blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið
LÁGMARKSKAUP Á ÞJÓNUSTU
TIL AÐ HRINGJA ÁN MÍNÚTUGJALDS
NAMSKEIÐ FYRIR
ÖRYGGISTRÚNAÐARMENN
Námskeiö um
vinnuvernd
Vinnueftirlitið heldur reglulega
námskeið um vinnuvernd
fyrir öryggistrúnaðarmenn og
öryggisverði.
Á námskeiðinu er farið yfir alla
helstu málaflokka í vinnuum-
hverfi starfsmanna svo sem
hávaða, lýsingu, inniloft og loft-
ræstingu innanhúss, líkamlega
áhættuþætti, félagslega og
andlega áhættuþætti, heilsu-
vernd á vinnustað, vinnuslys og
slysavarnir og notkun persónu-
hlífa. Vinnuverndarlögin eru
kynnt sem og reglur sem settar
eru í samræmi við þau.
Auk þess er fjallað um hvernig
haga skuli gerð áhættumats en
þegar vinnuvemdarlögunum
var síðast breytt komu inn
ákvæði um að atvínnurekandi
beri ábyrgð á að gert sé sér-
stakt skriflegt áhættumat þar
sem áhætta í starfi, með tilliti til
öryggis og heilsu starfsmanna,
er metin. Einnig gefst þátttak-
endum kostur á að kynna sér
fræðsluefni er Vinnueftirlitið
hefur gefið út en það nýtist vel í
störfum öryggistrúnaðarmanna
og öryggisvarða.
Námskeiðin standa yfir í tvo
daga, frá klukkan 9:00 til 15.30
í Reykjavík en 9:00 til 16.00
annars staðar. Námskeiðsgjald
er 22.000 krónur sem greiðist
af atvinnurekanda. Skráning er
í síma 550 4600.
Reykjavík:
11.-12. september
27. - 28. september
8. - 9. nóvember
15.-16. nóvember
Reykjanesbær:
19. - 20. september
Akureyrl:
1.-2. nóvember
' ■. v-síH ,
Kröfur um að kaupa aðra þjónustu forsenda ókeypis símtala:
Hæpið að tala
um ókeypis símtöl
Símafyrirtæki hafa auglýst að við-
skiptavinir sem skrá heimasímann
hjá viðkomandi fyrirtæki greiði
ekkert fyrir símtöl milli heima-
síma. Alþýðusamband Islands
(ASÍ) vakti athygli á því í vikunni
að til þess að eiga kost á þessari
ókeypis þjónustu þurfi viðskipta-
vinir einnig að kaupa aðra þjón-
ustu af símafyrirtækjunum auk
þess sem alltaf þarf að greiða fast
mánaðargjald af heimasímanum.
Henný Hinz, verkefnisstjóri
verðlags- og neytendamála hjá hag-
deild ASÍ, segir að þessi þjónusta
sé gjarnan auglýst eins og hún
eigi við alla símnotendur en þeir
þurfa að vera í talsvert miklum við-
skiptum til að eiga kost á ókeypis
símtölum. „ Annað sem kemur ekki
fram er að fólk er oft að gera langa
og bindandi samninga og það er
náttúrlega ákveðin leið til að fá það
til að binda öll sín viðskipti hjá við-
komandi fyrirtæki. Þar af leiðandi
verður erfiðara fyrir fólk að taka
einn þátt af viðskiptunum og færa
annað ef því bjóðast betri kjör eða
er óánægt,“ segir Henný.
Þarf að greiða mánaðargjald
„Fyrir utan það borgar viðskipta-
vinurinn alltaf mánaðargjald fyrir
heimasímann og honum finnst
að inni í því ætti að vera einhvers
konar notkun. Að tala um að þetta
sé ókeypis er svolítið hæpið þó að
mínútugjaldið sé vissulega fellt
niður,“ segir Henný.
Símafyrirtækin Og Vodafone og
Hive bjóða símtöl án endurgjalds á
Vafasamar auglýsingar Alþýðusam-
band íslands gagnrýnir auglýsingar
simafyrirtækja um ókeypis símtöl
milli heimasíma og bendir á að fólk
þurfi að vera í talsvert miklum viö-
skiptum við fyrirtækin til að eiga kost
á þeim.
milli heimasíma, gegn öðrum við-
skiptum hjá fyrirtækinu. Hjá Og
Vodafone er forsendan fyrir því
að geta hringt án mínútugjalds
í aðra heimasíma innanlands sú
að viðskiptavinir kaupi einnig
ADSL tengingu af fyrirtækinu og
séu með GSM síma i áskrift. Hive
býður einungis upp á heimasíma
fyrir viðskiptavini sem eru með
ADSL tengingu hjá fyrirtækinu og
Hjá Og Vodafone er lágmarks-
áskriftargjald fyrir ASDL þjónustu
kr. 3.990 á mánuði og mánaðargjald
af heimasíma er kr. 1.390. Þetta
gera samtals kr. 5.380. Til þess að
geta hringt frítt úr heimasímanum
í alla aðra heimasíma innanlands
þarf að kaupa þessa þjónustu, en
auk þess vera áskrifandi að einum
GSM síma sem kostar að lágmarki
kr. 650 á mánuði. Lágmarksvið-
skipti á mánuði þurfa því að vera
fyrir kr. 6.030 til þess að geta
hringt fritt á milli heimasíma.
Frítt símtal Þrátt fyrir að hægt
sé að tala endalaust í símann
án minútugjalds þarf aiitaf að
greiða mánaðargjald.
geta þeir þá hringt án mínútuverðs
í heimasíma innanlands.
Þarf að kaupa aðra þjónustu
Hjá Hive er lágmarksáskriftar-
gjald fyrir ADSL þjónustu kr.3.990
á mánuði. Viðskiptavinir sem
kaupa þá áskrift geta fengið áskrift
að heimasíma sem hringja má úr
án mínútugjalds í alla aðra heima-
síma fyrir kr. 1.390. Þetta gera sam-
Allur pakkinn Til þess aö hringja án mínútugjalds úr heimasíma ialla heima- ta^s kr. 5.380 á mánuði sem eru
síma innanlands þurfa viðskiptavinir Hive og Og Vodafone einnig að kaupa lágmarksviðskipti til þess að geta
eftirfarandi þjónustu af viðkomandi fyrirtæki mánaðarlega, að lágmarki. hringt frítt á milli heimasíma.
□ r_og J
Mánaöargjald vegna heimasima 1.390 Kr. 1.390 Kr.
ADSL áskrift lágmárksgjald 3.990 Kr.< 3.990 Kr.1
Samtals 5.380 Kr. 5.380 Kr.
Önnur kauo sem gerð er krafa um
Gsm áskrift 650 Kr.
’ 8. Mb/s & 4GB Niðurhal
2 4. Mb/s & 2GB Niðurhal Tafla/ASl
iofthreinsitœki
www.ishusid.is
•4.
'smm
ÍS-hÚSÍð 566 6000
Eldsneytiskostnaður lækkaður
Síhækkandi bensínverð veldur
mörgum áhyggjum enda sér hækk-
ananna stað í heimilisbókhaldinu og
munar um minna. Með hagsýni og út-
sjónarsemi er hægt að halda útgjöldum
í eldsneyti niðri.
Fyrst af öllu ætti maður að spyrja sig
hvort maður þurfi að nota bílinn jafn-
mikið og maður gerir. f huga margra
er bíllinn eins og hver önnur yfirhöfn
sem þeir bregða utan yfir sig í hvert
sinn sem þeir fara út. Maður getur
dregið úr eldsneytiskostnaði með því
að skilja bíhnn eftir og fara fótgang-
andi eða hjólandi til að sinna styttri er-
indum. Ekki er vitlaust að taka strætis-
vagna þegar það hentar enda er strætó
í senn ódýr og þægilegur kostur. Með
því að skipuleggja tíma sinn og nýta
bílferðir eins vel og mögulegt er dregur
maður úr óþarfa ferðum.
Þá getur maður fengið sér
sparneytnari bíl sem kemur manni
þó að sama gagni og bensínhákurinn
í skúrnum.
Síðast en ekki síst getur maður
dregið úr óþarfa eldsneytiseyðslu með
því að stunda vistakstur.