blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 15
blaðið FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006
FRÉTTIR I 15
Bretland:
Náðaðir eftir
90 ár í gröfinni
Breska ríkisstjórnin greindi
frá því í gær að yfir 300 her-
menn, sem voru teknir af lífi
fyrir agabrot í hernum á tímum
fyrri heimsstyrjaldarinnar, eigi
von á að verða náðaðir. Ríkis-
stjórnin tilkynnti þetta í kjölfar
þess að fjölskylda hermannsins
Harry Farr, sem var tekinn af
lífi fyrir heigulsskap í stríðinu,
greindi frá því að hún hefði loks-
ins fengið það í gegn að hann
yrði náðaður.
Farr, sem var óbreyttur her-
maður, var skotinn til bana í
dögun 2. október árið 1916, en
hann 25 ára gamall.
Kynferðisofbeldi um verslunarmannahelgina:
Fleiri fórnarlömb en
tölur gefa til kynna
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Búið er að yfirheyra einn mann
í tengslum við nauðgun sem átti
sér stað á hátíðinni Ein með öllu
sem fram fór á Akureyri um versl-
unarmannahelgina. Er rannsókn
að mestu lokið samkvæmt lögregl-
unni þar í bæ. Þá liggur fyrir kæra
vegna nauðgunartilraunar sem
átti sér stað á Þjóðhátíðinni í Vesta-
mannaeyjum en rannsókn stendur
enn yfir.
Alls leituðu þrír einstaklingar
til neyðarmóttöku vegna kynferði-
sofbeldis á útihátíð um verslun-
armannahelgina en samkvæmt
tölum frá Stígamótum er ástæða til
að ætla að fórnarlömbin geti verið
fleiri. Aðeins 4,3% þeirra mála sem
berast til Stígamóta enda þó með
kæru.
„Það er mikið álag fyrir konur að
kæra og fá svo í hausinn að málið
hafi verið lagt niður vegna skorts
á sönnunum," segir Guðrún Jóns-
dóttir, talskona Stígamóta. Hún
segir ótrúlega lágt hlutfall þeirra
mála sem berast Stígamótum ár
hvert enda með kæru. Þannig
hafi aðeins 13 af þeim 299 málum
sem bárust samtökunum í fyrra
endað með kæru eða 4,3%. Hefur
hlutfallið farið lækkandi á undan-
förnum árum.
Tvær nauðganir voru tilkynntar
lögreglunni á Akureyri síðastliðna
verslunarmannahelgi og liggur ein
kæra fyrir. Samkvæmt lögreglunni
hefur einn maður verið yfirheyrður
vegna málsins og er rannsókn að
mestu lokið. Hin nauðgunin hefur
ekki verið kærð.
Þá barst lögreglunni í Vestmanna-
eyjum ein kæra vegna nauðgunar-
tilraunar en rannsókn stendur enn
yfir.
í fyrra leitaði einn einstaklingur
til neyðarmóttökunnar eftir að
hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á
útihátíð en þeir voru hins vegar 11
sem leituðu til Stígamóta.
Að sögn Guðrúnar eru mörg af
þeim málum sem berast samtök-
unum gömul og því oft erfitt að
kæra. Hún segir sektarkennd fórn-
arlamba oft ráða miklu þar um og
valda því að þau leiti ekki réttar
síns. „Eg held að skýringin sé marg-
þætt. Konur hafa ekki trú á því að
réttarkerfið taki þær alvarlega. Þær
þora kannski ekki að kæra af því
þeim hefur verið hótað eða þær
óttast hefnd. Þá upplifa margar
konur mikla skömm og sektar-
kennd og telja sig bera ábyrgð á
nauðguninni.“
Samstarf bókasafns og myndlistarmanna:
Viðbrögðin hafa
verið mjög góð
„Þetta hefur virkað rosalega vel hjá
okkur og verið aukning í sölu lista-
verka. Viðbrögðin hafa verið mjög
góð og allir ánægðir með þetta fram-
tak,” segir Katrin Guðmundsdóttir,
verkefnisstjóri Artóteks.
í vikunni íjallaði Blaðið um að
viðskiptabankarnir væru hættir
að lána fyrir listmunakaupum þar
sem sjóðurinn til þess væri orðinn
tómur. Borgarbókasafn og Samband
íslenskra myndlistarmanna eru
með samstarfsverkefni sem gerir
fólki ennþá kleift að fá lánað fyrir
listaverkum.
„Við bjóðum fólki upp á leigu á
listaverkum og með afborgunum
eignast það verkin á endanum. Þetta
hentar bæði einstaklingum og ekki
síst fyrirtækjum að eignast listaverk
,Allir ánægðir
með þetta
íramtak."
Katrín
Guðmundsdóttir
vorkcfnisstjóri
Artótoks
með þessum hætti. Listamennirnir
eru auðvitað mjög ánægðir með þetta
því þetta hefur aukið hreyfinguna á
verkum þeirra,” segir Katrín.
„Það má segja að viðskiptavinirnir
séu komnir í aðra umferð því fólk
sem tók við sér þegar við byrjuðum
verkefnið er farið að koma aftur og
kaupa annað verk. Hver listamaður
fær ákveðið svæði hjá okkur og þetta
hefur virkað vel fyrir listamenn sem
áður voru ekki mikið í sviðsljósinu.”
HJÁ ORMSSON
- í FIMM VERSLUNUM OG UMBOÐSMÖNNUM
BJÓÐUM STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HEIMILISTÆKJA, VEGGSJÓNVARPA,
HLJÓMTÆKJA O.M.FL. MEÐ 15-40% AFSLÆTTI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
SAMSUNG
LE32M51BX
32" háskerpu
LCD sjónvarp
SAMSUNG
DVD-125
DVD upptökutæki
og spilari
Verö áöur: 264.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 219.900 kr.
Þú sparar: 45.000 kr
UPPÞVOTTAVEL
EÐ ÍSLENSKU STJÖRNBORÐI
STÁL: 89.000 kr.
HVlT: 79.000 kr.
▼ ^AEG
1700W Turbo ryksuga
Verð áður: 1 0.990 kr.
TILBOÐSVERÐ: 7.990 kr.
Þú sparar: 3.000,- kr
pm \
Pottar
og pönnur
25-40%
afsláttur
SHARR
26” LCD Sjónvarp
Verð áður: 1 49.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 1 29.900 kr.
Þú sparar: 20.000 kr.
Éibrabantia
»•114 (omptny
Strauborö,
ruslafötur
og margt fleira.
Hönnun
é helms-
mælikvarða.
20%
lafsláttuj
Strjáujárn
20%
afsláttur
Frábært úrval af DVD
hljómleikadiskum
20% afsláttur
tölvuleikir frá 590 kr. stk.
ÞÚ GERIR EKKI
BETRI NÉ VANDAÐRI
KAUP
AEG þvottavél
1600 snúninga, 6 kg.,
íslenskt stjómborð.
AEG þurrkari
mjög hljóðlátur,
fjöldi prógramma,
fslenskt stjórnborð. Lavama 76820
Lavathefm 57820
TILBOÐ: KR. 175.000 PARIÐ (Fullt verð: KR. 213.900)
‘ASTA
1NS
KOMDU OG GERÐU GOÐ KAUP!
ORMSSON
t
1. LAGMÚLA 8 • Simi 530 2800 2. SÍÐUMÚIA 9 • Simi 530 2800 3. SMÁRAUND ■ Simi 530 2900 4. AKUREYRI • Simi 461 5000 5. KEFLAVÍK • Simi 421 1535
Haustvörur komnar í hús j 3
Blússur og pils, bolir og síðbuxur 1 j
-VErídÍstilUL v/Laugalækj»sími^ I