blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðiö Mynd eftir Kjartan GuSjónsson Menningarnótt Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Galleríi Fold Opið laugardag til kl. 22.00 Sjáumst í Galleríi Fold Rau&arárstig 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is Keyrði á ofsahraða og lifði naumlega af ■ Kastaðist af hjóli á 200 kílómetra hraða ■ Missti fót og þrjá fingur Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Dagsetningin 19. apríl 1992 mun aldrei hverfa úr minni Berents Karls Hafsteinssonar eða Benna Kalla eins og hann er kallaður. Þann dag breytt- ist líf hans til frambúðar þegar hann missti stjórn á mótorhjóli sínu á ofsa- hraða og datt af þvi. Hann missti aðra löppina og er enn þann dag í dag að fara í aðgerðir vegna slyssins. Benni Kalli og kærasta hans voru við bryggjuna á Akranesi á páskadegi ásamt hópi af krökkum. Hann átti kraftmikið Suzuki racer-hjól og fleiri voru þarna með á hjólum. Hann var bú- inn að vera að keyra með kærustuna á hjólinu þegar strákar buðu honum i kappakstur. „Það er kannski klisja að segja að þetta hafi verið síðasta ferðin min, en hún var það,“ segir Benni Kalli þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka. Þegar hann lagði í kappaksturinn fór kærastan hans af hjólinu og segir Benni Kalli að það sé eitt af því sem hann sé fegnastur yfir. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði dottið með mér,“ segir hann og telur að dauð- inn hefði verið vís. Við leggjum af stað i spyrnuna en strákarnir tveir voru ekki einu sinni með próf,“ segir Benni Kalli. Piltarnir tveir keyrðu hjólin sín upp í 170 kiló- metra hraða að sögn Benna Kalla og hann náði þeim og fór fram úr. Hann segist hafa verið kominn upp i ríflega 200 kílómetra hraða þegar hann kom að ójöfnu í malbikinu sem tók við af steypunni á höfninni. Framdekkið á hjólinu fór í holuna og hann missti stjórn á hjólinu. „Það kom sláttur í hjólið og ég næ ekki beygju framundan og keyri á kant,“ segir Benni Kalli en við það flaug hann 50-60 metra ofan í varnar- Haldið sofandi í þrjár vikur Benni Kalli þurfti að fara í fjölmargar aðgerðir eftir slysið garð við höfnina. Þaðan datt hann út í sjóinn. Einn piltur dró hann að landi á meðan annar hringdi á sjúkrabfl. Brotnaði á 47 stöðum „Ég brotnaði á 47 stöðum og var með níu opin beinbrot,“ segir Benni Kalli en honum tókst hið fáheyrða að klára allt blóðið sem var í þyrlunni. Svo mikið blóð missti hann. „Enginn hefur lifað svona af,“ segir Benni Kalli en hann höfuðkúpubrotn- aði, þrír fingur rifnuðu af honum, mjöðmin þríbrotnaði, leggurinn brotnaði og hann hlaut fjölmarga aðra áverka. „Hjartað mitt stoppaði og ég var dá- inn í nokkrar mínútur," segir Benni Kalli um ástand sitt þegar hann kom á spítalann. Læknum tókst að vekja hann aftur til lífsins og stöðva blæð- ingar. Benni Kalli segir að svo hafi verið slökkt á honum og honum haldið sofandiíþrjárvikur. Þeir tveir mánuðir sem hann var á spítalanum eru mjög ruglingslegir í huga Benna. Löppin var tekin af vegna dreps sem myndaðist í beininu og hann þurfti að fara í fleiri aðgerðir. „Ég kom heim 17. júní,“ segir Benni sem fagnaði þjóðhátíðardeginum með því að lifa. Hann segir að fram- haldið hafi verið gríðarlega erfitt því í óheppni sinni fékk hann sýkt blóð og fékk lifrarbólgu C. Árið 2002 varð annað kraftaverk því honum tókst að vinna bug á henni með langri og strangri lyfjagjöf. Hann greinist ekki lengur með lifrarbólguna. „Þetta er bara einhvern veginn lýsandi fyrir óheppnina hjá manni,“ segir Benni. Hugsa um hvað ég get gert „Sumir hugsa um það sem þeir geta ekki gert, ég hugsa um það sem ég get gert,“ segir Benni sem hefur aldrei látið sorgina og biturðina sigra sig. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á þessum langa tíma og stundum fer hann í hlutverk sálusorgarans þegar hann heimsækir aðra einstaklinga sem hafa lent á spítala af svipuðum ástæðum. „Ég þekki fjóra stráka sem hafa lam- ast vegna bifhjólaslysa,“ segir Benni og bætir við að hann hafi kynnst þeim á spítalanum. Ástæða þess að hann heimsækir þá er sú að hann hefði óskað þess að einhver sem hefði átt svipaða lífsreynslu að baki hefði gert það sama fyrir hann. Spurður um ofsaakstur hjóla í dag segir Benni að hann sé hrein og klár geðveiki. „Þetta er ekki einu sinni rússnesk rúlletta, það eru fimm skot í byssunni," segir hann og Itrekar hversu heimsku- legt þetta sé. Hann segist skilja það betur þegar vitlaus ungmenni keyri hratt en það sé ótrúlegt að sjá full- orðna menn að þessu sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá. „Ég var bara heppinn,“ segir Benni Kalli að lokum og þakkar fyrir að vera á lífi enn þann dag í dag þrátt fyrir ótrúlegan mótbyr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.