blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaöiö heilsa heilsa@bladid.n Heitur vefurÁ vefnum hot.is er hægt að fylgjast með mata- ræði og þjálfun auk þess sem hægt er að sjá næringarinni- hald matvæla. Heilsa og þjálfun Það getur verið erfitt að fylgjast með mataræði sínu og næringarinnihaldi þess í annríki hversdagsins. Þrátt fyrir það vilja flestir borða hollt og hreyfa sig. Á vefnum www.hot.is er auðvelt að fylgjast með mataræði og þjálfun en nafnið stendur fyrir heilsu og þjálfun. Vefurinn er aðallega hugsaður fyrir fólk sem stundar líkamsrækt og vill geta fylgst með mataræði sínu og árangri. Á vefnum getur fólk skráð hvað það borðar yfir daginn og þá má strax sjá næringarinnihald fæðunnar og orkuskiptingu. Einnig geta þeir sem stunda æfingar skráð þær og fylgst með árangri samhliða því sem borðað er yfir daginn. Þar er líka hægt að skrá inn ýmsar tölulegar upplýsingar eins og þyngd, fituprósentu og hin ýmsu mál. Notkun á vefnum er ókeypis og það þarf einungis að skrá sig á www.hot.is. / mjybv v lok júní gekk í gildi reglugerð um íblöndun vítamína hér á landi en vítamínbæting matvæla hefur verið tölvert frjálslyndari á íslandi en á Norðurlöndum. Á næstu tólf mán- uðum verða allir framíeiðendur eða innflytjendur að sækja um leyfi fyrir þær vörur sem blandað er í vítamínum og á að markaðssetja á íslandi. Að öðrum kosti verða vörurnar teknar úr umferð. Reglu- gerð þessari er ætlað að koma í veg fyrir ofneyslu vítamína. Að sögn Brynhildar Briem, fag- stjóraámatvælasviðiUmhverfisstofn- unar, má búast við að það fái ekki allir leyfi en við ákvarðanatökuna verða notuð ákveðin módel. .Notkun vítamínbættra matvæla hefur verið frjálslyndari hér á landi af því okkur hefur skort reglugerð um vítamínbætingu matvæla. Það var byrjað að semja reglugerðina ár- ið 1992 og hún gekk loks í gildi í júní síðastliðnum. Allir sem flytja inn eða framleiða vítamínbætt matvæli þurfa að sækja um leyfi. Það þarf að hafa stjórn á þessu til að vernda neytendur fyrir því að borða of mik- ið af vítamínum." Nýtt í takmarkaðan tíma Þessi nýja reglugerð verður þó væntanlega ekki lengi í gildi þar sem verið er að semja samræmda reglu- gerð í Evrópu um íblöndun bætiefna í matvæli. Að sögn Brynhildar mun ísland taka þá reglugerð upp þegar hún lítur dagsins ljós en fram að þeim tíma verður íslenska reglugerð- in nýtt. „Þegar sótt er um leyfi fyrir Frjálslyndari reglur Brynhildur Briem, fagstjóri á matvæiasviði Umhverfisstofnunar: „Reglur um vítamínbætingu matvæla hafa verið frjálslyndari hérá landi af því okkur hefur skort reglugerðina." vöru er magn vítamínanna sett í ákveðna formúlu þar sem niðurstað- an er borin saman við skaðlausa há- marksskammta. í þessari formúlu er gengið út frá hvað megi vera mikið af vítamínum í hverjum 100 hitaein- ingum í vöru. Ef formúlan kemur jákvætt út þá er íblöndunin leyfð, annars ekki. Vitanlega borðar fólk mismikið magn af vörunni en það er talið að formúlan, sem er ættuð frá Dönum, sé þannig úr garði gerð að það sé verið að sporna við því að hinn almenni neytandi valdi sér skaða.“ Vörur gerðar upptækar Brynhildur segir að vörurnar séu alltaf skoðaðar út frá viðkvæmasta hópnum sem gæti mögulega neytt vörunnar. „Sumar vörur eru ætlaðar öllum almenningi og það má taka morgunkorn sem dæmi. Við skoð- um alltaf viðkvæmasta hópinn og ef við værum að prófa morgunkorn þá myndum við skoða börnin. Ef þetta væri vara sem ætti að merkja á þá leið að hún væri ekki ætluð börnum þá myndum við ekki hafa barnavið- miðin inni í heldur eingöngu viðmið fullorðinna," segir Brynhildur og bætir við að enginn hafi sótt um leyfi eftir að nýja reglugerðin gekk í gildi enda eru eyðublöð ekki tilbúin vegna sumarleyfa. „Við munum halda fund í haust til að kynna reglugerðina. Þá geta framleiðendur sjálfir sett sín- ar vörur inn í þessa formúlu og séð hvort þeir muni fá leyfið eða ekki. f framhaldi af þessari reglugerð ber öll- um á markaðnum að sækja um leyfi innan árs. Eftir það munu heilbrigð- isfulltrúar gera upptækar allar vörur sem eru blandaðar vítamínum en láðst hefur að sækja um leyfi fyrir.“ svanhvit@bladid.net „í þessari formúlu er gengið út frá hvað megi vera mikið af vítamínum í hverjum 100 hitaeiningum í vöru. Ef f ormúlan kem- ur jákvætt út þá fæst leyfið, annars ekki nÍBHÉÉKBBÉ Vítamínbættar matvörur Matvörur sem innihalda of mikið af vítamínum gætu verið teknar af markaði fljótlega þar sem ný reglu- gerð gekk nýyerið í gildi hér á landi. Bandarískir unglingar: Bannað að fara í sólarbekki Aukin hætta á krabbameini Bandarískir ung- llngar mega ekki nota sólarbekki vegna þess að þeir auka hættuna á húökrabbameini. Hressandi hristingur Hér kemur uppskrift að ynd- islegum hristingi án mjólkur- afurða. 1 bolli af vanillusojamjólk 14 bolli eplasafi 1 bolli bláber, krækiber eða niðurskorin jarðaber 1 þroskaður banani 1 bolli mulinn ís Blandið saman í blandara þar til hristingurinn er tilbúinn. Njótið vel! Því hefur löngum verið haldið fram að sólarbekkir geti verið skað- legir okkur en umræður um að banna notkun þeirra hafa ekki farið hátt. Sú er ekki raunin í Bandaríkjun- um og sólarbekkjanotkun unglinga er bönnuð í allnokkrum sýslum þar. Ef Rockland County er tekið sem dæmi mega börn undir 16 ára aldri ekki nota sólarbekki. Börn sem eru 16 og 17 ára mega einungis nota sólar- bekki ef þau eru með skriflegt leyfi frá foreldrum. Þessi nýju lög hafa vakið upp deilur í Bandaríkjunum og margir telja þau fásinnu. Verndun unglinga Þeir sem eru fylgjandi lögunum tala um að rannsóknum sem tengja notkun sólarbekkja við húðkrabba- mein sé sífellt að fjölga. Það ætti því að vernda unglinga þar sem þeir myndu fúslega taka áhættuna. Þeir sem eru andvígir segja að jafnvel þótt það geti verið hættulegt að nota sólar- bekki sé ekki æskilegt að búa til enn fleiri Iög sem eiga að stjórna hegðun unglinga og ólíklegt sé að þau virki. Best væri því að leyfa foreldrum og börnum að ákveða þetta sín á milli. Viðvörunarskilti Siðfræðingar og konur sem hafa notað sólarbekki virðast vera sam- mála um að þótt sólarbekkir séu ekki stórhættulegir unglingum þá séu þeir ekki skaðlausir. En þegar leitað er að úrlausnum telja flestir að besta mála- miðlunin sé að setja upp viðvörunar- skilti á sólbaðsstofum. Einnig ætti að hvetja foreldra og kennara til að ræða um hættuna sem getur fýlgt sólbekkja- notkun. Kostur skiltanna er talinn vera sá að þá sé fólki leyft að taka sjálf- stæðar en upplýstar ákvarðanir. Deil- unum í Bandaríkjunum er því hvergi nærri lokið en eftir stendur að margar sýslur hafa þegar sett lög sem lúta að sólarbekkjanotkun unglinga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.