blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 9
blaðið FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 9 Þingmenn Samfylkingarinnar um fangelsin: Dómsmálaráðherra hefur brugðist hlutverki sínu Eftir Atla ísleifsson atlii@bladld.net „Við vorum að óska eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis vegna þess að lengi hefur legið fyrir að upp sé komið ófremdarástand í fangelsis- málum,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Blaðið. „Ýmis öflug neyðarljós hafa verið að blikka og fangelsismálastjóri og fleiri hafa varað sterklega við því að verið sé að stefna í mikið óefni.“ „Ráðherra hefur brugðist hlutverki sínu” Blaðið hefur fjallað mikið um mál- efni fangelsanna og í gær var sagt frá því að Fangelsismálastofnun hafi synjað beiðni lögreglunnar í Kefla- vík um að vista þrjá einstaklinga í gæsluvarðhaldi. Þess í stað verður að vista þá í fangaklefum lögreglunnar, en slíkt er algert neyðarúrræði. „Ástandið er grafalvarlegt, enda eru fangelsin yfirfull. Bent hefur verið á um árabil að bæta þurfi úr þessu, en dómsmálaráðherra hefur ekki brugðist við og látið ástandið versna með aðgerðaleysi sínu.“ Björgvin segir að Samfylkingin vilji láta kalla dómsmálaráðherra fyrir allsherjarnefnd Alþingis. Að sögn Björgvins hefur ráðherra Fangelsin yfirfull Vísa varð þremur gæsluvarðhaldsföngum frá Litla- Hrauni á þriðjudaginn brugðist sínu hlutverki, að sjá til þess að ekki komi til þessa ófremdar- ástands. „Koma þarf á laggirnar sér- Fangelsismál: Þremur föngum var vísað frá Litla-Hrauni ■ Ekki pláss I gæsluvarðhaldi ■ Fangelslsmálastofnun ráðþrota ■ Lögreglustöðvar óhæfar en eru eina úrræðið bX, _ _______ morgun um að >Uu þri» c línu I gntuvcrflhcUli. I rtcnjur HaUuruun. Fangdsii mllaitofnun. icgir afl om o* auflan iiSWitMirí- I llcgninuartnUi. cn þar akal >iau ■anluvarahaUafanga. .Þafl kom boflm írá logrcglunm I Kcfladk um •fl >lafa þrji fanga og vifl urflum afl •rnja hcnni; scgir I rlcndur llii Blaðið í gær. gg&ritsra stöku gæsluvarðhaldsfangelsi, skoða vel aðbúnað íslenskra fanga og fjölga meðferðarúrræðum. Samfylkingin hefur bent á að í stað þess að byggja hefðbundin hegningarhús, þá eigi í auknum mæli að fara út í að refsi- fangar séu dæmdir til meðferðar og við taki löng og ströng meðferð í stað hefðbundinnar fangelsisvistar." Umferöin: Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og tveir slösuðust í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Vesturlands- vegi norðan við Móa á Kjalar- nesi laust eftir klukkan tólf í gærdag. Um var að ræða annars vegar jeppling og hins vegar pallbíl en talið er að þeir hafi skollið saman þar sem þeir komu úr gagnstæðum áttum. Ökumaður annars bílsins lést og farþegi sem í honum var slasaðist alvarlega. Beita þurfti klippum til að ná honum út úr bílnum. Ökumaður hins bílsins slasaðist minna. Loka þurfti Vesturlandsvegi tímabundið í gær vegna slyssins og á meðan var umferð úr borg- inni beint um Þingvallaveg að Hvalfirði. Strandvegaganga: Eggert er í Hvalfirði mbl.is Jón Eggert Guðmunds- son sem er um það bil að ljúka Strandvegagöngu sinni hring- inn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu segir að allt sé á áætlun og að vel gangi. Hann er núna staddur á Þjóð- vegi eitt í Melasveit og byrjar á Hvalfirði eftir hádegi í dag. Hann stefnir á að ganga inn að gömlu hvalstöðinni í dag en að jafnaði gengur Jón Eggert um 30 km á dag. Hann reiknar með að ljúka göngunni við Ráðhús Reykjavíkur um miðjan dag á laugardaginn á Menningarnótt. ÚTSALA 20 - 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Eldavélar Háfar Þvottavélar Bakaraofnar Kæliskápar Frystiskápar Uppþvottavélar Örbylgjuofnar Þurrkarar • • Gildir til 21. ágúst. RONNING Borgartúni 24 i Reykjavík i Sími: 562 4011

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.