blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaAÍÖ menntun ¥ menntun@bladid.net Breyttir tímar Alls brautskráðust 67 með stúdentspróf á árunum 1847 tii 1855. Engin kona. Öld siðar brautskráðust 1.485 á þessu sjö ára tímabili. Þar af 419 konur. Kynjahlutfall- ið hefur heidur betur breyst. i fyrra útskrifuðust 13.320. Stúlkurnar 918 fieiri en piltarnir samkvæmt tölum frá Hagstofu islands. Endurmenntun: Námskeið við allra hæfi Nú er orðið tímabært að skrá sig á hin fjölmörgu námskeið sem standa til boða í haust og vetur. Hjá Endur- menntunarstofnun er hægt að fræð- ast um allt á milli himins og jarðar. Til að mynda er boðið upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir kon- ur sem hefst 19. september. Annað námskeið ber yfirskriftina: Starf- ið, heimilið, lífið - skipulag í stað álags. Fjölmörg önnur námskeið eru í boði. Til dæmis er hægt að fræðast um ævi og störf Sigmunds Freuds, afrískan guðaheim á Kúbu, vínsmökkun, Egilssögu, hvernig rita skuli gott íslenskt mál og margt, margt fleira. Svo nú er bara að drífa sig á námskeið! Rektor Listaháskólans: Mikilvægt að skólinn tengist inn í borgarlífið son rektor. „Það sem stendur á núna er fyrst og fremst staðsetning skólans." Unn- ið sé að lausn í samvinnu við menntamála- ráðuneytið. Að- spurður hvaða hugmyndir séu uppi um stað- setningu segir Hjálmar: „Mótuð stefna skólans er að vera í miðborg Reykjavíkur, en óljóst er hvaða möguleik- ar eru þar fyrir hendi. Þá hefur Allt frá stofnun Listaháskólans hafa húsnæðismálskól- ans verið á hálf- gerðum hrakhól- um og erfiðlega hefur gengið að koma starfsem- inni fyrir undir einu þaki. Rekt- or skólans segir ástandið vera óásættanlegt og hann kallar á fram- tíðarlausn fyrir jól. „Búið er að vinna alla undirbúnings- vinnu, komin þarfa- greining og hugmynd ir liggja fyrir að fjármögnunar- leiðum,“ segir Hjálmar H. Ragnars- einnig verið til umræðu samvinna við Háskólann í Reykjavík á nýju svæði hans í Öskjuhlíð." Aðspurður hvernig honum lítist á þá hugmynd segir Hjálmar að hún bjóði upp á aðra kosti en miðbæjarstaðsetn- ing. „Kostir og gallar eru á báðum hugmyndunum. En við teljum afar mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg að Listaháskólinn tengist inn í borg- arlífið." Hjálmar minnir á að fyrir liggi yfirlýsing frá fyrrverandi borgar- stjóra þess efnis að borgin vilji leggja lóð undir skólann með sama hætti og gert hefur verið fyrir aðra skóla. Skólinn hafði sóst eftir að fá úthlutað lóð á svæðinu í kringum væntanlegt tónlistarhús við höfn- ina. Hjálmar segir að nú hafi kom- ið í ljós að sú staðsetning hafi 1 för með sér talsverða annmarka, bæði hvað varðar byggingamagn og aðr- ar takmarkanir. „Það er ljóst að við höfum ekki svigrúm til stækk- ana á því svæði.“ Þegar Hjálmar er spurður hve- nær hann áætli að lausn finnist á húsnæðisvandanum segist hann fara varlega í þesskonar spádóm- um. „Ég hef áður sett mér markmið í þessu máli sem ekki hafa tekist, en ég held að það sé afar mikilvægt að þetta verði leyst á yfirstandandi kjörtímabili núverandi ríkisstjórn- ar. Ég ætla að vona að við fáum nið- urstöðu í þetta mál fyrir jól.“ Hjálm- ar segir núverandi aðstöðu vera óásættanlega en skólinn er staðsett- ur á þremur aðalstöðum og nokkr- um minni víðs vegar um borgina. „Þetta háir öllu skólastarfi auk þess sem rekstrarkostnaðurinn er meiri en hann þyrfti að vera. Þetta þýðir að sú samtvinnun listgreina sem skólinn byggir á er handþvinguð,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rekt- or Listaháskóla Islands. á stangavelöivörum i 7^2* Vesturrost Serverslun v e i ð i m a n n s i n s Laugavegi 178-105 Reykjavik Símar 551 6770 & 553 3380 - Fax 581 3751 vesturrost@vesturrost.is - www.vesturrost.is BlaÖiÖ/SteinarHugi Iðnskólinn í Reykjavík Yfir 1.500 nemendur stunda þarnám Skólameistari Iðnskólans i Reykjavík: Straumurinn liggur í hárgreiðslu og hönnun Iðnnám verður sífellt vinsælla og straumurinn liggur fyrst og fremst í í hárgreiðslu- og hönnun- arnám samkvæmt Baldri Gíslasyni, skólameistara Iðnskólans í Reykjavík. Hann segir að rúmlega 1.500 nemendur muni stunda nám í dagskóla við Iðnskólann í Reykja- vík í vetur en rúmlega tvö þúsund sé kvöldskóli og fjarnám tekið með í reikninginn. „Það hefur verið mikill uppgang- ur hjá þeim skólum sem bjóða upp á iðnnám og það komast ekki all- ir að hér hjá okkur,“ segir Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík. „Við höfum alltaf þurft að vísa einhverjum frá en það er mis- jafnt eftir brautum. Á sumum braut- um þurfum við aldrei að vísa frá.“ Að sögn Baldurs eru vinsælustu brautirnar núna hönnun og hársnyrting. Alls eru 48 nýnemar teknir inn í hársnyrtingu ár hvert en nokkur hundruð nem- endur stunda þar nám. „Hársnyrting hefur alltaf verið vinsælt fag. Meiri- hluti þeirra sem sækja um eru stelpur en sem betur fer hafa strákar líka áhuga á að stunda þetta nám.“ Þá hefur áhugi á bygg- ingagreinum og marg- miðlun aukist töluvert á undanförn- um árum. Baldur talar um mikla uppsveiflu í áhuga á margmiðlun- arnámi. „Það hefur verið mikil upp- sveifla i aðsókn að margmiðlunar- námi á síðastliðnum tveimur árum eftir frekar mögur ár þar á undan. Þá hefur nemendum í grunndeild byggingagreina fjölgað verulega á sama tíma.“ Baldur Gíslason, skólameistari

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.