blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 8
8 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið
Verðlaunahafarnir
Ásta Ingólfsdóttir
og Ellen Björg unnu
meistaramót Hróks-
ins i Árneshreppi.
Flugsamgongur:
Innilokunarkennd
olli hryðjuverkaótta
Bandarískar orustuþotur fylgdu
farþegaflugvél á leið frá London
til Washington D.C til lendingar
í Boston eftir að flugmaður vélar-
innar tilkynnti um neyðarástand
í vélinni. Ung kona sem þjáist af
innilokunarkennd missti stjórn
á sér í vélinni og uppi varð fótur
og fit þegar áhöfnin reyndi að róa
konuna.
Flugmálayfirvöld í Bandaríkj-
unum sögðu að ekkert benti til
þess að konan væru í tengslum við
hryðjuverkahópa og vísaði á bug
fréttum um að hún hafi borið á sér
skrúfjárn, eldspýtur og bréf sem
innihélt vísanir í Al-Qaeda.
Eftir að vélin lenti í Boston voru
farþegar og áhöfn tekin til yfir-
heyrslu og leitað var að einhverju
grunsamlegu í öllum farangri
vélarinnar.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Það er ennþá töluvert óráðið í
grunnskólana og staðan er einfald-
lega þannig að það vantar kennara.
Mín tilfinning er sú að erfiðara
reynist nú að fá kennara til starfa
á þessum árstíma en áður og aðilar
sem ég hef rætt við staðfesta þetta,”
segir Olafur Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara.
Nú þegar grunnskólastarf er
að hefjast hefur menntamálaráðu-
neytið þurft að veita undanþágur
til grunnskólanna til að fylla í þær
stöður sem ekki fást menntaðir
kennarar í. í samanburði við síðasta
skólavetur er þar um að ræða um-
talsverða fækkun á undanþágum.
„Þetta má sennilega skýra með
því að staðan úti á landi er betri
nú en oft áður um svipað leyti.
Kennarar hafa alltaf verið eftir-
sóttir í önnur störf og áfram virðist
vera þörf fyrir þá núna.”
„Það er þoka yfir grunnskólamál-
unum. Það eru engin ný sannindi
að þegar atvinnuástand er gott þá
leita kennarar útúr stéttinni en
til baka þegar harðnar á dalnum.
Þannig gætu kennarar á höfuð-
borgarsvæðinu hugsanlega lent í
vandræðum við að fá stöðu þegar
atvinnuástand versnarýbætir Ól-
afur við.
Meistaramót í Trékyllisvík:
Fimmtán ára
skákmeistari
Ellen Björg Björnsdóttir frá
Melum varð skákmeistari Ár-
neshrepps um liðna helgi, þegar
Hrókurinn stóð fyrir árlegu meist-
aramóti í Trékyllisvík. Ellen Björg
er aðeins 15 ára og fyrst kvenna
til að hampa meistaratitlinum í
þessum nyrsta byggða hreppi á
Ströndum. í sigurlaun hlaut hún
forláta refaskinn frá Grænlandi,
þar sem Hrókurinn var á ferð í
ágústbyrjun.
Ellen Björg hlaut meistaratitil-
inn eftir harða baráttu við Ingólf
Benediktsson, bónda í Árnesi, sem
sigraði á mótinu í fyrra, Björn
Torfason bónda á Melum, Guð-
mund Jónsson í Stóru-Ávík og
fleiri harðskeytta heimamenn.
Keppendur á mótinu voru á öllum
aldri og voru sumir að tefla á sínu
fyrsta skákmóti. Þannig hlaut hin
6 ára Ásta Ingólfsdóttir sérstök
verðlaun fyrir að vera yngst allra.
Supernova:
Erfiðara reynist
aö fá kennara til
starfa á þessum
árstíma en áöur.
Ólafur Loftsson,
formaður Félags
grunnskólakennara
núna en oft áður. Þar hafa leiðbein-
endur verið að sækja sér réttindi í
fjarnámi undanfarin ár og því eru
fleiri réttindakennarar úti á landi
núna en verið hefur,” segir Ólafur.
„Mér finnst vanta fleiri kennara
'Tr’ 'T’,
UNDANÞÁGUR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS
Umsóknir Samþykkt Synjaö
05-06* 565 439 126
06-"07 270 185 85
* Tölur frá síðasta skólavetri eru til áramóta 2005.
Búist er við að umsóknum í ár muni fjölga á næstu dögum umfram það sem birtist hér.
Mikið auglýst eftir grufinskólakennurum undanfarið:
, ,
Kennaraskortur
í grunnskólunum
Margar stöður ómannaðar ■ Undanþágum fækkar frá síðasta ári
Staðan betri á landsbyggðinni betri en oft áður