íslenska liðsins
Markvörðurinn Jose Reina, sem
leikur með Liverpool, sagði að ís-
lenska liðið hafi verið erfitt viður-
eignar en sagði að aðstæðurnar á
Laugardalsvelli hefðu einnig gert
sínum mönnum erfitt fyrir. „Völl-
urinn var frekar þurr og það var
töluverður vindur sem fór kannski
í taugarnar á okkur. Um leið og leik-
urinn byrjaði fundum við þó lítið
fyrir kuldanum eins og við höfðum
búist við að við myndum gera,“
sagði Reina.
Hann sagði enga ástæðu til að hafa
áhyggjur þó að spænska liðinu hafi
ekki tekist að sigra. „Leiktímabilið
hjá okkur er rétt að byrja og því er
eðlilegt að menn séu ekki i sínu besta
formi. En þetta var sannarlega mik-
ilvægur leikur í undirbúningi okkar
fyrir undankeppni EM og hann fer í
reynslubankann," sagði Reina. „Nú
þekkjum við mun betur til íslenska
liðsins en áður og það mun reynast
okkur mikilvægt í leikjunum sem
framundan eru gegn Islendingum.
Þetta verða vafalaust hörkuleikir."
Dæmigerður vináttuleikur
Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal,
er orðinn fastamaður í spænska liðinu
aðeins 19 ára gamall. Hann sagði að
þrátt fyrir að riðillinn í undankeppn-
inni væri augljóslega erfiður ætti
spænska liðið að vinna hann. „Leik-
irnir gegn Danmörku, Svíþjóð og Is-
landi verða mjög erfiðir þar sem þessi
lið spila mjög fast og eru líkamlega
sterk. En við vitum að ef við spilum
okkar leik verðum við í engum vand-
ræðum með þau og förum upp úr riðl-
inum,“ sagði Fabregas.
Aðspurður um leikinn á þriðjudag
sagði Fabregas að fátt væri um hann
að segja. „Þetta var bara dæmigerður
vináttuleikur. Við fengum margt gott
út úr honum en það var einnig margt
sem var miður gott og það má setja út
á ákveðin atriði í leik okkar,“ sagði Fa-
bregas. Hann sagðist ekki geta nefnt
ákveðna leikmenn í íslenska liðinu
sem hefðu staðið upp úr.
„Ég var nú meira að spá í mína liðs-
félaga og tók lítið eftir því hvernig
Islendingarnir stóðu sig. En íslensku
leikmennirnir spiluðu virkilega fast
og spörkuðu mikið í okkur,“ sagði
Fabregas.
Góð stemning í spænska hópnum
Annar leikmaður Arsenal, Jose
Antonio Reyes, tók í sama streng
og félagarnir og sagði liðið langt frá
því 'að vera komið í sitt besta form.
„011 spænsku liðin hafa ferðast mjög
mikið að undanförnu og verið að
spila marga leiki. Það kom augljós-
lega niður á leik okkar en þrátt fyrir
það fannst mér Ieikurinn góður. Við
fengum þarna tækifæri til þess að
hittast að nýju og skapa góðan liðs-
anda. Það er mjög góð stemning
í spænska hópnum núna,“ sagði
Reyes.
Mikill styr hefur staðið um Reyes
undanfarnar vikur eftir að hann
lýsti því yfir opinberlega að hann
ætti erfitt með að aðlagast lífinu á
Englandi og vildi fara frá Arsenal
til Real Madrid í heimalandinu.
Breskir fjölmiðlar fullyrtu á þriðju-
dag að samningar væru að nást milli
liðanna en Reyes sagði að enn væri
ekkert ljóst í þessum málum. „Eins
og staðan er í dag er ekkert komið á
hreint. Ég er ennþá að bíða eftir því
að málin skýrist, en vonandi gerist
það sem allra fyrst.“