blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaAÍA
Hryðjuverkavarnir í Þýskalandi:
Mega skjóta
mbl.is | Þýsk stjórnvöld hyggjast
breyta stjórnarskrá landsins á
þann veg að öryggissveitum verði
kleift, sem neyðarúrræði, að skjóta
niður flugvélar sem hryðjuverka-
menn hafa rænt. Þýski innanrík-
isráðherrann, Wolfgang Scháuble,
greindi frá þessu í dag í viðtali við
dagblaðið Sáchsische Zeitung.
Scháuble sagði að embættis-
á flugvélar
menn muni leggja drög að nýrri
löggjöf og leggja til lagfæringar á
stjórnarskránni í kjölfar þess að
hæstiréttur landsins hafði vísað
frá fyrri löggjöf um flugöryggi.
Scháuble segir að réttlæta megi
slíkar aðgerðir, þ.e. að skjóta niður
flugvélar sem hryðjuverkamenn
hafa rænt, ef það ógnar öryggis-
hagsmunum Þýskalands.
Skólavörðustíg 21 a Njálsgötumegin
S. 551 4050
Mótmælendur komu sér fyrir á byggingakrönum
Lögreglan ílífshættu við aö koma þeim niöur MyndirMoa
Mótmæli á Reyðarfirði:
msfi&sm-w
Mótmælendur stöðvuðu allar framkvæmdir ■ Alcoa krefst skaðabóta
i
■ Stofnuðu lífi sínu og lögregluþjóna í hættu
'iii'r-'
Eftir Höskuid Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Fjórtán mótmælendur, flestir af er-
lendu bergi brotnir, stöðvuðu allar
framkvæmdir á byggingarsvæði
álversins á Reyðarfirði í nærri átta
klukkustundir í gær. Nokkrir þeirra
náðu að klífa háa byggingarkrana og
aðrir klifruðu uppá húsþök. Talið er að
tjón Alcoa vegna mótmælanna hlaupi
á tugum milljóna. Fyrirtækið hefur
lagt fram kæru á hendur mótmælend-
unum og mun hugsanlega krefjast
skaðabóta. Þá er einnig hugsanlegt að
lögreglan leggi fram kæru þar sem lífi
lögregluþjóna var stefnt í hættu.
Vel búnirtil klifurs
„Vinna lá niðri í um átta klukku-
stundir. Eftir að mótmælendunum
fækkaði fór vinna í gang á þeim
svæðum sem talin voru örugg,“ segir
Erna Indriðadóttir, upplýsingafull-
trúi Alcoa Fjarðaáls.
Öll vinna við álverið á Reyðarfirði
lá niðri í gærdag eftir að fjórtán
einstaklingar, þar af einn íslenskur,
náðu að koma sér fyrir á byggingar-
svæðinu til að mótmæla framkvæmd-
unum þar . Nokkrir klifruðu upp
á húsþök og aðrir hlekkjuðu sig við
hluti á jörðu niðri. Þá klifruðu þrír
einstaklingar upp í tvo byggingar-
krana sem staðsettir eru á svæðinu
og komu sér þar vel fyrir. Voru þeir
vel búnir til klifurs.
Að sögn lögreglunnar á Eskifirði
tók töluverðan tima að hreinsa
svæðið af mótmælendum og naut hún
til þess aðstoðar sérsveitar ríkislög-
reglustjóra. Þá þurftu lögreglumenn
að klifra upp í byggingarkranana tvo
til að fjarlægja þá mótmælendur sem
þar voru staddir. Búið var að hreinsa
svæðið upp úr klukkan tólf í gær og
voru mótmælendur færðir til yfir-
heyrslu hjá lögreglunni á Eskifirði.
Að sögn Ernu er ljóst að töluvert
tjón hefur orðið vegna þeirrar vinnu-
stöðvunar sem mótmælin ollu en
áætlað er að hver vinnustund kosti
Alcoa um 8 til 9 milljónir. „Það liggur
ekki fyrir ákveðin upphæð en þetta
getur hugsanlega hlaupið á tugum
milljóna króna.“
Erna segir ennfremur mikla hættu
hafa skapast á svæðinu á meðan mót-
mælin fóru fram enda fái enginn
undir venjulegum kringumstæðum
að koma þar inn án þess að kynna sér
ítarlega allar öryggisreglur. Þá segir
hún að búist hafi verið við einhvers
konar mótmælum á svæðinu í sumar
en það hafi komið á óvart hversu fáir
mættu. „Við reiknuðum með því að
það yrðu mótmæli hjá okkur eins og
í fyrra. Við erum þó mest undrandi
hvað þetta eru fáir mótmælendur.
Það var búið að fara út um alla Evr-
ópu og fá fólk til að koma og mót-
mæla á íslandi í sumar. Okkur fmnst
þetta vera miklu færra fólk en við
bjuggumst við að kæmi.“
Gistu fangageymslur
Alcoa lagði strax í gær fram kæru
á hendur mótmælendunum fjórtán
fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn
á framkvæmdasvæðið og stofnað
sjálfum sér og öðrum í hættu. í
kærunni er einnig fyrirvari þar
sem fyrirtækið áskilur sér þann
rétt að krefjast skaðabóta vegna
vinnustöðvunarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Eskifirði er hér að hluta til
um sama hóp að ræða og haldið hefur
uppi mótmælum við Kárahnjúka í
sumar. Einnig voru þarna sömu ein-
staklingar og stóðu fyrir mótmælum
á Reyðarfirði síðasta sumar.
Yfirheyrslur stóðu yfir langt fram
á kvöld í gær og gistu þeir fanga-
geymslur í nótt. Að sögn lögreglunnar
á Eskifirði er að hugsanlegt að mómæl-
endanna bíði einnig kæra frá lögregl-
unni fyrir að hafa stofnað lífi lögreglu-
þjóna í hættu.
Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingur með réttindi til
sjónmælinga og linsumælinga
GLERAUGNAVERSLUN
Gleraugað
í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800 ^